Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 23
DV Helgin FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 23 Þau einkeitni sent teljast til Downs-heil- kennis eru meðal annars lág vöðvaspenna, skáselt augu, jlöt nefiót og hein lína þvert yfir lófa. Ekki er vitað hvað veldur Downs- heilkenni en aukalitningurinn er venjulega til slaðar við getnað þannig að ekkert sem móðirin kann að hafa gert á meðgöngit getur valdið þvíað barnið hefur Downs-lieilkenni. Um það bil eitt af hverjum 800 börnum sem fœðast liefur Downs-heilkenni. Til eru þrjár tegundir litningafrávika sem valda Downs-heilkennum. 1 95% tilvika er um að rœða aukalitning litning mimer 21, í öllum frumum líkamans (Trisomy 21). Downs-heilkenni dregur nafii sitt af enska lcekninum John Langdon Down, sem árið 1866 benti á lík einkenni þessara einstakl- inga og taldi að þroskahömlun þeirra vœri afsama uppruna. Það var síðait ekki fyrr en 1959 aö franski prófessorinn Jerome Lejune uppgötvaði að sú vœri raunin og að fólk ineð Downs-lieilkenni hefði aukalitning ífrumum sínum. downs.is Sigurlína Hrönn Einarsdóttir er mamma Unnar Maríu sem fæddist með Downs- heilkennið í maí á síðasta ári. Unnur María er hraust og dugleg stelpa sem kem- ur foreldrum sínum stöðugt á óvart. Sigur- lína segir dóttur sína fara aðra leið en önnur börn en hún ætli ekki að syrgja þá leið heldur njóta hennar með henni. Einstök börn sem gefa okkur mikið „Við fengum sjokk til að byrja með enda vissum við lítið sem ekkert um Downs-heilkennið," segir Sigurlína Hrörm Einarsdóttir íþróttakennari í Varmahlíð sem eignaðist dóttur með litningagallann í maí á síðasta ári. Litla dóttirin heitir Unnur María og er að verða eins og hálfs árs. „Ég fór í keisara þar sem Unnur María var sitjandi en hún var strax tekin og sett í hitakassa þar sem hún mettaði illa súrefni. Okkur var fljótlega sagt að hún væri líklega með Downs-heil- kennið sem fékkst svo staðfest eftir að blóðprufa hafði verið send í rann- sókn. Þetta var áfall í fyrstu enda grunaði mig aldrei að eitthvað væri að. Meðgangan hafði gengið mjög vel og ég hafði unnið allan tímann," segir Sigurlína og bætir við að smá saman á fýrstu vikunni hafi hún og maðurinn hennar, Gunnar Helgi, náð að átta sig á þeim fréttum að barnið þeirra væri fatlað. „En hún var dugleg og kom stöðugt á óvart og því var engin ástæða fyrir okkur að syrgja en margar spurningar komu upp í hugann á þessum tíma." Sig- urlína segist ekki hafa þekkt mikið til litningagallans og að hún hafi eng- an umgengist sem væri með downs- heilkennið. „Unnur María fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þar sem okkur fannst mjög vel tek- ið á öllum okkar málum. Mér fannst samt ofsalega óþægilegt að fara frá gjörgæsludeifdinni aftur yfir á fæð- ingardeildina bamlaus enda voru allar hinar konumar með börnin sín hjá sér." Nýr skóli fyrir foreldrana Sigurlína er 28 ára í dag og var ekki boðið að gangast undir hnakka- þykktarmœlingu þegar hún var ófrísk. Aðspurð segir hún erfitt að segja hvaða ákvörðun hún hefði tek- ið hefði henni verið boðinn sá mögu- leiki. „Kannski sem betur fer var ekkert minnst á þetta við mig því ég held að ég hefði ekki verið tílbúin tíl að taka einhverja ákvörðun. Ég veit ekki hvað ég hefði gert á þessum tíma enda vissi ég lítið um þessa fötlun. En í dag þekki ég þetta og með þá vitneskju veit ég að ég myndi ekki fáta eyða fóstri með Downs-syn- drome þó að ég vilji ekki dæma fyrir aðra," segir hún og bætir við að kon- ur verði að vita um hvað málið snúist áður en þær gangist undir mæling- una. „Þeim er boðið í þessa mæl- ingu en vita elcki alltaf að hverju er verið að leita. Að mínu mati ættí að fræða foreldrana um Downs-heil- kennið og aðra limingagalla áður en boðið er upp á hnakkaþykktar- mælingu svo þeir geti verið bún- ir að velta fyrir sér möguleikunum Sigurlina Hrönn og Unnur María „Þetta var áfatt í fyrstu enda grunaði mig aldrei að eitthvað væri að. Meðgangan hafði gengið mjög vel og ég hafði unnið allan tímannf segir Sigurlina. DV-mynd: Úreinkasafni áður en niðurstaðan kemur því það hlýtur að vera gríðarlegt sálarstríð að taka ákvörðun um svona lagað. Ég veit ekki hvað ég hefði gert en ég vona að ég hefði leitað mér að upp- lýsingum því ég sé alls ekki eftir að hafa átt Unni Maríu. Þetta eru alveg einstök börn og gefa manni alveg ótrúlega mikið. Þetta hefur verið al- veg nýr skóli fyrir okkur foreldrana," segir Sigurlína en þau Gunnar áttu fyrir soninn Einar Örn. Hraust stelpa sem kemur sífellt á óvart „Unnur María er nýbyrjuð á leik- skóla. Hún hefur verið mjög heppin og hefur ekkert verið lasin fyrir utan smá kvef. Börn með Downs-heil- kennið eiga á hættu að fæðast með hjartagalla og svo er algengt að þau séu afar meðtækileg fyrir flensum, eyrnabólgum og ýmsum kvillum. Unnur María hefur hins vegar ver- ið hraust og kemur okkur sífellt á óvart," segir Sigurlína og bætir við að þau hafi aldrei miðað hana við önnur börn. Unnur María sé á eftír og því séu væntingarnar aðrar þótt væntingar séu sannarlega til stað- ar. „Henni hefur alltaf gengið vel, hún tók strax við brjóstinu og snuð- inu og kom okkur mjög á óvart með því. Það er ekkert sjálfgefið að börn með Downs-heilkennið taki brjóst- ið og því vorum við fegin því sogið er mikil þjálfun fyrir munnsvæð- ið. Hún er þó ekki farin að ganga en fer samt um allt skríðandi og með gönguvagn." Skiptu um gír við fæðinguna Eins og önnur börn með Downs- heilkennið þarf Unnur María á mik- illi örvun að halda og er heppin að því leytinu að mamma hennar hef- ur mikinn áhuga á þessum málum enda hefur hún kynnst þeim lítil- lega í gegnum námið. Sigurlína seg- ir aðstöðuna og aðbúnaðinn fyrir Unni Maríu til sóma í Skagafirðin- um. Unnur María fái heimsókn frá þroskaþjálfara í hverri viku sem œfi með henni tákn með tali auk þess sem hún fari ísjúkraþjálfun og ísund með mömmu sinni í hverri viku. „Framtíðin er ekkert annað en björt því þetta hefur gengið svo vel. Við erum samt heppin að því leyti að hún fæddist ekki með hjartagalla því það væri annar pakki ofan á þá erflð- leika sem fýrir voru. Unni Maríu hef- „Ég veit ekki hvað ég hefði gert en ég vona að ég hefði leitað mér að upplýsingum því ég sé alls ekki eftir að hafa átt Unni Maríu." ur alls staðar verið tekið vel. Nánasta fjölskylda leitaði sér strax að upplýs- ingum um heilkennið svo þau gætu hjálpað til ogþau tóku öll vel á þessu. í þeirra augum var barnið einfald- lega svona og þau ætluðu sér að gera allt svo henni og okkur liði sem best. Ég fékk ekki að heyra meðaumkun heldur var hún strax boðin hjartan- lega velkomin í fjölskylduna sem ég held að sé afar mikilvægt fýrir for- eldra fatlaðra barna. Við höfðum að sjálfsögðu komið okkur í ákveðinn gír á meðgöngunni en þegar Unnur María fæddist urðum við einfaldlega að skipta um gír. Hún fer aðra leið en önnur börn en ég ætla ekki að syrgja þá leið sem hún fetar heldur njóta hennar með henni." indiana@dv.is Hulda segir að flest þau börn sem fæðist með gallann nú séu að öllum líkindum börn þeirra mæðra sem vaiið hafa að fara ekki í skimprófið. „Við leggjum samt áherslu á að konur geti stoppað alls staðar í ferl- inu. Það eru alls ekki allar konur sem vilja fara alla leið, þegar til kast- anna kemur eru þær ekki tilbún- ar að taka þá áhættu sem fylgt gæti ástungu eða að þær geta ekki hugs- að sér að eyða fóstrinu. Þá stoppum við og leggjum ekki fóstrið í neina hættu." Allir vilja heilbrigð börn „Það verða allir að taka ákvörð- un út frá sínum forsendum. Kring- umstæður fólks geta verið svo mis- munandi. Flestir geta hugsað sér að takast á við slíkan fæðingargalla en aðrir geta ekki hugsað sér að bæta ofan á þau vandamál sem fýrir eru. Ég held að það sé erfitt að fara með þessa þróun til baka og hætta að bjóða upp á skimpróf og greiningu á litningagöllum en skil að vissu leyti afstöðu foreldra sem eiga fötl- uð börn. Auðvitað vill enginn sem á barn missa barnið sitt. En allar „Þær vildu bara fá són- armynd eða staðfest- ingu á að allt væri í lagi en i sumum tilfellum erþað ekkiraunin og þá stendur fólk frammi fyrir stórum spurning- um" konur óska þess að eignast heilbrigt barn og ef ráðgjöfin er rétt og fer eðlilega fram þá held ég að konur ættu að geta tekið eigin ákvörðun. Ef til vill vantar stundum eitthvað upp á ráðgjöfina og við rekum okk- ur á að sumar konur hefðu aldrei hugsað sér að láta eyða fóstri. Þær vildu bara fá sónarmynd eða stað- festingu á að allt væri í lagi en f sum- um tilfellum er það ekki raunin og þá stendur fólk frammi fyrir stórum spurningum." indiana@dv.is Hulda Hjartardóttir læknir á kvennadeild Landspítalans - háskólasjúkrahúsi „En allar konur óska þess að eignast heilbrigt barn og ef ráðgjöfin er rétt og fer eðlilega fram þá held ég að konur ættuaðgeta tekið eigin ákvörðun." DV-mynd Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.