Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 54
74 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Sjónvarp DV Anna Kristine ætlaði að upplifa kósí popp og kóka kóla sjónvarpskvöld en uppgötvaði að vegna eigin fordóma hefði hún misst af þrettán þrillerþáttum og verður frátekin á fimmtudagskvöldum... Snilld. Tókst að missa af Spaugstofunni tvisvar. En líti ég á björtu hliðarnar þá hefði ég getað misst af henni þrisvar, ef ég væri með RÚV plús. Ef það er þá satt að það sé til RÚV plús. Svo sem hægt að segja mér hvað sem er; trúi öllu. Eins og því að kvikmyndin Vanity Fair sé fín. Ætlaði að breyta laugardags- kvöldinu í kósí popp og kóka kóla kvöld og njóta þess að horfa á hana. Þurfti alveg að vanda mig við að týna ekki húmorn- um þegar söguþráðurinn fór í þvílfka endemis þvælu að það fór að verða spurning á hvaða flippi handritshöfundurinn hafi verið þegar hann skrifaði þetta rugl eða hvort hann hafi verið búinn að fá sér nokkrum sjúss- um of mikið. Það er ekki nóg að fá hugmynd að handriti um ástarævintýri á 19. öld; það má náttúrulega ekki missa hugar- flugið út í þá vitleysu að karl- menn séu fífl fái þeir ekki þá sem þeir elska. Þeir flytja ekki til Indlands, safna hári og fara í glímu. Hafði aldrei svo mikið sem athugað hvort það væri mögu- leiki á að Ríkissjónvarpið byði upp á einhverja þannig dag- slaá á mánudagskvöldum að ég gæti orðið „húkkt". Þvílíkir og aðrir eins fordómar. Gott á mig að hafa misst af snilldarþáttun- um Glæpahneigð þrettán sinn- um. Alltof áhrifagjörn og hélt ég bara yrði að horfa á Tekinn sem Auðunn Blöndal var að byrja með. Horfði og horfði og beið eftir að eitthvað fyndið gerð- ist. Það gerðist ekkert í öðrum þætti, nema hvað Guðjón Þórð- arson sýndi snilldartakta. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af at- vinnuleysi þegar hann hættir að þjálfa. í fyrsta þættinum var þó hægt að dást að því hversu mikla stjórn Halla Vilhjálms- dóttir leikkona hefur á sér og hversu vel uppalin hún er. Aðr- ir „leikarar" eru greinilega engir leikarar. Hljóðvinnslan í Tekinn er hins vegar snilld og óvanalegt að maður heyri hvert einasta orð í þætti sem er tekinn með falinni myndavél. Hins vegar er glæsilegt hvað sjónvarpsstöð- in Sirkus kom vel út úr síðustu skoðanakönnun, enda stöð- in með marga fína þætti á dag- skránni. Fimmtudagskvöldin eru farin að lofa góðu aftur. Innlend dag- skrárgerð í örum vexti, Gegn- drepa byrjaði í gærkvöldi á Skjá einum og þótt ég sé algjörlega á móti öllum „byssuleikjum" verð égafmjögpersónulegum ástæð- um að fylgjast með þeim þátt- um. Svo kemur Frímann Gunn- arsson í Sigtinu eftir viku og ef maður vill vaka iram eftir þá er alltaf hægt að horfa á þessar að- þrengdu í endursýningu. Finnst alltaf jafn furðulegt þegar verið er að elda hádegis- og/eða kvöldverði á ljósvaka- miðlum á morgnana. Finnst einhverjum gaman að heyra fólk smjatta í útvarpi? Á dagskrá næstu daga Föstudagur 21. október Stöð 2 kl. 20.55 Sandra Bullock í essinu sínu Leikkonan Sandra Bull- ock veit hvað hún syngur þeg- ar kemur að kómedíum. Kvik- myndin Miss Congeniality var með eindæmum vinsæl á sín- um tíma. Sandra setti sig í feg- urðardísarskóna og mætir aftur til leiks í myndinni Miss Congeniality 2: Armed and Fabulous. Skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna. Laugardagur 21.október RÚVkl. 20.50 Fjögurra klúta mynd Bandaríska bíó- myndin Stepmom er á dagskrá RUV í kvöld. Með aðalhlutverk fara úrvalsleikararnir Ju- lia Roberts, Susan Sar- andon og Ed Harris. Þessi bíómynd snertir alla djúpt og er best að vera með tissjú með sér ásamt poppinu og kókinu. Stöð 2 kl. 22.10 Fullkominn þriller The Manchurian Candidate skartar óskarverðlaunaleikar- anum Denzel Washington í aðalhlutverki. En myndin er endur- gerð af klassískri mynd með Frank Sinatra og Angelu Lansbury í aðalhlutverkum. Endurgerðin gerist í Persaflóastríðinu og fara allir leikarar myndarinnar á kostum. Sunnudagur 22. október Sýnkl. 18.50 Hörð keppni Spænski boltinn er í fullum gangi og í kvöld mætast stór- liðin Real Madrid og Barcelona. Tekst stórstjörnunum hjá Real að sigra besta lið í heimi? Stöð 2 kl. 21.40 Tölur Önnur þáttaröð þessa bandaríska sakamálaþátt- ar sem fjallar um stærð- fræðisnilling sem aðstoð- ar bróður sinn, yfirmann hjá FBI, við að leysa snúin sakamál. Þættirnir koma úr smiðju bræðranna Ridleys og Tonys Scotts. Þættirn- ir hafa notið mikillar hylli vestanhafs og aðdáendur þáttanna ættu ekki að verða fyrir von- brigðum. Mánudagur 23. október Skjárl kl. 21.00 Baráttan harðnar Survivor-þættirnir hafa aldrei verið meira spennandi. Aðdá- endur þáttanna ættu ekki að láta þessa seríu framhjá sér fara. Frábær þáttur fyrir mánudagskvöld. Þriðjudagur 24. október Sirkus kl. 22.00 Spennukvöld Sirkus hefur tekið það að sér að sýna gamlar sjónvarpsþátta- seríur öllum til mikillar ánægju. Að þessu sinni sýna þeir spennu- þættina 24. Það gerist ekki mik- ið betra en Jack Bauer, Tony Al- meida og félagar. Þvílíkar hetjur, þvílík spenna. Skjár 1 kl. 22.00 Góð ráð fyrir konur Strax á eftir America's Next Top Model er komin glæný bresk þáttaröð fýr- ir alvöru konur. Kvenlík- aminn er í aðalhlutverki. Hér er ekki notast við lýta- lækningar eða örþrifa- ráð til að grennast, held- ur frekar heilráð og góðar lausnir. Allar konur ættu að horfa á þennan þátt. Miðvikudagur 25. október Stöð 2 kl. 20.05 Hemmi Gunn bjargar deginum I sjöunda himni með Hemma Gunn er nýr þáttur á dag- skrá Stöðvar 2. Það er ekki til maður sem hlær meira á öllu ís- landi heldur en Hemmi og kemur hann okkur öllum í gott skap. Þátturinn er í anda Á tali með Hemma Gunn og koma nokkr- ir af helstu skemmtikröftum íslands fram í viku hverri. Frábær skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.