Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 17
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 17 105 ára vill giftast Gong Duruo, 105 ára kínverskur læknir, hefur sett auglýsingu í einkamáladálk þar í landi þar sem hann óskar eftir nýrri eiginkonu. Gong fæddist í Chengde í Hebei-héraði 1901 en í auglýsingunni segir hann að helst eigi konan að vera helmingi yngri en hann. „Þar að auki þarf konan að vera læknismenntuð eða menntuð í bókmenntum því ég þarf aðstoð við að skrifa lækningabók," seg- ir Gong í auglýsingunni. I svipinn býr Gong hjá ættingjum sínum í Innri- Mongólíu. Borgarstjóri íbeinni Jorge Teler- man, borgarstjóri í Buenos Aires, hefur komið vef- myndavél fyrir á skrifstofu sinni svo kjósendur geta fylgst með því sem hann gerir dagsdaglega. Vefsíða Jorges hefur fengið viður- nefnið „Raunveruleikaþátt- ur borgarstjórans" og er orðin mjög vinsæl meðal borgarbúa. I fyrstu var að- eins um þrjá tíma að ræða í beinni útsendingu en nú eru uppi áform um að borgar- stjórinn verði nettengdur 24 tíma á dag alla virka daga. 14áraívand- ræðum vegna Bush-heimsku 14 ára stúlka í Banda- ríkjunum var dregin út úr skólastofu af tveim- ur leyniþjónustu- mönnum fyrir að kalla Bush forseta fávita á MySpace- heimasíðu sinni. Á síðunni segir Julia Wilson: „Svo Bush er fáviti en hvað ann- að er nýtt." Auk þess var að finna orðin „Drepið Bush," á síðunni. Þetta fór svo fyrir brjóstíð á leyniþjón- ustu (Secret Service) Bush að þeir leituðu Juliu uppi í skóla hennar í Kaliforníu og yfirheyrðu í 20 mínútur. Hún tjáði þeim einfaldlega að hún væri ekki sammála stefnu forsetans. Fann milljón í McDonalds- hamborgara Marco Parra-Martinez, 23 ára Belgi sem pantaði sér hamborgara á McDonald's, fann sér tilfurðu um 15.000 evrur, eða rúmlega milljón kr., í pokan- um með hamborgar- anum. Marco segir í samtali við Het Laatste Nieuws að hann hafi hugsað í augna- blik hvort hann ætti að hirða féð en ákvað svo að skila því. Fyrir mistök hafði poki með uppgjöri staðarins verið notaður til að afgreiða hamborgarann. Þetta gerð- ist á McDrive-staðnum í Waterloo. Marco fær vegleg fundarlaun iýrir heiðarleika sinn. Irena, eiginkona auðjöfursins Romans Abramovich, ætlar að sækja um skilnað frá hon- um eftir að fréttir um nýjasta viðhaldið hans Dariu Zhokova birtust í breskum Qölmiðl- um. Auðæfi Abros eru metin á um 1.500 milljarða islenskra króna svo dýrasta skilnað- armál sögunnar er í uppsiglingu. Skilnaður gæti kostað Abro 750 milljarða króna Irena, eiginkona auðjöfursins Romans Abramovich, stefnir á að sækja um skilnað frá honum eftír fréttir í breskum fjölmiðlum um nýj- asta viðhaldið hans, módelið Dariu Zhokova, 23 ára rússneska fegurð- ardís. Skilnaðurinn gætí orðið Abro dýrkeyptur ef Irena fær helming eigna hans, eða 750 milljarða króna. Auður Abros er nú metinn á rúmlega 11 milljarða punda, eða um 1.500 milljarða króna. Dýrasti skilnaður sögunnar Samkvæmt frásögn breska viku- blaðsins News of the World yrði um dýrasta skilnað sögunnar að ræða, en metið nú stendur í „litlum" 130 milljörðum. Og Irena hefur fengið til liðs við sig tvo af harðsvírðustu skilnaðarlögmönnum Bretlands- eyja. Þetta eru þeir Raymond Tooth, stjórnandi Sears Tooth, sem með- al annars sá um skilnað Judes Law og Sadie Frost, og Nicholas Mo- styn, sem tókst að ná 500 milljón- um króna af fótboltakappanum Ray Parlour til handa Karen, fyrri konu hans. Raymond hefur viðurnefnið Jaws og Nicholas hefur viðurnefn- ið Mr. Payout. Og sá síðarnefndi er nú hluti af lögfræðingaliði Pauls McCartney í skilnaðarstríði Pauls við Heather Mills. Úthaf af seðlum til skipt- anna Irena er 39 ára og móðir fimm barna Abros. Þau gerðu ekki með sér kaupmála er þau giftust og því á hún einfaldlega rétt á helmingi eigna hans sam- kvæmt breskum lögum. Einn vina hennar segir í samtali við NOTW að það sé heilt úthaf af seðlum til skiptanna á milli þeirra. „Og þar við bætast öll fýrirtækin, hallirnar, heimilin, skemmtisnekkjurnar og bílam- ir." Og hann bætir því við að Irena sé mjög ákveðin í þessu máli og ætli sér að láta Abro blæða fyrir að hafa tekið sérviðhald sem ernær 17 árum yngri en hún sjálf. Languraðdragandi Fram kemur í NOTW að töluverð- ur aðdragandi sé orðinn að skilnað- aráformum Irenu og að mjög stírt hafi verið á milli þeirra hjóna und- anfarna fimm mánuði. „Þau hafa strögglað við að halda þessum erf- iðleilcum í hjónabandi sínu leynd- um en fjöldi fólks hefur tekið eftir þeim," segir í blað inu. „Þau lifa að mestu hvort sínu lífinu. Á meðanhannþeytist um heiminn og er með Dariu með sér, situr hún heimavið og sér um uppeldi barna þeirra. Ólíkt öðr- um auðkonum sér hún sjálf um börnin en lætur ekki her af barnfóstrum um slíkt." Saman Þau Roman og Daria hafa sést saman viða um heiminn. Irena Þykirhörð og ákveðin i að láta Abro blæða I skilnaðarmáli. Snekkjur Ein afskemmti- snekkjum Abros. Þessi er m.a. útbúin kafbát. Hallir Ein afhöllum þeirra hjóna i Frakklandi. Auk þess eiga þau vegteg heimili víða annars staðar um heiminn. Raymond hefur viðurnefnið Jaws og Nicholas hefur viðurnefnið Mr. Payout. Og sá síðarnefndi er nú hluti aflögfræéingaliði Pauls McCartney í skilnaðarstríði Pauls við Heather Mills. Daria Zhokova Nýjasta viðhald Abros virðistætla að kosta hann auga og tönn. Irena hefur fengið til liðs við sig tvo af harðsvíruðustu skilnaðar- lögmönnum Bretlandseyja, en þeir hafa viðurnefnin Jaws og Mr. Payout. Ef hún vinnur skilnaðarmál gegn Abro og fær helming eigna hans verður dýrasti skilnaður sögunnar til þessa; 130 millj- arðar króna, eins og dropi í hafið. Hollywood-stjarnan Bill Murray á fylleríi í Skotlandi Endaði sem boðflenna í stúdentaveislu Hollywood-stjarnan Bill Murray gerði hóp af skoskum stúdentum al- gerlega forviða þegar hann birtist óvænt í veislu hjá þeim. Leikarinn, sem var í Skotlandi að leika í góð- gerðargolfmótí, var á fylleríi á bar þegar norska stúdínan Lykke Stavnef bauð honum með sér út á lífið. Blað- ið The Scotsman greinir frá því sem síðan gerðist. Lykke segir að þetta hafi allt ver- ið eins og endurgerð á myndinni Lost in Translation þar sem sá sem Murray leikur í myndinni, einmana ferðalúinn leikari, vingast við unga konu og fer með henni út á lífið í Tókýó. „Enginn trúði því þegar ég mætti í veisluna með Bill Murray," segir Lykke en hún leggur stund á mann- fræði við St. Andrews-háskólann. Veislan var haldin í húsi nálægt há- skólanum og þar var mikill fjöldi stúdenta saman kominn að skemmta sér. „Hann var alveg eins og karakter hans í Lost in Translation, fyndinn og mjög afslappaður." Bill drakk vodka úr kaffibolla þar sem öll glös í húsinu voru í notk- un. Hann bauðst jafnvel til í að elda og taka til eftir veisluna. „Hann sagði mér brandara um að endur- liita gamla pítsu og hvað allir voru drukknir í veislunni," segir Agnes Huitfeldt hagfræðistúdent. „Það gat ekki brugðist hjá hon- um að skemmta sér vel. Veislan var full af æðislegum norrænum blond- ínum," segir Tom Wright sem nemur alþjóðastjórnmál við St. Andrews. Bill Murray Drakk vodka úr kaffíbolla i stúdentaveislu og bauöst til að taka til eftir veisiuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.