Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR I. SEPTEMBER 2006 Fréttir DV Slökkvitæki orsökútkalls slökkviliðs Slökkvilið fsa- fjarðarbæjar var í vikunni kallað út að Múlalandi á ísafirði vegna reyks í fjölbýl- ishúsi. Þegar á stað- inn var komið reynd- ist engin hætta vera á ferðum heldur hafði verið tæmt úr slökkvi- tæki í stigagangi húss- ins og mikill reykjarmökkur myndast. Að sögn lögreglu er málið í skoðun. Tekið af vef Bæjarins besta, fsafirði. Kvartað yfir hávaða á Sel- fossflugvelli fbúar að Straumum í ölfusi hafa sent bæjar- stjórn Árborgar bréf þar sem kvartað er yfir hávaða af flug- umferð á Selfossflug- velli, einkanlega seint á kvöldin. Að sögn Þorvaldar Guðmundsson- ar forseta bæjarstjórnar Árborgar er meiningin að setja strangari reglur um kvöldumferð á flugvellin- um. Hávaðinn tengist að- allega snertiflugsæfing- um reykvískra flugmanna. Fyrirhugað er að malbika á næstunni Sandskeiðsvöll- inn og þá er reiknað með að umræddar æfingar á Sel- fossi hætti að mestu. Fengið að vefnum sudurland.is Bannað að skjóta blesgæs Umhverfisstofnun hefur friðað blesgæsarstofninn. Vill Umhverfisstofnun því benda skotveiðimönnum á að kynna sér vel einkenni blesgæsarinnar. Stofninn taldi um 36.000 fugla á ár- unum 1998-99 en er nú líklega innan við 25.000 fuglar. Veiðarnar eru þar af leiðandi ósjálfbærar. Ná- kvæm orsök afkomubrests- ins er óþekkt. Blesgæs er sjónarmun minni en grá- gæs og heiðagæs en hegð- ar sér svipað. Hægt er að þekkja hana á að fullorðn- ar eru með svartar rákir og díla á kvið sem er stundum nánast alsvartur. Fætur eru rauðgulir og goggur gul- bleikur. Lögmenn á leiðíhomma- borgina Löemannaltóið Lögmannafé- lag tslands stend- ur fyrir vikulangri ferð á vegum fé- lagsins á tveggja ára fresti. Um helgina mun 40 manna hópur lögmanna halda til San Francisco þar sem verður meðal annars kíkt í heimsókn á lögmannsstof- ur og hlýtt á málflutning í hæstarétti Kaliforníuríkis. Fyrir tveimur árum var farið til Rómar og var gerður afar góður rómur að þeirri ferð. Þrír af þeim fjórum sem handteknir voru í Stóra BMW-málinu í apríl eru laus- ir úr haldi. Ólafur Ágúst Ægisson, Ársæll Snorrason og Hörður Eyjólfur Hilmars- son ganga allir lausir eftir aö Hæstiréttur hnekkti úrskurði héraösdóms um framlengingu á gæsluvaröhaldi. Hollendingurinn Johan Hendrick kærði ekki sinn gæsluvarðhaldsúrskurð. Þrír affjórum grunuðum í Stóra BMW-málinu lausir Ólafur Ágúst Ægisson Ársæll Snorrason Hörður Eyjólfur Hilmarsson Johan Hendrick Þremenningamir Ólafur ÁgústÆgisson, Ársæll Snorrason ogHörð- ur Eyjólfur Hilmarsson, sem vom allir handteknir í tengslum við Stóra BMW-málið þar sem reynt var að smygla 25 kílóum af amfet- amíni og hassi í bensíntanki BMW-bifreiðar, em lausir úr haldi. Héraðsdómur úrskurðaði fjór- menningana í áframhaldandi sex vikna gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Lögfræðingar Ólafs Ág- ústs, Ársæls og Harðar kærðu úr- skurðina til Hæstaréttar sem sneri dómnum við og ógilti úrskurðinn. Þeir eru því frjálsir ferða sinna um sinn. Hollendingurinn Johan Hendr- ick, sem einnig var handtekinn í tengslum við málið, situr hins vegar enn í gæsluvarð- haldi. Hans úrskurði var ekki áfrýjað og sagði Brynj- ar Níelsson, lögfræðingur hans, að það þjónaði eng- um tilgangi fyrir Hendrick * að ganga laus um bæinn í farbanni. Betra væri fyrir hann að sitja inni núna þar sem Sveinn Andri Sveinsson Lögmaöur Ólafs Ágústs Ægissonar segir gotttil þess aö vita að Hæstiréttur skuli sporna við þvl að lögreglurannsóknir geti dregist von úr viti. gæsluvarðhaldsvist dregst frá vænt- anlegum fangelsisdómi. Fjórmenningarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan 13. apríl síð- astliðinn þegar þeir voru hand- teknir, grunaðir um þátttöku í hinu umfangsmikla smyglmáli. Nóg komið Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Ólafs Ág- ústs, sagði í samtali við DV í gær að það væri greini- legt að Hæstiréttur væri farin að taka strangar á því að lögreglurannsóknir drægjust von úr viti og að hægt væri að halda mönnum nær endalaust í gæslu- ihaldi án þess að Hæstiréttur Felldi úrskurð Héraðsdóms Reykjavlkur um dframhaldandi gæsluvarðhald yfirþremenningunum, úrgildi. DV-mynd Valli gefa út ákæru. „Þetta er í þriðja sinn í sumar sem Hæstiréttur ger- ir þetta og sýnir að það hefur orð- ið hugarfarsbreyting þar," sagði Sveinn Andri. Hann sagði augljóst að tvennt kæmi til. Annars vegar full fangelsi og síðan væri Dettifoss- málið, þar sem sakborningur sat 15 mánuði í gæsluvarðhaldi, eflaust í huga þeirra. Tóm hamingja Sambýliskona Ársæls Snorra- sonar sagði í samtali við DV í gær að hún væri himinlifandi yfir því að hafa endurheimt manninn sinn þótt ekki væri nema í stuttan tíma. „Þetta er tóm hamingja," sagði hún við DV en óhætt er að segja að henni hafi brugðið í brún þegar Ársæll var handtekinn á skírdag ásamt Ólafi Ágústi og Johani Hendrick í iðnað- arhúsnæði á Krókhálsi þar sem þeir voru að losa 15 kíló af hassi og tíu af amfetamíni úr bensíntanki BMW- bifreiðar sem Hörður Eyjólfur flutti inníbyrjunapríl. oskar@dv.is „Þetta er íþríðja sinn í sumar sem Hæstiréttur gerir þetta og sýn- ir að það hefur orðið hug- ,// Börkur Birgisson farinn frá Litla-Hrauni norður á Akureyri Axar-Börkur fluttur í fangelsið á Akureyri Börlcur Birgisson, maðurinn sem dæmdur var til sjö og hálfs árs fang- elsisvistar á síðasta ári fýrir hrotta- fengnar líkamsárásir hefur verið færður úr fangelsinu á Litla-Hrauni og norður á Akureyri, þar sem hann mun afþlána dóm sinn í einhvern tíma í það minnsta. Börkur var dæmdur til sjö og hálfs árs fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með exi, sjö líkams- árásir, umferðarlagabrot og brot á vopnalögum. Börkur hefur sem fýrr segir afplánað á Litla-Hrauni sfðan hann var úrskurðaður í gæsluvarð- hald þann 2. september 2004, eftir að hafa hoggið mann með exi í höfuðið inni á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Átti árásin sér stað þann 31. ágúst og hlaut fórnarlambið sér- lega hættulega áverka. Guðmundur Gíslason, sem fer með forstöðu í fangelsinu á Akur- eyri, Kvíabryggju, Hegningarhúsinu og Kvennafangelsinu segist ekki geta tjáð sig um málefni einstalaa fanga. Guðmundur segir þó að nú afþláni fimm fangar í fangelsinu sem tekur átta manns í vist. „Það eru ekld bara menn að norðan sem afplána þar. Venjulega eru fangar valdir héðan og þaðan og er það í samráði við þá," segir hann og vísar til þess að tekið sé tillit til óska fanga um hvar þeir vilja helst afplána - sé það hægt. Fangelsinu á Akureyri var lok- að hluta sumars vegna sumarleyfa og er það í fyrsta skipti í áraraðir sem það gerist. Þrátt fýrir það seg- ir Guðmundur að engir erfiðleik- ar séu í starfsmannamálum á Akur- eyri. Fangelsið á Alcureyri hefur þó sætt nokkurri gagnrýni fyrir lélega aðstöðu og þá sér í lagi miðað við fangelsið á Litía-Hrauni. En svo virð- ist sem einhverjir vilji þó afplána þar. Guðmundur segir margar ástæður vera þar fyrir hendi, meðal annars þá að þeir fangar sem þar dvelji vilji oft vera nær sínum nánustu. Þó ligg- ur ekki ljóst uppi hvort svo hafi ver- ið í tilfelíi Barkar. „Það eru einhverj- ir sem hafa óskað eftir því að vera þarna," segir Guðmundur. Fangelsismálayfirvöld hafa lengi verið með það á prjónunum að bæta aðstöðu fanga á Alotreyri en að sögn Guðmundar hefur það stoppað á því að ekld hafi fengist fjárheimildir til. „Við viljum endilega fá það í gang sem fyrst." gudmundur@dv.is Axar-Börkur Börkur Birgisson, maðurinn sem hjó annan með exi veitingastaðn- um A.Hansen hefurflust búferlum I fangelsið d Akureyri, en áður varhanná Litla- Hrauni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.