Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.12.1966, Síða 5

Bræðrabandið - 01.12.1966, Síða 5
Bls. 5 - BRÆÐRABANDIÐ - 12.tbl.'66 Jafnframt verða þeir, sem kallaðir eru til forystu, að hafa forystu. Þróttmikil forysta er mikilvægt skilyrði þess aö sameinuö átök eigi sér staö. Forystulaus hópur er gjarn á að sundrast. Sumum er öll stjórn ógeðfelld, nema þeirra eigin. Slíkt er andi stjórnleysisins, sem kom fyrst í ljós hjá Lúsífer. Við væntum þess, að leiðtoginn leggi starfsáformið, en að hann sé þó fús til að þoka þvi til samkvæmt r-áðum, sem byggð eru á þekkingu og reynslu. Aðstoðar- menn leiðtogans standa hak við áform hans, en hann tekur og til greina tillögur þeirra. og gefur þeim færi á að flétta persónuleik þeirra inn í starfið í samræmi við heildaráformið. Góð stjórnsemi er jákvæð og markviss, en laus við mikilmennsku og tildur. Hún hefur örvandi áhrif á aðra. Lauahennar er ekki heiöur eða lof, heldur velferð safnaðar- meölimanna, sem einstaklinga og safnaðarins 1 heild. Mætti nýja árið gefa okkur vel skipulagt starfsáform og samræmt starf i öllum greinum safnaöarstarfsins. Megi þeir, sem kallaðir hafa verið til forystu, finna hvöt hjá sér til að þjóna, ekki til aö láta þjóna sér, og megum við öll standa saman. Mættum við ekki spyrja um hvað aðrir geti gert fyrir okkur, heldur hvað við getum gert fyrir aðra og til blessunar heildinni. Þannig er andi raunverulegs mikilleika. - Review - FRA EÖKAFORLAGI S.D.AÐVENTISTA, REYKJAVlK Erlend blöð og txmarit frá Norðurlöndum hafa hækkað nokkuð í verði. Verð þeirra er nú sem hér segir: Tidens Tale kr. 100,oo árgangurinn Advent Ungdom " 85,oo - " - Sundhedsbladet " 150,oo - " - Tidernes Tegn " 65,oo - " - Evangeliets Sendebud " 45,oo Sabbats-skole Lektier " 75,oo - " - Kaupendur ofanritaðra blaða og tímarita, sem vilja halda þeim áfram, geri svo vel að senda endurnýjun á pöntuninni ásamt greiðslu fyrir n.k. áramót, til Bókaforlagsins í Ingólfsstræti 19, Rvík. Þetta tilkynnist öllum hlutaðeigandi hérmeö. Með kærri kveðju, ðlafur Guðmundsson +==+s==r4'==+==+==-f= =+==+==+= =+— =+—=*f——+==-+J,=+— —+==—+—==+=:=+:=— +-+ + + + + + DUGLEGUR KVENMAÐUR óskast til aðstoðar í eldhúsi + + + + Hlíðejpdalsskóla frá áramótum.

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.