Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 47
DV Helgin FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 67 Veistu þetta um þennan? Birgitta Birgisdóttir útskrifaðist úr Leiklistar- skólanum í vor og gerði sér lítið fyrir og hreppti eitt af aðalhlutverkunum í uppsetningu Borgarleik- hússins á Amadeus. Þar fer hún með hlutverk Konstönsu, eiginkonu tónskáldsins mikla. Ama- deus verður frumsýnt á laugardaginn. Nafn? „Birgitta Birgisdóttir" Hvað á hug þinn allan þessa dagana? „Hún Konstansa mín sem ég er að ieika í verkinu Ama- deus í Borgarieikhúsinu." Hvaða mynd sástu síðast? {einkunn frá 1 upp í 5 stjörnur)? „Ég sá myndina Böm og ég held ég verði aö gefa hcnni 5 stjiirnur. V'irkilega áhuga- verð tnynd og vel leikin." ★ ★★★★ Núerkáttáhjalla Þessa dagana má sjá mig á þönum um bæinn með dagskrár í báðum höndum og hálfnagaða blýanta bak við eyrun. Hvað er á seyði hjá minni? Jú, Airwaves- tónlistarhátíðin er aðalmálið næstu daga.^* Partíið byrjaði á miðvikudagskvöldið og lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn enda hélt ég allærlega upp á fyrsta í Airwaves. Hlaðborð af frábærri tónlist er í boði, þar sem snillingar spila og syngja og aðdáendurnir glitra og titra af svita og stemningu. Airwaves er ekki það eina sem er á teininum hjá mér þessa dagana enda er listahátíðin Sequences í fullum gangi. • ... Eitthvað fyrir augu og eyru fram undan enda er ég kát og spennt til skiptis. Aðalatriðið er að taka blýantinn, merkja við og skella sér á útvalda rétti. Úrvalið hefur í gegnum tíðina verið frábært á Airwaves og mér sýnist það ekki verða síðra núna, skipulagið var ekki upp á sitt besta í fýrra en núna á þetta víst að vera alltannað. (kaldri en bjartri norðanáttinni er andvari af suðri í loftinu og er hann móttekinn af veðurbörðum íslenskum sálum eins og mér og mínum vinum. Frábært að vita að þrátt fýrir að hafa sleppt Sónar og Hróarskeldu í sumar muni ég upplifa stemninguna sem fylgir tónlistarhátíðum heima á klakanum. Það er svo sannarlega hægt að gera sér glaðan dag hérna á norðurhjara veraldar. Það er nóg í boði, gjörningar, tónleikar og hvaðeina hvert sem á er litið. Njótið með mér og sækið ísland heim með bros á vör og kitl í maga. Gleðilegan þriðja í Airwavesallirsaman! Nýtt frá Dead Rauð hettupeysa frá nýrri llnu Dead. Verð. 16,900 kr. Liborius Hátíska í Reykjavík Kendi bindi Handgerð bindi frá Kendi Ties I Brooklyn. Verð. 9.600 kr. Sólgleraugu og klútur Sólgleraugu frá hönnuðinum Jeremy Scott. Verð. 29.200 kr. Silkiklútur frá Wig I Paris. Verð. 9.700 kr. Fyrir tveimur vikum var stórglæsileg verslun opnuð við Mýrargötu. Hún heitir Liborius og er í eigu Jóns Sæmundar Auðarsonar. Nafnið er sérstakt rétt eins og búðin sjálf en Li- borius er ættamafn Jóns sem á ættir að rekja til Prússlands. Gyllt hælataska Hönnun fráA'N'D. Verð: 27.300 kr. Tvöföld hettupeysa Með dansandi beinagrindum frá Pleasure Principle. Verð.21.100 kr. Eat the Rich hettupeysa Hönnun frá bandarlska hönnuðinum Jeremy Scott. Verð. 19.200 kr. Aftur kjóll Hönnun Aftur systra. Verð. 25.000 kr. Taska Einnig frá AVD merkinu. Verð. 16.800 kr. Ertu heimsforeldri? „Já, stolt heimsforeldrí! Ég skii ekki að það skuli vera einhver sem er það ekki." Hvað bjóstu til/skapaðir síðast? „Ég bjó til síöast viður- kenningarskjal fyrir uppá- haldshijómsveitina mína, Skakkamanage, sem var í tilefni af útgáfutónleikum hennar, það voru glans- myndir og allt!" Biðurðu bænirnar þínar á kvöldin? „Jaaa, ég fer með mínar eigin bænir." Hvenær fórstu að sofa í nótt? „Klukkan hefur líklega verið um þrjú." Hvað er næst á dagskrá? „Frumsýningin og svo nokkrir hvíldardagar og vonandi get ég skroppiö tii útlanda á milli sýninga. Það er gaman í útlöndum. Jíhaaa!" OV TISICA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.