Bræðrabandið - 01.12.1966, Blaðsíða 13

Bræðrabandið - 01.12.1966, Blaðsíða 13
Bls. 13 - LRÆSRABANDIÐ - 12.tbl.'66 Við færum honum þakkir fyrir Heilagt Orö hans, og fyrir frelsið til að boða Aðventboðskapinn, fyrir trúfesti systkinanna og þann ávöxt, sem Drottinn hefur gefið. Við viljum enn á ný helga Drottni líf og þjónustu okkar af heilum hug. i___i_ia§a,._„5XÍ__ar^a§s.skíli^ Með þvl að okkur er ljóst gildi hvíldardagsskólans varðandi uppfræðslu í Orðinu og andlegt líf safnaðarins, leggjum við til: 1. Að unnið verði áfram að því að allir safnaðarmeðlimir séu virkir hvíldardagsskólaþátttakendur og hvattir til daglegrar rannsðkn- ar á lexíunni. Að söfnuðurinn geri eitthvað til að efla áhuga og gera aukna þátttöku í hvíldardagsskólakennslunni mögulega t.d. með fræðslunám- skeiðum. 3. Að sérstakur gaumur verði gefinn að uppbyggingu barnahvildar- dagsskóladeildanna. 4. Tillögunefndin vekur einnig athygli á mikilvægi starfrækslu sunnudagaskóla, útihvíldardagsskóla, heimadéildar og þýðingu ágóða- fórnarinnar. 5. Að unglingalexíur verði gefnar át áfram og aö kennurum Hlíðardalsskóla verði faliö að þýða lexiur fyrir allt árið á sumrin. 2. tillaga - Útgáfustarfsemin Samkvæmt leiðbeiningum Anda Spádómsins um útgáfustarfið, leggjum við til: 1. Að svo fljótt sem unnt er, verði hafin útgáfa á bókum E.G.White, 2. Að athugaðir verði möguleikar á utgáfu opinbers málgagns.(prentaðs) 3. Að nú þegar verði hafizt handa um framkvæmd é útgáfu sálmabók- arinnar. 4. Að smáritasería verði gefin út í smekklegu formi til að gefa kunningjum. 3. tillaga - framlenging fundartíma Með því að liöið er á fundartíma og mörgum fundarstörfum er ólokið. leggjum við til: Að ársfundurinn verði lengdur eftir þörfum. 4. tillaga_-_Æskulýðsstarfið Eins og ljóst er frá Anda Spádómsins, er æskan dýrmæt eign safn- aðarins. Því leggjum við til: 1. Að markvisst verði s^arfað að því að ala ungmenni upp til é^veðinna starfa miðað við þprf safnaðarins svo sem prédikiinarstarfs, prentiðnar, skólastarfa o.s.frv. 2. Að bæði stjórnir og fullorðnir meðlimir standi vörö um æskulýðinn, hvetji hann til beztu hugsanlegrar menntunnar fyrir málefni Guös hér heima. Einnig verði gert aukiö átak til að efla og styrkja júníorstarfið. 3. Að árlegur starfsfræðsludagur veröi haldinn að Hliðardals- skóla og að tilgangur hans veröi að leiðbeina æskunni um starfsval og framhaldsnám. r ,,• 4. Að athugað verði hvort hægt sé að gera meira í juniorstaríx á sumrin.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.