Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.12.1966, Qupperneq 2

Bræðrabandið - 01.12.1966, Qupperneq 2
Bls. 2 - BRÆÐRAMNDIÐ - 12,ttl.'66 Það verður dásaralegt að syngja "nýjan söng frarami fyrir hásætinu". Hjálpræðis-reynsla einstaklingsins mun veröa frumtónn hans. Þennan söng vildi ég læra svo vel hér að ég g::ti sungið hann þá. Því miður er það svo, að margir þeirra, sem gera sér vonir um aö vera með í hinum himneska söngkór, syngja söngva hér, sem valda truflun. Efstur þeirra er söngur dómssýkinnar. Hann hefur verið uppé- haldssöngur margra. allt síöan Lúsifer byrjaði að syngja hann á himnum. Adam tók upp nokkrar hendingar úr honum í Eden, og svo hafa margir haldið áfram, Athugum hve margbreytilegur söngur dómssýkinnar hefur veriö. Hann var sunginn sem alsöngur þegar Israel kom aö beiska vatnsbólinu við Mara og möglaði gegn Móse og sagði:"Hvað eigum vér að drekka?" Kóra og fylgismenn hans sungu hann, þegar þeir gerðu uppreisn gegn Móse og Aroni og sögðu:"Nú er nóg komiði Því að allur söfnuðurinn, allir eru þeir heilagir, og Drottinn er meðal þeirra. Hvi hefjið þið ykkur þá upp yfir söfnuð Drottins?" Þessi skerandi söngur er ekki óþekktur á okkar tima. Efni þessa söngs er oft dreift meðal manna í því skyni að hann sé fluttur fjær og nær. Sönpiurinn hefur þótt vel fallinn fyrir "trio". Heyrið boðskap þeirra Sanballat, Tobía og Geshem þegar þeir reyndu að grafa undan stjórn Nehemía. "Hvað hafa Júðarnir fyrir stafni, þeir vesalingar. Skyldu þeir hætta við það aftur? Munu þeir gera steinana í rustar- haugunum lifandi þar sem þeir þó eru brunnir?" Með öðrum orðum:"Það sem þið erum að gera, getum við betur gert." Hafið þið heyrt þennan söng nýlega? Einsöngvarar hafa heldur ekki staðizt töfra hans. Takið eftir hinum drambsama Parísea, sem beið eftir athygli fjöldans og sagði svo:"Guð ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, raningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu sem ég eignast." Það er persónu- fornafnið "ég" sem mest ber á í söngnum, Þa,ð er sama hvernig þessi söngur er fluttur, hinir fúlu gagnrýnis- tónar koma greinilega fram. Einungis Örfá stef úr þessum söng segja heilmikið um söngvarann, Hann verðskuldar meðaumkrrn. fromur' en ádeilu. Hann þarfnast fremur fyrirbæna en gagnrýni. Hið síðara myndi koma okkur til að syngja tvísöng með honum. Vissulega er ekkert til, sem fremur kallar á réttlætisdóm Guðs en slíkur dómssöngur. Sé, sem situr í dómarasætinu yfir öðrum,er fjarri því að vera á réttri leið. Sá, sem hefur sjálfan sig yfir aðra, hlýtur að kalla yfir sig dóm hans, sem einn er fær um að dæma. Þó erum við gjörn á að kveöa þennan óheillasöng. Við notum of mikinn verömætan tíma til þess að gera samjöfnuð á okkur sjálfum og öðrum. Vitandi eða óafvitandi fegrum viö okkar eigin tilgang en ófrægjum tilgang annarra, og niðurstaöan verður sjálfsánægja. Þetta hugarfar kemur til leiöa óvingjarnlegum orðum, sáryrðum og ávítum - eða a.m.k. hýsum við s?íka.r hugsanir. Stundum er slíkt tal borið

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.