Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.12.1966, Qupperneq 11

Bræðrabandið - 01.12.1966, Qupperneq 11
elga hlut í sameiginlegu sta: fi hv;'Idardagsskólans, hvar sem þeir eru á landinu, innilegar kveðjur og hugheilar þakkir og biöjuin þeim blessunar Guðs. Að síðustu vil ég svo minnast á boðskapinn sem hvíldardagsskólinn býður upp á - lexíurnar, sem byggðar eru á heilögu orði Guðs. Alla þá uppbyggingu, vizku og blessun, sem þar er að fá. Þetta veröur seint metið til fulls, aldrei fullþakkað né talið í tölum. En þeir sem reynt hafa af fremsta megni að hagnýta sér það, sjá dásamlega ráðstöfun Drottins opinberast í því, þannig að þeir skilja það betur og betur að "Hann er undursamlegur í ráðum og mikill í vísdómi" ... Öll höfum viö reynt blessun hvíldardagsskólans um lengri eða skemmri tíma og vissulega komist aö raun um það, að viö megum ekki missa af honum, við getum ekki án hans veriö. Eftirfarandi fjórar skýrslur flutti Steinþór Þórðarson. Bóksalan: Á árunum 1964-1965 störfuðu alls 28 bóksalar, sem skiluöu samtals 4704 klukkustundum viö útbreiöslu bóka. Áriö 1964 voru seld 2740 eintök fyrir kr. 435-515,00 og árið 1965 voru seld 4440 eintök að upphæð kr. 1.352.045,'00. Aöal-uppistaðan í bókasölunni s.l. tvö ár er Pótspor Meistarans, þrjú bindin. En einnig ber að nefna aörar bækur svo sem Rökkursögur, ffiorguninn Kemur, Vegurinn til Krists, Þegar á reynir, Prá Ræðustóli Náttúrunnar, Biblíur og erlendar bækur. 1 sumar eru ekki líkur á mikilli bókasölu þar sem fjórða bindi Pótspor Meistarans hefur enn ekki krmið út, og mun ekki koma út á þessu ári. Til þess að bóksölustarfiö geti haldið óhindrað áfram þarf að gefa út bækur oftar en nú er gert. En með tilkomu prentverksins ætti að rætast úr þessu vandamáli. Mjög æskilegt væri að gefa út eina nýja bók á hverju ári. Eg vænti þess að þessi ár_fundur gefi bókaútgáfunni og bóksölustarfinu öflugan stuðning. Af þessum 28 bóksölum voru allmargir nemendur frá skólum okkar. Pjórir nemendur unnu sér fullan námsstyrk til Newbold. Aðrir fjórir éunnu sér -g- námsstyrk við sama skóla og tveir nemendur öðluðust náms- styrk við Hliðardalsskóla. Sex útlendingar unnu að bókasölu hér á landi á þessu tímabili, og þökkum við þeim fyrir hjálpina. En ég vil hvetja fleiri landa til að leggja hönd á plóginn. Guð mun Blessa þig ríkulega fyrir þátttöku í þessu göfuga útbreiðslustarfi, Bibliubréfaskólinn: Á tveim árum hafa 315 óskað eftir lexíum skólans. Af þeim hafa 275 innritast og 91 verið virkur þáttteikandi. 12 nemendur hafa útskrifast á þessu tímabili. Þetta eru því miður mjög lágar tölur, en ég þykist viss um vissar ástæður fyrir því. Lexíurnar eru að verða 20 ára gamlar cg þurfa meira aðlaðandi form og útlit. Einnig er nauðsynlegt að fjölga flokkunum, t.d. fyrir unglinga. 1 erlendum bréfaskólum okkar tíökast aö breyta all oft um efni og útlit lexianna. Á þessum stutta tíma, sem ég hefi verið viðriðinn bréfaskólann hefi ég viðað að mér sýnishornum af slíkum lexium erlendis frá og er nýbyrjað á að þýða tvo nýja flokka. Þegar prentverkið tekur til starfa mun Biblíubréfaskólinn eflast. Þá munum við láta prenta fleiri rit og bæklinga, sem nauðsynlegir eru með lexíunum. Það eru mjög mikil þörf fyrir fjölbreytt úrval af bæklingum ’um trú okkar.

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.