Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.09.1966, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.09.1966, Blaðsíða 5
Bls. 5 - BRÆÐRABMDIÐ - 9.tbl.'66 Kœra trásystkini um land. allt. Eins og mörgum er þegar kunnugt munu tveir starfsraenn veröa staðsettir á Noröurlandi i vetur. Sigfús Hallgrímsson mun búa á Dalvík og undirritaöur á Akureyri. Á /tkureyri og nœrliggjandi kauptúnum, kaupstöðum og sveitum eru um 2o þúsund manns. Þaö er þessvegna stórt verkefni að boða þeim hinn síöasta náðarboðskap. Við Sigfús hugsum gott til samstarfs á hinum ýmsu stöðum Norðan- lands og er okkur það mikil uppörvun að vera í "kallfæri" við hvorn annan. En þar sem langt er um liðiö síðan starfsmanður v'Vr í þessu svæði, sjáum við fram á ýrasa byrjunar-effiðleika. Okkur kom því til hugar að leita til safnaðarsystkina, víðsvegar um landið, um aðstoö. Hún er fólgin í því að senda okkur nöfn og heimilisföng vina og ættingja, sem búsettir eru við Eyjafjörðinn, frá Siglufirði til Greni- víkur, Meðfylgjandi er eyöublað i þessum tilgangi og má senda það í Box 666, Akureyri. Við munum síðan heimsækja viðkomandi með kveðju frá ykkur. Minnist starfsseminnan á Norðurlandi á bænastundum ykkar. Með þakklæti, Steinþór Þóröarson SJALFSGLEYMNI Það er ekki magnið af starfi heldur fúsleikinn og trúmennskan, sem viö leggjum í það, er gerir þaö Guði þóknanlegt. I allri þjónustu okkar er krafizt fullkominnar sjálfsgleymni. Hin minnsta skylda fram- kvæmd í einlægni og sjálfsgleymni, er Guði þóknanlegri en hiö mesta starf, sé það gallað af eigin hagsmunum. Hann gefur gaum hve mikið af anda Krists við höfum, og að hve miklu leyti verk okkar opinbera eðli Krists. Hann meturiœira kærleikann og trúmennskuna í starfi okkar en magn starfsins. Aðeins þegar sjálfið er dautt, baráttan um efstu sætin bannlýst - þegar þakklæti fyllir hjartað og kærleikurinn veitir lífi okkar sætan ilm - þá fyrst dvelur Kristur í sálum okkar, og við erum viðurkennd sem samverkamenn hans. Að eðlinu til erum við eigingjörn og sjálfsbirgingsleg. En þegar við lærum þær lexiur, sem Kristur vill kenna, öðlumst við eðli hans og lifum lífi hans. Hið undursamlega eftirdæmi hans í því að setja sig inn í tilfinningar annarra,gráta raeð grátendum og gleöjast meö glööum, hlýtur að hafa áhrif á þá, er vilja fylgja honum í einlægni. Með vingjarnlegum orðum og verkum munu þeir leitast við að gera leiðina greiðfæra þreyttum fótum. _ _ _ ... COD E.G.White í G.W.bls.507-508

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.