Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 32
52 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Helgin DV Söngkonan Fabula FcS’ sérftæ&inga nl að farða stg fynr tónleika. Maskari frá Lancöme: „Maskari er eitt afþvl sem ég nota daglega. Ég velþá alltafeftir burstanum. Þessi gerir sitt gagn og er fallegur I laginu." Augnblýantur: „Þessi er svona blágrár og passar vel við augun min. Þennan nota ég daglega - hann svona J skerpiraugun.“ Kinnalitur frá Chanel: „Mér fínnstþessi ofsalega góður oggott að nota hann til að hressa upp á sig á morgnana." Gloss frá Effect: „Þennan hefég notað mjög mikið oghannfæstnú bara I Lyfju. Hann er svona passlega bleikurogsvoer hann með jarðarberjabragði." Tónlistarkonan Margrét Kristfn Sigurðardóttir, eða Fabúla, gaf út sína þriðju plötu nú i lok september. Fabúla hefur verið að spila vfða til þess að fylgja plötunni eftir. „Það er mjög góð tilfinning að vera byrjuð að spila á tónleikum aftur eftir að hafa verið í hljóðveri síðan í mars. Góð tilbreyting," segir hún. Framundan eru nokkrir spennandi tónleikar en hún ætlar að spila f næstu viku á Rósenberg, eða þann 26. október. „Sjálfir útgáfutónleikarnir verða svo haldnir íTjarnarbfói 24. nóvember." Margrét Kristín segist hafa mikinn áhuga á Ijósmyndun og hafði lengi myrkraher- bergi á heimilinu. „Ég hef verið að taka svarthvftar myndir og þá aðallega af fólki. Annars hefur þetta áhugmál legið niðri nú um nokkurt skeið enda er ég önnum kafin við að sinna tónlistinni, börnunum og kennslunni," segir Margrét Kristfn sem kennir orkumiklum krökkum í grunnskóla. Margrét Kristín segist ekki spá mikið f nýjustu straumana f förðunarheiminum heldur er hún frekar vanaföst þegar kemur að snyrtivörum. „En svo þegar ég spila á tónleikum finnst mér voða gaman að fá einhvern sérfræðing til að mála mig, fá réttu skygginguna og svona." Dagana 20-22. október verður heljarinnar viðburður haldinn í Laugardalshöll sem ber nafnið Konan. Eins og nafnið gefur til kynna er viðburðurinn tileinkaður konum á öllum aldri sem geta fræðst um ýmislegt er viðkemur útliti og vellíðan. Að auki verður haldið íslandsmót í förðun og naglaásetningu. Konur yfírtaka Laugardalshöllina Dagmar Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri Konunnar. Dagmar segir að Konan eigi sér erlenda fyrirmynd en þó sé viðburðurinn í Laugardalshöll sér á báti enda mun fjölbreyttari en sambærileg- ir viðburðir sem Dagmar hefur kynnt sér. „Svona viðburðir, tileinkaðir kon- unni, tíðkast víða í heiminum og það er langt síðan við fórum að kanna grundvöllinn fyrir að halda sam- bærilegan viðburð hér á landi. Þeir sem ég hef kynnt mér hafa þó verið sérhæfðari. Það er kannski einblínt bara á tísku og förðun eða einungis fyrirlestra. Við ákváðum að gera þetta eftir okkar nefl og lögðum áherslu á að hafa þetta sem fjölbreyttast," segir Dagmar Haraldsdóttir framkvæmda- stjóri Konunnar. íslenskar konur eru að gera góða hluti „Það eru svo margar konur á ís- landi að gera góða hluti. Við höf- um fengið fullt af konum með okk- ur í lið til að miðla reynslu sinni og erum við mjög þakklátar fyrir hversu viljugar og áhugasamar þær eru að taka þátt í þessu með okkur," segir Dagmar. Sýningin er, eðli sínu sam- kvæmt, fyrst og fremst ætíuð kon- um og segir Dagmar tilvalið fyr- „Það eru svo margar konur á íslandi að gera góðahluti." ir vinkonur, mæðgur, frænkur og saumaklúbba að fjölmenna á við- burðinn. „Flugfélag fslands er með okkur í liði og ætlar að veita afslátt af flugmiðum til Reykjavíkur svo það er um að gera fyrir konur á landsbyggð- inni að pakka ofan í tösku og skella sér í bæjarferð." Söfnun fyrir hugrakka konu Dagmar segir markmiðið með viðburðinum einnig vera það að láta gott af sér leiða. „Marta Guð- mundsdóttir kennari greindist með brjóstakrabbamein fyrir ári. Hún er nú á batavegi en þetta ár hefur ver- ið viðburðaríkt fyrir hana, það gef- ur auga leið. Hún verður á staðnum og ráðleggur konum sem eru í sam- bærilegri stöðu og öllum þeim sem Athafnakonan vilja fræðast meira um þennan sjúk- dóm. í vor ætlar Marta, ásamt fleiri konum héðan og þaðan úr heimin- um að ganga yfir Grænlandsjökul og vekja þannig athygli á sjúkdóm- inum. Við verðum með söfnun fyr- ir hana því ferð þessi er ansi kostn- aðarsöm. Marta er hugrökk kona og frábært fordæmi fyrir aðrar konur," segir Dagmar. Fjölbreyttur og frambærilegur viðburður Það verður af mörgu að taka í Laugardafshöllinni. „Það verður hægt að fræðast um sjálfsstyrkingu og endurmenntun, holfustu og nær- ingu, svo verður tískusýning og ís- landsmeistarakeppni í förðun og nagiaásetningu," segir Dagmar en þetta er þó einungis brot af því fram- boði sem viðburðurinn Kona hefur fram að færa. Sýningin hefst í kvöld en þó einungis fyrir boðsgesti. Húsið verður svo opnað á morgun klukk- an 11 fýrir afmenning. Frekari upp- lýsingar um viðburðinn er að finna á konan.iceman.is. bergtind@dv.is Vektu makann á sunnudagsmorgun meö eggjum og beikoni. Settu eldheitan geisladisk með nokkrum af þekkt- ustu ástarslögurum tónlistarsögunnar í græjurnar og hækkaöu vel á meðan þiö borðið við kertaljós. Næsta vika verður dans á rósum - vittu til. Vertu rómó um helgina 1 Let’s Get It On - 1973 Marvin Gaye 2The Rose - 1980 Bette Midler 3 Love Me Tender - 1956 Elvis Presley 4Thank You - 1999 Dido 5 It's Only Love - 1977 The Beatíes 6 Let’s Stay Together - 1972 AI Green 7You're The First, The Last, My Everything - 1975 Barry White 8T11 Be There -1970 The Jackson 5 9Nothing Compares 2U- 1990 Sinead O’Connor lOWicked Game -1989 Chris Isaak 11 Wonderful Tonight - 1978 Eric Clapton 12And I Love Her - 1964 The Beatíes 13 Your Song - 1971 Elton John 14Fallin’ - 2001 Alicia Keys 15 My Heart Will Go On - 1997 Ce- line Dion lfiAll Out Of Love -1980 Air Supply 17Un-break My Heart 1996 Toni Braxton 18Woman - 1981 John Lennon 19Here There And Everywhere -1966 The Beatles 20 You Are The Sunshine Of My Life - 1973 Stevie Wonder 21 (Everything I Do) I Do It For You -1991 Bryan Adams 22 You Are So Beautiful - 1975 Joe Cocker
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.