Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 39
DV Helgin FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 59 Árið er 2001. Berglind Ásgeirs- dóttir stendur á tímamótum. Hún ákveður, ásamt eiginmanni sín- um, að kaupa verslunarhúsnæði í Brekkuhúsum í Grafarvogi og stofna þar tískuvöruverslun. Hún fékk nafn- ið Zikzak og nú rúmum fimm árum og jafnmörgum verslunum síðar við- urkennir Berglind að þetta hafi ver- ið ævintýri líkast. Zikzak-búðirnar hafa sprottið upp eins og gorkúlur og óhætt að segja að íslenskar konur hafi tekið þessum verslunum opn- um örmum enda hafa þær gert þeim kleift að kaupa vönduð og falleg föt á góðu verði. Ótrúlegar viðtökur „Þetta hefur verið rússíbana- ferð ffá því að við opnuðum fyrstu búðina í Brekkuhúsum. Viðtöioim- ar hafa verið ótrúlegar hvar sem við höfum opnað verslun og skiptir þá engu hvort það hefur verið í Hamra- borginni í Kópavogi, Firðinum í Hafnarfirði, í Keflavík, Mörkinni eða á Selfossi," segir Berglind um þessa tískuverslanakeðju sem hefur svo sannarlega vaxið fiskur um hrygg á þeim fimm árum sem liðin eru ffá því að fyrsta búðin leit dagsins ljós. „Mér finnst ég aldrei vera að vinna. Þetta er allt svo gaman. Allt frá því að berjast við karla um fisk á markaði eld- snemma á morgnana til þess að selja heldri kon- um föt á góðu verði." Ódýrt og fallegt Berglind segist alltaf hafa haft skýra sýn á það hvernig búðin ættí að vera, jafnvel áður en byrjað var. „Mér fundust föt of dýr á fslandi auk þess sem mér fannst vanta fleiri val- kosti fyrir konur sem eru ekki litlar og grannar. Markmið mitt hefur allt- af verið að vera með stærðir fyrir all- ar konur. Síðan hef ég kappkostað að fötin séu ekki of dýr. Þetta hefur allt- af átt að vera búð þangað sem kon- ur geta dottíð inn af götunni tíl að kaupa flík án þess að finna verulega fyrir því fjárhagslega. Þetta hugarfar ásamt því hversu heppin við höfum verið með starfs- fólk hefur gert það að verkum að ár- angurinn er eins og raun ber vitni. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Starfsfólkið á hvert bein í okkur og fastakúnnahópurinn er stór. Síðan hjálpa bæði börnin okkur. Það eru allir í þessu saman sem gerir þetta svo skemmtilegt," segir Berglind. Þakklát fyrir að vera á lífi Velgengni er þó ekki sjálfgefin og því komst Berglind að einn nóvem- bermorgun árið 1997. Hún var þá á leið til vinnu á bíl sínum. Ekki vildi betur til en að bíllinn rann til, lenti á staur og fór síðan inn í strætóskýli. Berglind hálsbrotnaði í árekstrinum og bíllinn gjöreyðilagðist. „Ég er svo þakklát í dag fýrir það að fá annað tækifæri. Þeir kalla þetta brot á milli lífs og dauða. Það var annar hryggjarliðurinn sem brotn- aði. Ef sá fyrstí hefði brotnað hefði ég dáið samstundis. Það er sá hryggjar- liður sem brotnar þegar fólk hengir sig. Ef þriðji hryggjarliðurinn hefði brotnað hefði ég lamast niður úr. Þannig að ég er gríðarlega hepp- in, bæði að vera á lífi og ekki löm- uð," segir Berglind sem fór á Reykja- lund í endurhæfingu og hófst strax handa við að koma sér aftur á fætur og í fýrra horf. Það hjálpaði þó ekki til að móðir hennar lést eftir baráttu við krabbamein skömmu eftir að hún Trimformið Berglind sést hér fyrir utan Trimform Berglindar á Englandi sem naut mikilla vinsælda. Sjálfmissti hún 72 klló með þvl að nota tækið. DV-mynd: úr einkasafni f saltfisknum Berglind stofnaði Reykhús Berglindar þegar hún varátján ára. Þar saltaði hún og reykti fisk einn kvenna niður á Granda og fannst það gaman. DV-mynd: úr einkasafni. lenti í árekstrinum. Berglind segist hafa tekið á því með hálskragann en hún hafi alla tíð verið harðákveðin í því að ná aftur fullum styrk. „Ég hafði val. Annað hvort að velta mér upp úr því alla ævi að ég væri með verki hér og þar eða ná mér upp úr þessu og gera eitthvað annað í hf- inu. Ég finn varla fýrir þessu í dag. Ég sinni sjálfri mér, fer í nudd og dekra við mig reglulega. Ég breytti matar- æðinu og er afar sátt við sjálfa mig," sagði Berglind sem þurfti þó að selja fýrirtækið sitt, Trimform Berglindar, sem hún hafði byggt upp af miklum dugnaði frá árinu 1992. Léttist um 72 kíló Eftir áreksturinn gat Berglind ekki unnið við trimformið enda fól það í sér mikla og langa veru við bekkinn. „Ómar kom með þá hugmynd að selja fyrirtækið og þótt ég hafi ekki haft neina trú á því á þeim tíma seld- ist það fljótt fyrir mjög góðan pening. Sá peningur ásamt tryggingabótun- um úr árekstrinum hjálpaði okkur mikið," segir Berglind sem slysaðist inn í trimformið eftir að hafa eignast annað barn þeirra hjóna árið 1992. „Ég þyngdist alveg hrikalega þeg- ar ég átti fyrra barnið okkar og varð mest 138 kíló. Ég komst í kynni við trimformið og þar sem ég var svo feit og þurfti svo marga tíma þá sá ég að það var hreinlega ódýrara að kaupa tæki. Ég léttist sjálf um 72 kíló, tók myndir fyrir og eftir og varð fínasta auglýsing fyrir tækið. Fljótlega fóru vinkonur mínar að prófa tækið og árið 1992, eftir seinni meðgöngu mína, var þetta orðið heljarinnar fyr- irtæki. Við vorum fyrst með þetta í herbergi heima en sprengdum það fljótt utan af okkur. Þá fórum við nið- ur á Grensásveg. Eftir slysið seldum við fyrirtækið en þetta var alveg of- boðslega skemmtilegur tími. Það er fátt jafn gefandi og að hjálpa konum að grenna sig og létta," segir Berg- lind. Glæsilegt hús Hjónin Berglind og Ómar hafa keyptstórglæsilegthús I Heiðaþingi sem mun verða tilbúið næsta sumar. Lífið er saltfiskur Berglind hefur verið í sambandi með Ómari Gunnarssyni í tuttugu ár og eiga þau tvö börn, Sigríði 17 ára og Jón Hilmar 14 ára. Berglind og Ómar kynntust þegar hún var 17 ára og hann 19 ára. Hann vann sem múrari en hún sem saltfiskmatsmaður úti á Granda. „Við vorum vinir í eitt ár og skemmtum okkur saman. Síðan byrjuðum við saman og það sér ekki fyrir endann á því," sagði Berglind en þau hjónin vinna bæði við Zikzak. Aðspurð um saltfiskinn segir Berglind að hún hafi nánast farið að heiman þegar hún var þrettán ára. „Faðir minn dó þegar ég var tólf ára og það var nóg að gera hjá mömmu í búðinni. Hún rak tískuvöruversl- unina Ritu í Breiðholtinu og þar fékk ég forsmekkinn af búðarrekstri. Hún hafði hins vegar ofboðslega mikið að gera eftir að pabbi dó og því fékk ég að fara í heimavistarskóla þegar ég var þrettán ára. Ég var í skólan- um í tvö ár og vann í fiski útí á landi á sumrin. Ég fór svo sem au-pair til Englands í eitt ár áður en ég stofnaði Reykhús Berglindar," sagði Berglind og hló hátt. Hún minnist þessa tíma með glampa í augum. „Ég held að ég hafi verið fyrsta konan sem saltaði og reyktí fisk úti á Granda. Ég var yngst en mér fannst frábært að fara á fisk- markaðinn í Þorlákshöfn klukkan sex á morgnana til að kaupa fisk. Síð- an skemmir ekki íýrir að ég kynntist manninum mínum á þessum tíma," segir Berglind sem telur að það sem hafi komið henni í gegnum lífið sé áhugi á öllu því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. „Mér finnst ég aldrei vera að vinna. Þetta er allt svo gam- an. Allt frá því að berjast við karla um fisk á markaði eldsnemma á morgn- ana til þess að selja heldri konum föt á góðu verði." Saman í öllu Það fer ekki á milli máia að Berg- lind og maður hennar Ómar eru samrýmd hjón. Þau vinna saman og verja frístundunum saman. „Við finnum ekki fyrir því að vinna sam- an. Það er bara skemmtilegt. Síðan förum við heim og eldum með fjöl- skyldunni. Við getum síðan kúplað okkur út úr því með því að fara út á mótorhjól. Við gerum mikið af því. Ómar á þrjú hjól en eins og er sit ég aftan á. Ég ætla að kaupa mér hjól bráðlega," segir Berglind. Eins og DV greindi frá í síðustu viku hafa hjónin fest kaup á stór- glæsilegu einbýlishúsi sem enn er ekki risið í Heiðaþingi í Kópavogi. Húsið er klæðskerasaumað að þörf- um fjölskyldunnar og segir Berg- lind að auðvitað sé það stórt stökk að flytja í tæplega 600 fermetra hús. „Við kunnum að njóta lífsins. Okkur hef- ur vegnað vel og sjáum ekki ástæðu til annars en að njóta þess. Ég lít enn á það sem forréttindi að vera á lífi og ætla mér að njóta þess út í ystu æsar." oskar@dv.is Meðkragann Þráttfyrirað Berglind hefði hálsbrotnaö var alltafstutt I brosið. DV-mynd: úr einkasafni 0 CITROÉN Berlingo Van 1,4 75 hö. 5 gíra* Tilboð dagsins án vsk. 1.168.700 kn Fjármögnunarleiga: 20% útborgun, 60 mán. Mánaðargreiðsla án vsk. 17571 kr Rekstrarleiga 39 mán og 75.000 km. akstur Mánaoargreiðsla án vsk. 22.480 kr. Betrí Rjör á fjárniögnun Við erum sjálfselsk þjá Citroén. Þær tilfinningar sem fylgja því að hafa tekist að gera enn betur í dag en í gær gefur okkur þann drifkraft fyrirtækjaþjónusta Citroén stendur fýrir. I það minnsta finnst okkur það. Enn meira fyrir enn mínna Hagstæðari samningar við framleiðanda; enn betri kjör, enn betri þjónusta og sérútbúnir atvinnubílar fyrir íslensk fyrirtæki styrkir okkur í því að samvinna við aðra og stöðug hugmynda- leit borgar sig alltaf Komdu í dag. Samvinna við SP-Fjármögnun borgar sig. Nú getum við boðið betri kiör í þeirra nafni. Komdu endilega til okkar i Brimborg, Bíldshöfða 8 og skoðaöu hvað við getum boðið þér. Kynntu þér kosti og hagkvæmni samvinnu við okkur. Dæmi um tilboð sem við gátum ekki boðið f gær • Betri kiör á fiármögnun frá SP-Fjármögnun • Hundrað þúsund krónur í beinan afslátt • Fimmtán þúsund fleiri kílómetrar veljir þú rekstrarleigu • Mun betri kiör á fjármögnunarleigu • Mun betri kiör á rekstrarleigu • Aðeins tuttugu prósent útborgun ve|jir —^ þú fjármögnunarleigu Öp * Betri þjónustu í dag en í gær SP-FJÁRMÖGNUN HF. SP-Fjármögnun býður í enn betri fjármögnun á Citroén Berlingo l Berlingo van 2,0 HDi 90 hö. 5 gíra* Tilboö dagsins án vsk.1.317300 kr. Fjármögnunarleiga: 20% útborgun, 60 mán. Manaðargreiðsla án vsk. 19.877 kr. Rekstrarleiga 39 mán og 75.000 km. akstur. Mánaðargreiðsla án vsk. 25.219 kr Þetta tilboð gildir meðan birgðir endast. Dæmi um staðalbúnað I Citroen: ■ Meiri burðargeta: 800 kg ■ Hliðarhurðir beggja vegna meö lokunarvörn ■ 180 gráðu opnun á afturhurðum ■ Topplúga fyrir lengri hluti ■ Hiti í sætum ■ Geislaspilari meö útvarpi og fjarstýringu við stýri ■ Rafdrifnar rúður ■ Fjarstýrð samlæsing ■ Fellanlegt framsæti farþega með borði og geymsluhólfi fnskari jþér otmerus Enn meira fyrir enn minna Sífeilt fleiri Islendingar ve|ja Citroén. Sérstök hönnun, framúrslcarandi taskni og mikil eftirspum á endursölumarkaöi trvggja gæði og hagkvæmni Citroén. Skoöaöu súlumyndina hér til hægri og þú sérö aö fteiri og fteiri Islendingar ve|ja Citroen. brimborg Öruggur atadur til ab vora í Brimborg Beykjavfk: Bílðshöiða 8. simi 515 7000 | 8rimborg Akureyri: Tryggvabrsut 5, simi 462 2700 | www.citroen.is ^miðuðviðim&iðal^awttsltfiænttiftitOTÍturaaipioieriendramvrttCBd^EdiaSmtf-ogþiðrusturtirllamtattmttBlilgmÍeftanmófl^^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.