Bræðrabandið - 01.12.1966, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.12.1966, Blaðsíða 11
elga hlut 1 sameiginlegu sta: fi hv.fldardagS3k6\lans, hvar sem þeir eru á landinu, innilegar kveðour og hugheilar þakkir og biðjum þeim blessunar Guðs. Áð síðustu vil ég svo minnast á boðskapinn sem hvíldardagsskólinn býður upp á - lexíurnar, sem byggðar eru á heilögu orði Guðs. Alla þá uppbyggingu, vizku og blessun, sem þar er að fá. Þetta verður seint metið til fulls, aldrei fullþ?;.kkað né talið í tölum. En þeir sem reynt hafa af fremsta megni að hagnýta sér það, sjá dásamlega ráðstöfun Drottins opinberast í því, þannig að þeir skilja það betur og betur að "Hann er undursamlegur í ráðum og mikill i vísdómi" ... Öll höfum viö reynt blessun hvildardagsskólans um lengri eða skemmri tíma og ' vissulega komist aö raun um það, að við megum ekki missa af honum, viö getum ekki án hans veriö. Eftirfarandi fjórar skýrslur flutti Steinþór Þórðarson. Bóksalan: A árunum 1964-1965 störfuðu alls 28 bóksalar, sem skiluöu samtals 4704 klukkustundum við útbreiöslu bóka. Arið 1964 voru seld 2748 eintök fyrir kr. 435.515,oo og áriö 1965 voru seld 4448 eintö'k að upphæð kr. 1.352.045,'oo. Aöal-uppistaðan í bókasölunni s.l. tvö ár er Fótspor Meistarans, þrjá bindin. En einnig ber aö nefna aörar bækur svo sem Rökkursö'gur, Morguninn Kemur, Vegurinn til Krists, Þegar á reynir, Prá Ræðustóli Náttúrunnar, Biblíur og erlendar bækur. 1 sumar eru ekki likur á mikilli bókasölu þar sem fjórða bindi Fótspor Meistarans hefur enn ekki krmið út, og mun ekki koma át é þessu ári. Til þess að bóksö'lustarfiö geti haldið óhindrað áfram þarf að gefa át bækur oftar en ná er gert. En með tilkomu prentverksins ætti að rætast ár þessu vandamáli. Mjö'g æskilegt væri að gefa út eina nýja bók á hverju ári. Eg vænti þess að þessi ár-fundur gefi bókaútgáfunni og bóksölustarfinu öflugan stuðning. Af þessum 28 bóksölum voru allmargir nemendur frá skólum okkar. Pjórir nemendur unnu sér fullan námsstyrk til Newbold. Aðrir fjórir áunnu sér ^ námsstyrk við sama skóla og tveir nemendur öðluðust náms- styrk við Hliðardalsskóla, Sex útlendingar unnu að bókasö'lu hér á landi á þessu tímabili, og þökkum við þeim fyrir hjálpina. En ég vil hvetja fleiri landa til að leggja hönd á plóginn. Guð mun hlessa þig ríkulega fyrir þátttöku í þessu göfuga útbreiðslustarfi. Biblíubréfaskólinn: Á tveim árum hafa 315 óskað eftir lexíum skólans. Af þeim hafa 275 innritast og 91 verið virkur þátttakandi. 12 nemendur hafa útskrifast á þessu tímabili. Þetta eru því miður mjög lágar tölur, en ég þykist viss um vissar ástæður fyrir þvá. Lexíurnar eru að verða 20 ára gamlar cg þurfa meira aðlaðandi form og átlit. Einnig er nauösynlegt að fjölga flokkunum, t.d. fyrir unglinga. 1 erlendum bréfaskólum okkar tíðkast aö breyta all oft um efni og útlit lexíanna. Á þessum stutta tíma, sem ég hefi verið viðriðinn bréfaskólann hefi ég viðað að mér sýnishornum af slíkum lexíum erlendis frá og er nýbyrjað á að þýða tvo nýja flokka. Þegar prentverkið tekur til starfa mun Bibliubréfaskólinn eflast. Þá munum við láta prenta fleiri rit og bæklinga, sem nauðsynlegir eru með lexíunum. Það eru mjog mikil þörf fyrir fjölbreytt úrval af bæklingum •um trú okkar.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.