Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 29
Ást og skilnaður Foreldrar Gunnars skildu þegar hann varfjórtán ára og égspyr hvern- ig hann hafi upplifað skilnaðinn. „Ég vil ekki ræða hann," svarar hann að bragði, alvarlegur á svip. Óvanalegt svar frá manni sem hefurfallist á að koma i persónulegt viðtal og ég verð skyndilega niður- sokkin í að horfa ofan í kaffibollann minn. Hann skellir upp úr: „Það er yndislegt að sjá hvað fólk fer í mikla kleinu við þetta svar!" segir hann brosandi. „En varð- andi skilnað mömmu og pabba, þá reyndist það mér unglingnum eldc- ert sérstaklega erfiður biti að kyngja. Ég hafði auðvitað fundið í nokkurn tíma að samband þeirra var ekki sem best og á vissan hátt fannst mér það bara spennandi. Kannski var það ákveðin vörn í mér? Svo er ég líka svo praktískur að mér fannst fínt að fá tvær gjafir á jólum og af- mælum!" Gunnar á tvö börn, Snœfríði Sól, þrettán ára, og Kormák Jarl, sem er að verða ellefu ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni. Hann vill ekki rœða skilnaðinn að neinu ráði. „Á löngum tíma hafði okkur bor- ið á þann stað í líflnu að samband- ið var látið sitja á hakanum og ég á stóra sök í því. Fullorðinn samstarfsfélagi minn sagði við mig þegar hann heyrði af skilnaðinum: „Er það satt sem ég heyri, ætlar þú að svíkja börnin þín?" Þetta er kannski eðlilegur hugs- unarháttur þeirra sem eru tveim- ur kynslóðum eldri en ég. En ég var hins vegar ekki að skilja við börn- in mín. Ég hafði látið reka á reiðan- um tilfinningalega of lengi og rakst á vegg. Sem betur fer vorum við sam- mála um að vanda okkur sem mest við að börnin kæmust sem heilust út úr þessu og ég sé ekki betur en það hafi tekist ágætlega. Þau eru jafnt hjá okkur, í tvær vikur í senn, þannig að þau ná að festa rætur og finna að þau eiga tvö góð heimili." Mistök styrkja mann Gunnarernú ísambúð með Unni Elísabetu Gunnarsdóttur dansara. „Ég var búinn að ákveða að taka mér góðan tíma til þess að átta mig eftir skilnaðinn, en það er greinilegt að maður stjórnar ekki örlögum sín- um," segirhann. „Þetta gerðist nokk- uð óvænt. Unnur er þrettán árum yngri en ég og það kannski segir sitt að ég skynjaði ekki þennan aldurs- mun fyrr en mér var bent á hann og þá skipti það engu máli. Aldur er af- stætt hugtak og engin leið að segja fyrir hvort fólki eigi saman eða ekíd út frá aldrinum einum. Unnur er mjög þroskuð manneskja. Hún fór ein til náms við Konunglega ball- ettskólann í Stokkhólmi þegar hún var fimmtán ára, svo hún er vön að vera sjálfstæð. Ég var ekkert viss um hvar samband okkar myndi enda; ég þetta eldri og með tvö börn, en þetta hefur gengið mjög vel. Það eru miklir kærleikar milli hennar og barnanna." Er eitthvað sem þú hefðir vilj- að gera öðruvísi - eitthvað sem þú Frímann í loftið á ný „Efég lendi í þannig aðstæðum að ég hvorki megi segja né gera ákveðna hluti, þá hreinlega verð ég að gera það sem er bannað. Frímann getur ekki bremsað sig af, enda sitja tveir púkar á öxlunum á honum, en enginn engill.1' myndir breyta efþú gcetir? „Ég held ekki," svarar hann eft- ir stutta umhugsun. „Auðvitað sé ég eftir ákveðnum hlutum, en lífið er eins og leiklistin. Maður verður að hætta að óttast mistök. Kínverj- ar segja að það sé gott þegar kemur krísa, því þá séu málin endurskoð- uð. Mistök styrkja mann. Það sem ég sé eftir er þegar ég hef sært fólk." Hefur þú einhvern tíma scert ein- hvern? „Já, það hef ég gert," svarar hann að bragði. „En það er ekki langt síð- an ég lærði að biðjast fyrirgefningar - og meina það. Það er tvennt ólíkt að segja „fyrirgefðu" eða biðjast fyr- irgefningar af einlægni. Ég hef reynt eins og ég mögulega get að hreinsa til eftir mig. Ég vil leiðrétta það sem ég hef gert rangt. Neikvæðar tilfinn- ingar eru orkufrekar. Ég hef ekki ver- ið duglegur að hreinsa loftið, en ég er að læra það. Það er aldrei ein- um um að kenna þegar tveir deila, en hættan felst í að maður líti ekki á eigin sök og bendi á hinn aðilann. Það er alveg ótrúlega vont að bera slæmar tilfinningar í garð einhvers." Enginn verður skemmtilegri fullur Hér talar Gunnar af miklum þroska og reynslu manns sem gceti verið mun eldri en 35 ára. Skýring- una er kannski að finna í því sem hann segir ncest. „Ég ákvað að hætta að drekka áfengi fyrir fimmtán árum og kynnti mér síðar tólf spora hjálparsamtök," segir hann. „Ekki vegna þess að ég hafi átt í vandamálum með áfengi. Ég smakkaði vín, en þegar ég var 21 árs uppgötvaði ég að ég átti enga samleið með áfengi. Ég varpaði eng- um sprengjum þegar ég var undir áhrifum, en sagði hins vegar hluti sem ég hefði aldrei sagt ódrukkinn. Ég vissi hvert ég vildi ekki stefna, drakk hratt, varð fljótt drukkinn og yfirleitt veikur. Ég tók aldrei ákvörð- un um að hætta að neyta áfengis, það gerðist bara af sjálfu sér. Sumir vina minna brugðust sérkennilega við og mér var til dæmis ekki boð- ið í partí á tímabili!" segir hann og skellihlær. „Svo finnst mér alltaf jafn sérkennilegt að upplifa að fólki finn- ist óþægilegt að hafa einhvern edrú í kringum sig. Enginn sem ég þekki verður skemmtilegri með víni... Og nei, ég er ekki duglegur að sækja messur hjá mömmu minni," svar- ar hann aðspurður og brosir. „Hins vegar á ég oft löng og góð samtöl við hana um málefni af þessu tagi, enda er hún djúpvitur á þessu sviði og ég hef lært mikið af henni." Elskar starfið „Mér finnst ótrúlega gaman þegar allir leggjast á árarnar og maður finnur fiðring við að vita að maðursé á réttri leið. Þess vegna er ég i ieikiistinni." „Það er ekki langt síðan ég lærði að biðjast fyrir- gefningar - og meina það. Ég villeiðrétta það sem ég hefgert rangt. Neikvæðar tilfinningar eru orkufrekar." Hann segist að mörgu leyti ábyggilega geta flokkast sem „bor- ing", eða leiðinlegur. „Ég drekk ekki, er enginn djamm- ari og finnst ekkert skemmtilegt á börum og skemmtistöðum. Þeg- ar ég sé fram á að eiga frí hlakka ég mest til að geta verið heima eða hitt góða vini. Ég hef aldrei skilið það element að standa inni á troðn- um skemmtistað, sturta í sig víni, garga til að einhver heyri í manni og enda svo á „trúnó". Bestu stund- irnar mínar eru í góðra vina hópi og að vinna að einhverju skemmtilegu með góðu fólki. Mér finnst ótrúlega gaman þegar allir leggjast á árarnar og maður finnur fiðring við að vita að maður sé á réttri leið. Þess vegna er ég í leiklistinni.“ Lítill hræddur karl Hann neitar því þó ekki þegar ég spyr hvort hann, semfastráðinn leik- ari,fái ekki líka verkefni sem honum finnast ekki sérlega spennandi. „Jú, vissulega eru ekki öll verk- efnin draumaverkefni. Ég er reynd- ar mjög ánægður með fjölbreytnina og það að ég skuli ekki vera stað- settur í einhverri skúffu í leiklist- inni. En ég finn að áhugi minn er í raun að færast meira inn á mynd- miðla og ég finn að mig langar að elta þann áhuga. Það brennur á mér núna að fara mína leið - en um leið og ég segi þetta veit ég að það er mjög spennandi vetur framundan hjá mér í leikhúsinu. Mér finnst það sem Benedikt Erlingsson hefur ver- ið að gera; sögumannsleikhús, þar sem er kannski bara einn leikari og einn ljóskastari, í raun meira heill- andi en mikil umgjörð og ljósasjóv. Ég hef fundið við vinnu mína við þættina um Frímann hvað mér finnst ótrúlega gefandi að vinna við sjónvarp, en það þarf líklega mikið til að ég þori að stíga út úr leikhús- inu inn í minn eigin heim. Inni í mér býr lítill, hræddur karl, sem þarf að kynnast heiminum áður en hann breytir honum." annakristine@dv.is DV myndir: Hörður og úr einkasafni NÝ SENDING AF GALLABUXUM 20% AFSLÁTTUR ÚT VIKUNA T í S K U H Ú S Mörkinni • Hamraborg Brekkuhúsum • Firðinum Selfossi • Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.