Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.12.1966, Qupperneq 13

Bræðrabandið - 01.12.1966, Qupperneq 13
Bls. 13 - PjRÆÐRABANDIS - 12.tbl.'66 Viö færum honum þakkir fyrir Heilagt Orð hans, og fyrir frelsið til að boða Aðventboðskapinn, fyrir trúfesti systkinanna og þann ávöxt, sem Drottinn hefur gefið. Við viljum enn á ný helga Drottni líf og þjónustu okkar af heilum hug. 1- Hvíldardagsskólinn Með því að okkur er Ijóst gildi hvíldardagsskólans varðandi uppfræðslu í Orðinu og andlegt líf safnaðarins, leggjum við til: 1. Að unniö verði áfram að því að allir safnaðarmeðlimir séu virkir hvíldardagsskólaþátttakendur og hvattir til daglegrar rannsókn- ar á lexíunni. Að söfnuöurinn geri eitthvað til að efla áhuga og gera aukna þátttöku í hvíldardagsskólakennslunni mögulega t.d. með fræðslunám- skeiðum. 3- Að sérstakur gaumur verði gefinn að uppbyggingu barnahvíldar- dagsskóladeildanna. 4. Tillögunefndin vekur einnig athygli á mikilvægi starfrækslu sunnudagaskóla, útihvíldardagsskóla, heimadöildar og þýðingu ágóöa- fórnarinnar. 5- Að unglingalexíur verði gefnar út áfremi og aö kennurum Hlíðardalsskóla verði faliö að þýöa lexíur fyrir allt árið á sumrin. 2. tillaga - Dtgáfustarfsemin Samkvæmt leiðbeiningum Anda Spádómsins um útgáfustarfiö, leggjum við til: 1. Aö svo fljótt sem unnt er, verði hafin útgáfa á bókum E.G.White. 2. Aö athugaðir verði möguleikar á útgáfu opinbers málgagns.(prentaðs) 3- Að nú þegar verði hafizt handa um framkvæmd á útgáfu sálmabók- arinnar. 4- Að smáritaseria verði gefin út í smekklegu formi til að gefa kunningjum. 3. tillaga -_framlenging_f^dartíma Með því að liöið er á fundartíma og mörgum fundarstörfum er ólokiö. leggjum við til: Að ársfundurinn verði lengdur eftir þörfum. 4. tillaga -_Æskulýðsstarfið Eins og ljóst er frá Anda Spádómsins, er æskan dýrmæt eign safn- aðarins. Því leggjum við til: 1. Að markvisst verði starfað að því að ala ungmenni upp til é^veðinna starfa miöað viö þörf safnaðarins svo sem prédikunarstarfs, prentiðnar, skólastarfa o.s.frv. 2. Að bæöi stjórnir og fullorðnir meölimir standi vörö um æskulýöinn, hvetji hann til beztu hugsanlegrar menntunnar fyrir málefni Guös hér heima. Einnig verði gert aukið átak til að efla og styrkja júníorstarfiö. 3. Að árlegur starfsfræösludagur verði haldinn að Hlíöardals- skóla og aö tilgangur hans verði aö leiðbeina æskunni um starfsval og framhaldsnám. _ , 4. Að athugað verði hvort hægt sé að gera meira í juníorstarfx á sumrin.

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.