Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Helgin DV Gunnar Hansson leikari hefur á tíu ára starfsferli sínum orðiö einn af vinsælustu ungu leikurum landsins. En lífið er ekki bara leiksvið og í einkalífinu hefur Gunnar tekist á við margt. í viðtali við Önnu Kristine ræð- ir hann ástina, áfengisneyslu, fyrirgefningu og framtíðardrauma. Óttast ekki mistök „Llfiö ereins og leiklistin. Maður verður að læra að óttast ekkimistök." „Gott að sjá þig hér, þú ert svo venjulegur!" Orð sem ungum manni með leikaradrauma þóttu ekki sérlega jákvæð daginn sem hann þreytti inntökupróf í Leiklistarskóla íslands. Gunnari Hans- syni fannst sjálfum að hann væri ekki nógu mikil listaspíra til að komast í námið. Orðin voru meint á jákvæðan háttog minnimáttarkenndin gat ekki komið í vegfyrir að leiklistarhæjileik- ar Gunnars Hanssonar fengju not- ið sín. Hann hefur tekið þátt í yfir þrjátíu leiksýningum á þeim tœpu tíu árum sem liðin eru frá því hann útskrifaðist úr Leiklistarskólanum, slegið ígegn hvað eftir annað á sviði, í sjónvarpsauglýsingum og sem hinn stórbrotni karakter Frímann Gunn- arsson í Sigtinu, sem Skjár einn sýnir. Nú tekur hann þátt í þremur sýning- umíBorgarleikhúsinu, æfir í einni og sýnir í tveimur, sér um barnaþáttinn Vitann hjá Ríkisútvarpinu tvisvar í viku og nýir þættir af Sigtinu fara í loftið í næstu viku. Með tvo púka á öxlunum „Eftir að Frímann gerði í vor ákaf- lega sjálfhverfan þátt um sig, missti hann starfið og í þáttunum í vet- áhorfendur greina vissar fjölmiðla- manneskjur; þessar sem eru ofur mannlegar og spyrja ótrúlega vœm- inna spurninga. „Já, það eru margir sem halda að Frímann eigi að vera ákveðin mann- eskja í fjölmiðlabransanum," seg- ir hann. „Svo er ekki, heldur er Frí- mann tákngervingur fyrir svo marga sem reyna að vera mannlegir og djúpir án þess að takast það. Frí- mann er ekki heimskur, en hann er félagslega heftur." Þótt Gunnar Hansson hafi aldrei verið félagslega heftur segist hann hafa verið feiminn og óöruggur sem barn og unglingur og haft mikla minnimáttarkennd. „Ég var kominn yfir tvítugt þeg- ar ég áttaði mig á að ég hafði aldrei haft mikið sjálfstraust í sambandi við kvennamál. Ég var feiminn við stelp- ur og þorði ekki að reyna við þær „Ég er mjög mikill „besserwisser" í mér í raun. Ef ég lendi í þannig aðstæðum að ég hvorki megi segja né gera ákveðna hluti, þá hreinlega verð ég að gera það sem er bannað" Tíu ára leikferill „Ég erþakklátur fyrir að vera ekki staðsettur Ieinhverri skúffu Ileiklistinni“ segir Gunnar sem hefur fengist við margvlsleg hlutverk. Hér er hann /„Belglska Kongó“. (mynd: Borgarleikhúsið). ur fylgjumst við með ferli hans eftir það," segir Gunnar sem segist sjálf- ur líkjast hinum ofur mannlega Frí- manni að sumu leyti: „Ég er mjög mikill „besserwisser" í mér í raun," segir hann brosandi. „Ólíkt Frímanni tekst mér oftast að halda honum niðri, en í Frímanni býr engin ritskoðun. Ef hún er til, þá er hún á mjög röngum stað. Ef ég lendi í þannig aðstæðum að ég hvorki megi segja né gera ákveðna hluti, þá hreinlega verð ég að gera það sem er bannað. Frímann getur ekki bremsað sig af, enda sitja tveir púkar á öxlunum á honum, en eng- inn engill." / Frímanni Gunnarssyni þykjast sem ég var skotínn í; datt aldrei í hug að ég ætti séns í sætar stelpur. Hins vegar gekk mér vel að verða trúnað- arvinur þeirra og eftir á uppgötvaði ég að góði gæinn fær ekki stelpurn- ar. Þær bara grétu á öxlinni á mér og fóru svo í fangið á næsta vonda gaur," segir hann hlæjandi. Prestssonur og prakkari Gunnar er miðsonur séra Önnu Sigríðar Pálsdóttur, prests í Grafar- vogskirkju, og Hans Kristjáns Árna- sonar, eins stofnenda Stöðvar 2. „Mamma fór seint í guðfræði og vígðist tíl prests þegar hún var fimm- tug," útskýrir hann. „Ég er óskap- lega stoltur af henni og hef á síðustu árum kynnt mig sem prestsson. Eldri bróðir minn er Árni Páll, kvikmynda- gerðarmaður hjá True North, og sá yngri er Ragnar, sem leikstýrir þátt- unum um Frímann og er einn fjög- urra eigenda fyrirtækisins Sigtið ehf. Raggi hefur úrslitavaldið um útkom- una á sjónvarpsþáttunum, enda klár og fylginn sér." Gunnar segir bræðurna hafa ver- ið nána á yngri árum og vera það enn, þótt vissulega hafi sambandið milli hans ogyngri bróðurins gliðnað á tímabili. „Ég leit mikið upp tíl Árna Páls og vildi verða eins og hann," segir Gunnar. „Ámi Páll spilaði til dæm- is á bassa í hljómsveit og þá þráði ég bara að verða bassaleikari. En fyrir það hafði mig dreymt um að verða lögga á mótorhjóli eða stræt- isvagnabílstjóri," bætír hann við. „Ég hef það hins vegar frá pabba að vera mikill prakkari í mér og hef allt- af haft gaman af að stríða fólki... Mér fannst líka óskaplega gaman að leika mér að leikföngum löngu eftír að ég áttí að verða of gamall fyrir þau, svo ég gaf Ragnari bróður mínum, sem er sjö árum yngri en ég, alla Action- karlana mína og þóttist svo vera að kenna honum hvernig hann ættí að leika sér með þá. Raggi sat þarna, sjö ára, og horfði á fjórtán ára bróður sinn leika sér - og svo sagði ég hon- um að hann mætti engum segja frá því!" Þegar Gunnar var sautján ára fór hann sem skiptinemi til Bandarikj- anna og þegar hann kom heim beið allur vinahópurinn hans á flugvell- inum. „Allt í einu stökk á mig frakka- klæddur, hávaxinn maður og ég fékk eiginlega sjokk!" segir hann hlæjandi. „Þetta reyndist vera Raggi, litli bróðir minn, sem var þá, eins og nú, orðinn hávaxnastur okkar bræðra. Aldurs- röð og hæð fer sko ekki saman. Raggi er langhæstur - og Árni Páll lágvaxn- astur... samt ekkert óeðlilega." Venjulegur strákur með lítið sjálfstraust Gunnar segir gœfu sína í lífinu hafa verið sterka og góða vinahópa, en eðli sitt hins vegar hafa verið að rjúfa sig frá þeim á ákveðnum tím- um. „Þegar ég var bam bjuggum við í Þingholtunum og ég gekk í Æfinga- og tifraunaskóla Kennaraháskóla Is- lands við Háteigsveg. Það hafði í för með sér að ég var í útílegu meira og minna í miðri viku; svaf að jafnaði tvær, þrjár nætur í viku hjá Ásgeiri Thoroddsen vini mínum, sem bjó í nágrenni skólans. Það hefúr ver- ið mín gæfa í lífinu að hafa alltaf átt góða og sterka vinahópa sem hafa verið athvarf mitt. Ég held reyndar að við æskuvinirnir höfúm verið of verndaðir því einhverju sinni reynd- um við að stela smáhlutum til að fá spennu í lífið. Sem betur fer vorum við nappaðir við að stelapenna... Það hefur hins vegar nánast verið mynst- ur hjá mér að yfirgefa vinahópinn og leita annað en þeir," segir hann hugsi. „Eftír grunnskólann fóru flestir vina minna f MH, en þá kom upp einhver mótþrói í mér að elta ekki hópinn og ég ákvað að fara í Verzlunarskólann. Reyndar skil ég ekki enn hvers vegna ég valdi þann skóla, því ég hafði eng- an áhuga á bókfærslu, hagfræði og öðrum greinum sem eru einkenn- andi fyrir Versló. Það er eins og hafi alltaf verið smá uppreisnarseggur innra með mér. Eftír stúdentspróf, þegar flestír fóru í Háskólann, fór ég í Leiklistarskólann." Reyndar segir hann að leikara- draumurinn hafi ekki blundað lengi innra með honum. Áhuginn kviknaði ekkifyrren hann leikstýrði ogskrifaði annál vetrarins á lokaári í Verzlun- arskólanum. „í Verzlunarskólanum var ég með í Nemendamótinu á þann hátt að ég tók þátt í að leika í annál ársins en þar sem mér fannst ég ekkert kunna að syngja tók ég að mér að skrifa og leikstýra annálnum á lokaárinu. Þá hins vegar uppgötvaði ég að ég hafði gaman af leiídist og hefði jafnvel ein- hverja hæfileika." En sjálfstraustið var ekki meira en svo að hann lét engan vita að hann ætlaði að þreyta inntökupróf í Leik- listarskólann. Það var nú ekki alveg til að ýta undir álitið að hitta Bald- ur Trausta Hreinsson frá Isafirði sem sagði við hann upphafsorð þessarar greinar: „Gott að sjá þig hér, þú ert svo venjulegur!" „Hann hitti beint á veika punkt- inn því sjálfum fannst mér ég ekki nógu miídll listakarl tíl að komast inn. Baldur Trausti sagði mér síðar að hann hefði meint þetta á jákvæð- an hátt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.