Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.09.1966, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.09.1966, Blaðsíða 2
Bls. 2 - BRÆÐRABANDIÐ - 9.tbl.'66 prédikari. Slíkt er sjaldgæfur viðburður hér 1 okkar litla starfs- svæði. Athöfnin var öll hin hátíðlegasta og eftirminnilegasta. Á laugardagskvöldinu var fjölbreytt og ánægjuleg dagskré. Pyrr þann dag haföi verið sýnd áhrifarík kvikmynd, sem sýndi starf okkar á Nýju Guineu. Blasti þar við gildi og þýðing haustsöfnunarinnar og annarra kristniboðsgjafa. Voru mótgestir hvattir til að duga sem bezt í komandi haustsöfnun, og ákveðið var að fara hópferö til Hafnarfjarðar og nágrennis þarna frá mótinu strax daginn eftir. Þeir, sem fóru, voru 25 eða 27. Lokið var við Hafnarfjörö og nágrenni og inn söfnuðust 40 þásund krónur. Þetta þótti miki 1 sigur og lofa góðu um áframhald, Svo lauk mótinu með lofgjörö og þakkargjörö fyrir indæla daga - uppbyggjandi samfélag og góðan framgang í verki Guðs. Næsta dag - á mánudeginum 29. ágást, fór fyrsti hópurinn át hér í Reykjavík. Það voru um 50 manns. Áformað var að fara út þrjá kvöld í viku og á sunnudögum í þrjár vikur og það vonað að með því tækist að ljáka við borgina. Þessu áformi var fylgt, þátt- takan ágæt og árangurinn mjög góður - en þegar kom fram í þriðju vikuna þrutu blöðin áður en lokið var að fullu við svæðið. Upplag blaðsins var þó meira í þetta sinn en nokkru sinni fyrr. Innan fárra daga mun viðbótarupplag koma. Laugardagskvöldið 17. þ.m. var haldin fagnaðarhátíð hér í kirkjunni vegna hins frábæra árangurs haustsöfnunarinnar. Taliö er aö hátt í 10.000 blöðum hafi verið dreyft hér í Reykjavík. Meðan það fór fram hér í borginni sem frá hefir verið sagt voru einstaklingar og hópar á ferðinni víða annarsstaðar, Keflavíkursöfnuður fór um öll Suður- nes. Hópur starfsmanna fór um Snæfellsnes, Borgarnes og Akranes. Hlíðardalssöfnuður fór um Suðurlandæundirlendið þvert og endilangt, Vestmannaeyingar hafa lengi verið duglegir í haustsöfnun og víst ekki síður í þetta sinn. Prá fjarlægari stöðum á landinu höfum við ekki heyrt ennþá. Bxll með þrera mönnum héðan fór um Austurland - nema það sem Páskráðsfjarðarsystkinin taka. Eftir þvl sem við vitura bezt munu alls um 160 manns hafa tekið þátt I haustsöfnun þessa árs. Heilartalan liggur enn ekki fyrir, en vissa er fyrir þvl aö hán mun fara nokkuð á aðra milljón. Svo horfum við fram í tímann. Veturinn fer í hönd og ný verkefni bíða. Skólarnir eru í þann veginn að taka til starfa með sín marg- þættu verkefni. Tveir starfsmenn verða staðsettir norðanlands næsta starfsárjþeir Sigfás Hallgrímsson á Dalvík og Steinþó” Þórðarson á Akureyri. Sagt hefur verið að veturinn sé hinn bezti gróðratxmi guðsríkis. Ná er um að gera aö nota möguleika hans sem bezt. Þegar þessar línur eru skri:Pnðar er verið að flytja prentvélarnar inn I kjallara kirkjunnar og brátt munu þær fara að snáast. Síöasta bindi af Pótsporum Meistarans er ná I prentun og mun veröa tilbáin næsta sumar. Vonir standa þvi til að næsta sumar verði gott bóksölu- tímabil. Velheppnuð mót á skólanum og ágæt haustsöfnun hafa vakið okkur öllum ánægju og þakkarkennd. Þökk sé öllura þeim, sem vel hafa að unnið með góðri þátttöku í fyrirbæn og starfi. Minnumst svo eftir- fareindi orða postulans: "Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið fastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins, vitandi, að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drotni." l.Kor,15:58 Jálíus Guðmundsson

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.