Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 36
56 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Helgin PV Hugarfarið skiptir öllu máli „Já, ég hef leitt hugann að því hvar ég stæði hefði ég ekki átt góða konu og fjölskyldu mér við hlið," svarar hann einlæglega þegar sú spurning er borin upp. „Við Halla kynntumst eins og svo margir aðr- ir á fylleríi niðri í bæ," segir hann brosandi. „Ég held að þannig sé því nú oftast farið þótt fólk búi svo seinna til einhverja rómantíska út- gáfu af fyrstu kynnum! Halla og stelpurnar mínar hafa stutt mig í einu og öllu og ég er forríkur af traustum vinum. Auðvitað voru stelpurnar mínar hræddar um að þær gætu erft sjúkdóminn, en ég hef farið í rannsókn sem leiddi í ljós að ég er ekki arfberi. í 10% til- vika er MND-sjúkdómurinn fjöl- skylduarfgengur og þar er um að ræða genagalla. Hvers vegna hann kviknaði hjá mér veit enginn og enginn annar í minni ætt, svo ég viti, hefur fengið sjúkdóminn." Guðjón og Halla eiginkona hans höfðu farið að spila golf til að eiga sameiginlegt áhugamál í ellinni, en að öðru leyti segist Guðjón hafa eytt öllum kröftum sínum í vinnu. Reyndist honum ekki erfitt að scetta sig við að þurfa aðfara í hjólastól? „Hvert skref er ósigur - að við- urkenna að maður þyrfti að fara í stólinn var ósigur," segir hann. „Ein dætra minna grét þegar karlinn fór út á stólnum í fyrsta sinn. Mað- ur er kýldur niður hvað eftir ann- að en þarf að standa upp og berj- ast áfram. Þegar ég var farinn að detta tvisvar á dag, öðrum til stórr- ar áhættu hefði ég dottið á þá, var ekki um annað að ræða en fara í stólinn. Þetta er betra fyrir mig og ég sætti mig við það." Þótt Guðjón sé afar einlægur í svörum sínum beitir hann húm- ornum jafnt og þétt. Ég spyr hann hvort honum sé þetta eðlislægt eða hvort hann noti kímnigáfuna sem vopn. „Ég hef alltaf séð húmorísku hliðar lífsins," svarar hann um- hugsunarlaust. „Hugarfar skipt- ir öllu máli. Evald Krog, formaður dönskuvöðvarýrnunarsamtakanna Muskelsvindfonden, sem hefur heimsótt okkur og hjálpað, er mað- ur sem getur bara hreyft einn fing- ur. Einhverju sinni var hann spurð- ur að því hver væri mesta fötlun sem hann vissi um. Hann svaraði spurningunni svona: „Versta fötl- un sem hægt er að hafa er að hafa allt á hornum sér." Ég tek undir þau orð. Ég ætla áfram á húmornum, þrjóskunni og því að ég hef sann- gjarnan málstað að verja." Betri eftir harðan árekstur Á miðvikudag í síðustu viku varð harður árekstur á Reykjanes- brautinni. Annar bíllinn var gjör- ónýtur. Bíllinn hans Guðjóns. „Já, ég var að koma frá Ólafi Ragnari og ætlaði að fara frá forset- anum að hitta kónginn," segir hann alvarlegur á svip. En hlátursglamp- inn er kominn í augun. „Kóngurinn er auðvitað Rúnar „/ Danmörku þykir sjálfsagt að fólk fái þjónustu og öndunar- vélheim." Júlíusson! Það vildi ekki betur til en svo að við lentum í hörðum árekstri með þeim afleiðingum að bíllinn minn er sennilega gjörónýtur. Það var sérstakt að upplifa að enginn vissi hvernig Bregðast átti við því að maður í hjólastól væri í ónýtum bíl. Það endaði nú bara með því að ég hringdi sjáifur eftir stórum sendi- bíl og reddaði mér heim. Ég er því að nýta mér ferðaþjónustu fatlaðra í fyrsta skipti í dag." Um þennan árekstur skrif- ar Guðjón skemmtilega í dagbók sína: „Bíllinn trúlega ónýtur. Stelp- urnar marðar... enginn lífshœttu- lega slasaður. Ég er bara skárri ef eitthvað er.“ Og hafi ég eitthvað efast eftir dagstund með Guðjóni Sigurðssyni um að h'ann vilji í alvöru ekkert væl, þá var gott að lesa dagbókina hans á mánudaginn eftir árshátíð Orkuveitunnar: „Yfirgáfum svæðið um eittleyt- ið, enda farið að halla undan hjá sumum. Trúnaðar-vorkunnar- hljómur farinn að heyrast. Mér er meinilla við vorkunn..." annakristine@dv.is DV mynd/Vilhelm Kímnlgáfan í gdðu lagl. ,.f gxtlaaf'oi'io MipÓmdiii.þrjfakimiHÞij /*y 1 m) eg het siuirigjtn ricm .inúlsuióaöveip:' MND félagið blæs í lúðra og safnar fyrir félagsmenn sína. Listaverkið Ljóð í sjóð, bók með listaverkum og ljóð- um ásamt geisladiski, kom út í síðustu viku. HUGRÖKK SVEIT - HETJUDÁÐIR í MÖRGUM MYNDUM „Fram að þessu hefur það verið talinn dauðadómur að greinast með MND, enda ekki lofað löngum líftíma eftir að við greinumst." Þessi orð í upphafi bókarinnar ritar formaður MND félagsins á íslandi, Guðjón Sigurðsson, en formála bókar- innar ritar forseti íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson og segir meðal annars: S2S Lyklar lífsins Ljóð eftir dóttur formanns MND félagsins, Árnnýju Guðjónsdóttur, prýðir opnu I bókinni ásamt málverki eftir Tolia. L j ó ð Ó ð & Hvar sem ég verð „Gæti ég bara dansað við þig..." Ingibjörg Haraldsdóttirsamdi ijóöið Hvar sem ég verð og það er eitt þeirra fallegu Ijóða sem bókin Ljóð I sjóð geymir. „Hetjudáðir birtast okkur í mörgum myndum og baráttan við MND er einmitt þeirrar ættar, jafnvel á hverri stundu hins bjarta dags; þrekraun að tjá sig og komast til daglegra anna, gleðjast með fjölskyldu og vinum, hjálpa börnum að leik eða við lœrdóminn heima. Hinn sjúki veit - ogfjöl- skyldan líka - að lífinu er mörkuð stund; augnablikin eru dýrar þerlur ífesti minn- inganna; skilningurinn á dásemdum lífs- ins djúpstæðari en hjá okkur flestum. Ljóðin og myndirnar sem bókin birtir eru óður til þessarar hugrökku sveitar, vitn- isburður um samstöðu, stuðning og vinar- hug." Hvað erMND? Motor Neuron Disease, MND (hreyfitauga- hrörnun) er banvænn sjúkdómur. Hann áger- ist venjulega hratt og herjar á hreyfitaugar sem flytja boð til vöðvanna. Af sjúkdómnum leiðir máttleysi og lömun í handleggjum, fót- leggjum, munni, hálsi og víðar. Að lokum er um algjöra lömun að rœða. Vitsmunalegur styrkur helst þó óskaddaður. Líftími sjúklinga efiir að þeir fá sjúkdóminn er frá einu upp i sex ár, en sumir lifa lengur. Talið eraðum 10% geti lifað upp undir tíu ár. Á íslandi greinast um fimm manns árlega með MND og á hverj- um tíma eru 15-20 íslendingar haldnir sjúk- dómnum. Um orsakir MND er ekki vitað en MND var skilgreindur sem sérstakur sjúkdómur af frönskum frumkvöðli í taugalœkningum á síðari hluta 19. aldar. MND er veila i sérstökum tegundum af taugum, þeim sem segja vöðvunum hvað þeir eiga að gera. Algengast er að MND greinist hjá einstakl- ingum í kringum fimmtugt. Sjúkdómurinn getur þó komið upp hjá fólki allt frá tvítugu fram að nírœðu. Sjúkdómurinn gengur undir þremur heit- um, MND, ALS (Amyotrophic Lateral Scler- osis) og Lou Gehrig. Lou Gehrig var frœg- ur hafnaboltamaður sem lék með New York Yankees á fiórða áratugnum. Hann dró sig i hlé vegna minnkandi getu árið 1939, greindist með MND og lést tveimur árum síðar. Hann lékfleiri leiki en nokkur annar leikmaður þar til met hatis var slegið árið 1995. Fyrstu skrefin Á heimasíðu MND félagsins er að finna fróðleik af öllum toga. Friðgerður Guð- mundsdóttir þýðir og ritar þar fjölda greina, þar á meðal grein samtakanna í Kanada, Fyrstu skrefin, þar sem læra má hvernig tak- ast á á við fréttirnar. Lærðu eins mikið og þú getur. Gerðu framtíðaráœtlanir. Gerðu þér grein fyrir því að þú ert að upplifa miklar og breytilegar tilfinningar. Komdu þér upp stuðningshóp. Leitaðu eftir hjálp. Kynntu þér hvernig sjúkdómurinn þróast. Viðurkenndu að það getur tekið sinn toll að vera í umönnum. Kynntu þér möguleika á meðferðum. Ekki missa sjónar af persónunni. Kjarkur til að þiggja eða afþakka Rannsóknarverkefni sem unnið var í Dan- mörku í ársbyrjun árið 2005 leiddi í ljós að 10% MND-sjúklinga þar velja að lifa í öndunarvél. „Það þarf kjark til þess að þiggja öndunarvél og það þarf einnig kjark til að afþakka hana," sagði Jetta Möller, danskur MND-ráðgjafi. Meðhöndlun á MND vinnst best með teymisvinnu. Á Landspítala-háskólasjúkra- húsi er starfandi tíu manna MND-teymi. Reynslan hefur sýnt að MND-veikum líður best fjarri sjúkrahúsum, eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá Sigríði Magnúsdótt- ur, talmeinafræðingi teymisins, og Kolbrúnu Einarsdóttur næringarfræðingi: „Reynslan af þverfaglegu teymi er fyrst og fremst sú að upplýsingar komast markvisst til sjúklinga og teymisaðiia. Sjúklingar og aðstandendur eiga greiðan aðgang að þjónustu og stuðningi ... Að hitta aðra sem eru með MND til þess að tjá sig um tilfinningar og skiptast á hugmynd- um getur verið gott bæði fyrir sjúklinginn og umönnunaraðila. Margir sem taka þátt í slík- um hópum segjast finna fýrir hvatningu frá öðrum og að fólk geti stutt við bakið hvert á öðru..." MND-boðorðin tíu: 1. Vertu umburðarlyndur við sjálfan þig. 2. Hafðu samband við fjölskyldu og vini. 3. Lærðu um MND. 4. Gerðu allt sem þú getur til heilsubótar. 5. Haltu um stjórntaumana í þinni meðferð. 6. Náðu sambandi við MND-félög innanlands og erlendis. 7. Gerðu það sem þig hefur alltaf langað til að gera. 8. Finndu leið til að aðstoða aðra. 9. Vendu þig á jákvæða og vongóða hugsun. 10. Vertu skrefinu á undan. Raunverulegt val um líf Verkejhi MND félagsins október 2006-2007: 1. Einstaklingsmiðuð hjálparhelluþjónusta verði að veruleika. 2. Við fáum raunverulegt val um hjálpartækið öndunarvél. 3. íslendingar leggi til dollar á hvern íslending til rannsókna á MND-sjúkdómnum, öðrum þjóðum til eftirbreytni. 4. Orlof fyrir alla verði að raunveruleika. Or- lofssvæði með aðgengi fyrir alla, óháð félags- aðild. 5. Byggjum upp aðstöðu fyrir mikið fatlaða í Hveragerði. 6. Selja og dreifa Ljóð í sjóð listaverkinu. 7. íslendingar taki þátt í rannsóknum á MND. 8. Heimsráðstefnan í Japan í lok ársins 2006. 9. Alþjóðadagur MND/ALS-félaga 21. júní ár hvert. 10. Undirbúa og taka þátt í Norrænni ráðstefnu um ALS/MND í september 2007. Lífið er lyklar Eitt Ijóðanna i bókinni er samið af elstu dóttur Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND félagsins. Árnný samdi Ijóðið á jólunum 2004, nokkrum mánuðum eftir að faðir hennar greindist með sjúkdóminn. Við birtum hér lokaerindi Ijóðsins. „Takk fyrir stuðning ogstyrk þinn mikla sterk ég horfiframtíðar til þú sýnir mér lífið sem ótal lykla sem ganga að hverjum þeim lás sem ég vil" (Afheimasíðu MND félagsins á Istandi, mnd.is, og úr bókinni Ljóð í sjóð) Samantekt: Anna Kristine
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.