Bræðrabandið - 01.12.1966, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.12.1966, Blaðsíða 3
Bls. 3 - BRfflSRAMNnES ~ lg.tbl, »66 fram undir því yfirskyni aö um sé aö ræða áhuga fyrir andlegum málum eða verið sé að verja einhverja trúarkenningu. Enginn mun geta neitað því, að slíkur söngur sé allútbreiddur, og við sjálf tökum undir í hópum, "kvartettum" og "tríoum". Hvernig væri að reyna að syngja söng Andans, þegar þessi freisting verður á vegi okkar? Við ættum að festa okkur í huga og tjé öðrum huggun hirðissálmsins, öryggi og leiðsögn fjallræðunnar, orðkyngi og traust 51. Sálmsins og hina himnesku samhljóma 13. kapítula 1. Korintu- bréfsins. Auk þess ættum viö að kunna vel eftirfarandi sélma: A hendur fel þú honum, Yfir krossi Krists ég fagna, Sálar minnar sanni vin og Ö, þá náö að eiga Jesám o.fl. Akveð nú þegar að láta hjálpræðissöngva koma i staðinn fyrir ádeilu-sönginn. Ef þá gerir það, mun samræmi himinsins fylla hjarta þitt og aðrir munu taka að syngja með„ Lát þetta stöðugt vera söng þinn, og brátt mun sá tími koma, að söngur þinn blandast söng hinna endurleystu frá öllum öldum - en söngur þeirra verður eins og niöur margra vatna og efni hans þetta:"Mikil og dásamleg eru verkin þín, Drottinn Guð, þú alvaldi: réttlátir og sannir eru vegir þínir, þú konungur aldanna. Hver skyldi ekki óttast, Drottinn, og vegsama nafn þitt? Því að þá einn ert heilagur, því að allar þjóðir munu koma og tilbiðja frammi fyrir þér, því að réHlátir dómar þínir eru opinberir orðnir." Op.l5:3.4. Þetta er söngur Móse og lambsins.. Þeir, sem syngja hann, hafa sjálfir reynt frelsandi ná-s Jesú Krists. Það er sigursöngur þeirra, í hverra munni enga lygi er að finna. Hann túlkar sigur yfir öllum illum ö'flum - sigur yfir hinu synduga sjálfi. Hann mun verða sunginn um alla eilífö - en verður þó ávallt nýr. "Og þeir syngja sem nýjan söng frammi fyrir hásætinu." Op.l4:3. Th.Carcich varaformaður General Konferensins AD NORÐAN Akureyri, 28. nóv. 1966 A meðan ég sit við skrifborðið og hugsa um það, sem ég ætla að skrifa í Bræðrabandið, virði ég fyrir mér ljósadýrðina á Oddeyrinni. Ijósin tindra í öllum regnbogans litum í náttmyrkrinu. Oft verður mér hugsað til þess tíma, þegar Guð á svo mörg "lifandi ljós" hér Norðanlands - í hundraða tali. Eða mun sá timi koma? Munu fyrir- finnast hér svo margar sálir, sem reiðubúnar eru að taka á móti síða.sta náðarboðskap Guðs? Guð gefi að svo verði. Veðrinu hefir slotað. í gær var hér versta veður, iðulaus stórhrið. Við reiknuðum varla með þvi að börnin kæmu á Sögustundina. En þegar klukkan nálgaðist hálf tvö hringdi dyrabjallan stöðugt. Um 20 börn vildu ekki raissa af Söguntundinni fyrir nokkurn mun. Um 25 börn kona hvern sunnudag í Sögustund barnanna. Á hvíldardögum koma 11 trúsyskini regl^lega saman í hvíldardags- skólann heima hjá undirrituðum, að Löngumýri 24. Sumir koma langt að.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.