Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Friðrik Indriðason Sandkorn • Vinstri grænir munu víst biðla töluvert til skákdrottningarinnar Guðfríðar Lilju Grét- arsdóttur um að hún bjóði sig fram fyrir flokkinn í Kraganum. Guðfríður, sem er forseti Skák- sambands íslands, þykir vænleg- ur kostur fyrir VG í kjördæminu. VG reið ekki feitum hesti þaðan í síðustu kosningum og vantaði töluvert á að ná manni inn. Raun- ar konu ef út í það er farið því þær Jóhanna B. Magnúsdóttir úr Mos- fellsbæ og Þórey Edda stangar- stökkvari skipuðu efstu sætin... • Þeir félagar í Ghostigital, Ein- ar Örn Benediktsson og Birgir Thoroddsen, eru nú á heimleið frá Bandaríkjunum eft- ir 20 daga tónleikaferð um landið. Byrjuðu í Minneapolis og héldu austur til New York og keyrðu víst eina 6000 km á þessum tíma. Lokagiggið var í New York á hin- um þekkta Warsaw-klúbbi. Tölu- verður slæðingur af þekktum tón- listarmönnum kom á klúbbinn og enduðu þeir félagar svo á djamm- inu í stórborginni með meðlimum Patti Smith Group... • Kaupstefnan NordiskPanorama var haldin í Arósum, Danmörku, nýlega en þar koma fulltrúar nor- rænna sjónvarps- stöðva og ákveða hvaða þætti og myndir þeir ætla að veita fé til framleiðslu á. Af ís- lendingum að þessu sinni vakti mynd Ólafs Jóhann- essonar um taílensku stelpustrák- ana mesta athvali Enda var Ólafur með langbesta „trailer- inn", eða kynningarmyndina, og vildu margir festa kaup á gripn- um. Raunar ræddu aðrir lslend- inganna það sín í millum, hálfsúr- ir, að Ólafur væri að koma með fullgerða mynd á kaupstefnu um myndir í undirbúningi... • Eitt besta útvarpsefni í dag er þegar Sigurður G. Tómasson á Útvarpi Sögu fær Guð- mund Ólafsson hag- fræðing til sín í spjall. Þeir eru bæði fræð- andi og skemmtileg- ir hvort sem þeir ræða málefni Rússlands eða pólitíkina á íslandi. Og Guðmund- ur nefndi einn athyglisverðan punkt í öllu bullinu um hleran- ir hérlendis. Þegar Davíð Odds- son tjáði sig um hlerunarmál Jóns Baldvins á dögunum kvaðst hann hissa á því að Jón Baldvin skyldi ekki hafa sagt sér frá þessu á sín-- um tíma, það er þegar þeir voru saman í hinni nýju Viðeyjarstjóm 1993... • Guðmundur var þá sjálfur að vinna í utanríkisráðuneytinu lijá Jóni Baldvin, í sér- verkefnum, og segir að á þessum tíma hafi Davíð verið steinhætt- ur að tala við Jón Bald- vin. Gat Jón ekki náð sambandi við Davíð með neinu móti. Ástæðan var víst sú að Davíð var æfareiður, eina ferðina enn, út af einhverjum um- mælum krataþingmanna í hans garð. Ekki opinberum þó og spyr Guðmundur hvort Davíð hafi ekki bara fengið þau með hlerunum... m grunaöi as Jovel í a moröanr i eftir aö s Rron rl 11 rrcr sson íöas r. DI ;em Jón Þór Ólafsson verkfræðingur starfaði í E1 Salvador á vegum fyrirtækisins ENEXvið uppsetningu jarðvarmaorkuvers þegar hann var numinn á brott ásamt kærustu sinni Brendu Salinas Jovel og skotinn til bana á þjóðvegi rétt fyrir utan San Salva- dor. Á morðstaðnum fundust 16 skothylki en Jón og Brenda voru skotin af stuttu færi mörgum skotum í andlit og bringu. Mennirnirfimm sem eru ákærð- ir fyrir morðin á Jóni Þór og Brendu tilheyra allir glæpaklíkunni Mara 18 sem starfar einna helst í höfuð- borginni San Salvador og er talin ein alræmdasta glæpaklíka lands- ins. Samkvæmt lögreglunni í E1 Salvador eru framin að meðaltali níu til tíu morð á dag í landinu og flest þeirra upplýsast aldrei. Fóru út að borða Samkvæmt heimildum rann- sóknarlögreglunnar voru Jón Þór og Brenda kærasta hans í La Zona Rosa-hverfinu sem er verslun- arhverfi með fjölda veitinga- og skemmtistaða. Þau fóru með vin- um sínum út að borða og eftir það fóru þau á bar í nágrenni veitinga- staðarins. Um klukkan hálf þrjú eftir miðnætti aðfaranótt sunnu- dagsins 13. febrúar skildu þau við vini sína og stuttu seinna voru þau numin á brott af morðingjunum. Lík þeirra fundust síðan sundur- skotin í vegkanti á Santa Ana-þjóð- veginum sem liggur frá San Sal- vador. Öryggisvörður sá bílinn Við rannsókn málsins kom fram að öryggisvörður sem starf- ar í verslunarmiðstöð í La Zona Rosa-hverfinu var sjónarvottur að því þegar morðingjar Jóns Þórs og Brendu námu þau á brott og gat gefið lýsingu á bílnum og skrán- ingarnúmer. Nokkrum mánuðum eftir að þau voru myrt sá lögreglan í San Salvador bílinn og veitti hon- um eftirför sem endaði með skot- bardaga þar sem lögreglumaður lét lífið. Handtaka fimmmenning- anna varð til þess að morðmálið fór að skýrast og eru þeir nú allir ákærðir fyrir morðin á Jóni Þór og Brendu. Þann 3. október var stað- fest áframhaldandi fangelsisvist Mennirnir fimm sem eru ákærðir fyrir morðin á Jóni Þór og Brendu tilheyra allir glæpaklíkunni Mara 18 sem starfar einna helst í höfuðborg- inni San Salvador og er ein alræmdasta glæpaklíka landsins. þeirra á meðan réttað verður yfir þeim vegna morðanna og fleiri glæpa sem koma fram í ákærunni. Rannsóknarlögreglan í San Sal- vador er enn að rannsaka hvort það séu hugsanlega fleiri meðlimir glæpaklíkunnar Mara 18 sem gætu tengst á einn eða annan hátt morð- unum á Jóni og Brendu. Ástæður morðanna óljósar Rannsóknarlögreglan í San Sal- vador telur ástæðuna fyrir morð- unum vera þá að morðingjarnir ætluðu að hafa af þeim peninga og verðmæti en það er ekki óalgengt að þessi glæpaklíka ræni fólki og neyði það til að gefa upp pin-núm- er korta sinna og tæmi reikninga þess. Einnig eru tilfelli þar sem glæpaklíkan rænir fólki og fer með það heim til þeirra til að ræna eig- um þeirra og peningum. Telur lög- reglan að einnig geti verið inni í myndinni að morðingjarnir hafi verið að gera upp sakir þriðja aðila við Jón Þór og Brendu en ekki ligg- ur ljóst fyrir hverjir það gætu hafa verið. Rigoberto Antonio Posada Quintanilla, 31 árs. Klfkunafn hanser Cacerola (skaftpotturinn). Hann var einn afþeim sem námu Jón Þór og Brendu á brott og tók þáttl morðun- Oscar Ramón Jerez Castro, 28 ára. Klíkunafn hans er Candado (lásinn). Lögreglan hefur sannanir fyrirþvl að hann tókþátt I morðunum á Jóni og Brendu. Carios Alberto Campos Martinez, 24 ára. Klíkunafn hans er Cascaron (skelin). A yfir höfði sér aðra ákæru fyrir morð árið 2002 og lögreglan telur sannað aö hann hafi tekið þáttí morðunum. Vann hjá ENEX Jón Þór Ólafsson var staðarverk- fræðingur í E1 Salvador á vegum ís- lenska fyrirtækisins ENEX sem vann fyrir orkufyrirtækið LaGeo við að setja upp jarðvarmaorkuver í bænum Berlín í E1 Salvador. Jón Þór var einungis búinn að vera í E1 Salvador í sex mánuði þegar hann var myrtur en hann lætur eftír sig tvö börn á íslandi frá fyrra sam- bandi. Jón Þór kynntíst kærustu sinni, Brendu Salinas, stuttu eft- ir að hann kom tíl E1 Salvador og samkvæmt móður Brendu ætluðu þau að gifta sig um miðjan maí. Brenda lætur eftir sig tvær dæt- ur frá fyrra hjónabandi en eigin- maður hennar var einnig myrtur af glæpaklíku í San Salvador. Glæpaalda í San Salvador Aðstoðarlögreglustjóri rann- sóknarlögreglunnar í San Salva- dor, Jose Luis Tobar Prieto, segir í blaðagrein í dagblaðinu La Prensa Grafica að á sex mánuðum hafi verið framin átta morð í La Zona Rosa-hverfinu þar sem síðast sást til Jóns Þórs og Brendu. Sex nauðg- unarkærur komu þaðan, hundrað manns sem vinna í hverfinu við að keyra út vörur hafa lent í árásum glæpaklíkanna og mikill fjöldi sak- lausra borgara sem var að koma af skemmtistöðum í hverfinu varð fyrir árásum, rændur og beittur ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar, DECO, eru meintír morðingjar Jóns Þórs og Brendu; Rigoberto Antonio Portíllo Quintanilla, 31 árs, Carlos Alberto Campos Martinez, 24 ára, Oscar Ramón Jerez Castro, 28 ára, Joel Nehemias Escalante Quevedo, 26 ára, og Carlos Alberto Menjívar, 31 árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.