Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.12.1966, Page 14

Bræðrabandið - 01.12.1966, Page 14
KLs. 14 - r-RÆBRABAN?17) - lg.tfrl. '66 5. tillaga - Heimatrúboösstarf Þar eö Andi Spádómsins hefur sýnt okkur, aö verki Guös veröi aldrei lokiö, fyrr en allir safnaöarmeölimirnir sameinist starfs- fólkinu við útbreiöslu boöskaparins, mælum viö meö: 1. Aö safnaðarmeðlimirnir helgi sig þessu verki í einkabænalífi og meö þátttöku í. bænalífi safnaðarins. 2. Að systkinin taki heils hugar þátt í haustsöfnuninni, efli sem bezt Biblíubréfaskólann, og starfsemi systra- og bræðrafélaganna. 3. Að haldið verði vakandi elliheimilismálinu. 4. Að athuguö sé útgáfa á skírnarvottorði og skírnarhandbók samkvæmt safnaöarhandbókinni. 5. Aö ársfundurinn geri eitthvað raunhæft varðandi uppfræöslu í reglugerðum og tilhögun safnaðarmála t.d. hvað snertir afskipti af stjórnmálum, skemmtunum, skartgripum, förðun, mataræði, notkun útvarps á hvíldardögum, bókmenntun og þess háttar. 6. tillaga -_Viljinn Viö leggjum til að skipuö veröi ristjórn fyrir blaðiö, svo aö hún geti hafizt handa um endurbætur þess, þegar prentsmiðjan tekur til starfa. Liðinn tími hefur sannað okkur gildi og ágæti líknarstarfsins. Því leggjum við til: 1. Að hvetja allor konur safnaðarins, yngri og eldri, til aukinna átaka í því góða verki. 8. _tillaga - Barnaskólarnir Reynsla undanfarinna ára og leiðbeiningar Anda Spádómsins hafa leitt í ljós brýna nauösyn þess að starfrækja barnaskóla í söfnuöum okkar. Þess vegna leggjum við til: 1. Að því starfi verði handið áfram þar sem þaö er þegar til og barnaskólum verði fjölgað eftir þörf. 9. tillaga - Þakkarávarp Þar sem viö metum mjög mikils alla hjálp og blessun, sem við höfum notið vegna komu okkar ágætu, reyndu bræðra, þeirra E.E. Roenfelt og O.J.Olsen, viljum við færa þeim innilegustu þakkir og biðjum þeim ríkulegrar blessunar Guðs. Ráðninganefnd og Stjórnarnefnd höfðu lokið störfum sínum og lagt fram tillögur sinar, sem voru samþykktar svohljóðandi: Konferensstjórn: Júlíus Guðmundsson, Magnús Helgason, Sigfús Hallgrímsson, Jón Hj.Jónsson, Jón Karlsson, Ragnar Gislasson og Sturlaugur Björnsson. Skólastjórn: Júlíus Guðmundsson, Jóh Hj.Jónsson, Sigurður Bjarnason, Theodór Guðjónsson, Hulda Jensdóttir, Helgi Guðmundsson og Víðir Kristinsson.

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.