Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.12.1966, Síða 4

Bræðrabandið - 01.12.1966, Síða 4
Bls. 4 - BRÆÐRABANDIÐ - 12.thl.'66 Tvær systar eiga ekki heimangengt. Þetta er .góöur og samstilltur hópur, sera er rajög þakklátur fyrir aö fá starfsmenn í nágrenniö. Einn trúbróöir sagöi nýlega;"Viö höfum þráð þetta í mörg, mörg ár." Við kunnum vel að meta hlýjuna og velviljann, sem stafar frá trú- systkinunum hér. Síðasta þriðjudag hvers mánaöar hittast konurnar til þess aö sauraa, þrjóna og kynnast hver annarri betur. Eru þaö systrafundir í orðsins fyllstu raerkingu, þótt þær séu fáar. Lítið fer enn fyrir opinberii starfi. Fyrst þarf að undirbúa jaröveginn raeö því aö efna til persónulegra kynna, dreifa ritum, afla nýrra nemenda fyrir Biblíubréfaskólann o.s.frv. Þó höfðum viö Sigfús samkomur á Dalvfk og í Hrísey 13. nóveraber s.l., en þá nutum við góðrar aðst&ðar Jóns Hj.Jónssonar og Sólveigar konu hans. Þann dag var slæmt veður, sérstaklega þegar komið var til Hríseyjar um kvöldið. Urðum við þar veðurteppt um nóttina, en nutum mikillar gestrisni frænku Jóns, sem búsett er í Hrísey. Aösókn var ekki mikil. Sumpart vegna veðurs - sumpart vegna þess aö andlegur áhugi fólks er lítill hér eins og víða annars staðar, Þessar sankcnur voru þó mikilvægur áfangi í sögu starfsins hér á landi, þar sem þær voru hinar fyrstu á þessum stöðum á vegum safnaðarins. Viku síðar héldum við Sigfús aðra sarakomu í Hrísey. Þar höfum við kynnst ýmsu góðu fólki. Það er bersýnilegt að áhugi manna á Orði Guðs verður ekki vakinn 1 einni svipan. Mikið verk er fyrir höndum, sem vinna verður að í kyrrþey. Með tilkomu nýrra lexía Bibliubréfaskólans, fáum við ný hjálpargögn í hendurnar. Hugsum við gott til þess að dreifa þeim á meðal fólksins. Fyrst er að sá, síðan gefur Guö uppskeruna. Viljið þið biðja fyrir okkur og starfinu hér Norðanlands? Meö bróöurkveðju, Steinþór Þórðarson Sannur mikilíeikt Andi raunverulegs mikilleika endurspeglast í einlægum áhuga á óskum og velferð anna.rra, og sjálfsgleyminni þjónustu fyrir þá. Innan fárra daga mun ábyrgð safnaðarstjórnar færast á heröar ný- kjörinna einstaklinga og hópa. Mætti hver og einn, sem tekur á sig slík helg skylduverk, ákveöa meö hjálp Drottins aö sýna anda raunveru- legs mikilleika. Þeir, sem kjörnir verða til að stjórna málum safnaðarins, eru ekki kallaðir til að drottna, heldur til aö þjóna. Meö hliös^ón af þeim útbreiddamanr.lega veikleika, aö líta á opinbert starf sem tækifæri til sjálfsupphefðar og að drottna yfir öörum, sagði Jesús við lærisveina sxna:"En eigi sé það svo, yðar á meðal." Kosning til starfs í söfnuðinum veitir einstaklingnum ekki umboö til aö drottna yfir safnaðarsystkinum sínum, heldur kallar hún hann til að gleyma sjálfum sér en láta þarfir annarra sitja í fyrirrúmi.

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.