Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 56
SSÖK 76 FÖSTUDAGUR 20. OKJÓBER 2006 Síðast en ekki síst DV Sögur Tómasar frænda hefja nú göngu sína á ný í DV en þær voru fastur þáttur i Helgarblaði DV um skeið veturinn 2004- 2005. Og um sfðustu jól komu þær út I bóka- formi. Það er Tómas M. Tómasson bassaleikari Stuðmanna sem segir frá af alkunnri snilld. Friðrik Indriðason skráir. soeu TÓMASAR FRÆNDA Júlíus Agnarsson hljóðmað- ur er löngu þjóðkunnur. Á sín- um yngri árum reyndi hann fyrir sér í tónlistinni og var meðlimur í ýmsum sveitum. Ein sú fyrsta var Andrew sem Júlíus stofnaði með Andra heitnum Clausen á miðjum áttunda áratugnum, nánar tiltek- ið 1976. Nafnið hafði ekkert með Andrew-sisters að gera, heldur var það bræðingur úr nöfnum þeirra beggja, Andri og Júlíus, og bor- ið fram andrjú. Andrew gerði eina plötu sem síðar fékk sömu cult- stöðu og Icecross og selst nú dýr- um dómum meðal plötusafnara víða um heim. Lægsta verð fyrir gott eintak mun vera yfir 1000 doll- arar, eða 70.000 kr. Andrew gerði aðeins þessa einu lp-plötu, Woops, á stuttum ferli sínum og var hún að mestu tekin upp í eldhúsinu heima hjá Júlíusi. Að plötunni komu ýmsir þekkt- ir tónlistarmenn, eins og Egill Ól- afsson, Ásgeir Óskarsson og Björg- vin Gíslason. Þar að auki stúlkur úr Lúðrasveit Kópavogs. Og ekki má gleyma Ágústi Estan, hálfum Kana, sem tók að sér að vera einhvers konar framleiðandi plötunnar. Sá Andrew-platan ger§ íeldhúsi Barsig fýrir hádegi Júlíus og platan Júlíus Agnarsson með eintak afhinni fágætu Andrew-plötu. var yfirleitt mjög „tjúnaður" og má raunar heyra hann í einu lag- inu. Lúðrasveitin var að taka upp brasstóna í einu laginu er Estan ýtti óvart á vitlausan takka á upp- tökutækinu um leið og hann kall- ar: „No, girls, you can do better than this." Júlíusi tókst að lauma mast- ernum með Ámunda Ámunda- syni til New York og fékk svo 500 eintök til baka. Júlíus seldi síð- an 200 eintök af plötunni í Hverfi- tóna á Hverfisgötu en þá búð rak þýsk kona ásamt manni sínum. Sagði Júlíus síðar að þetta hefði verið fyrsta platan á landinu sem bar sig fyrir hádegi og voru með- limir Andrew komir í glas með há- degisfréttunum. Sú þýska reið hins vegar ekki feitum hesti frá þessum viðskiptum og gott ef henni tókst að selja þrjú eintök eða svo. Restin af upplaginu safnaði svo lengi ryki í geymslunni hjá Júliusi. Sænskur plötusafnari kemur til landsins Meir en áratug síðar, þegar Andrew var öllum gleymd og graf- in, hafði Pétur heitinn Kistjánsson samband við Júlíus og spurði hvort hann ætti einhver eintök af Woops enn í fórum sínum. Hér væri stadd- ur sænskur plötusafnari sem vildi ólmur komast yfir eintök af plöt- unni. Júlíus hitti þann sænska að máli og úr varð að hann seldi Svían- um ein 50 eintök á 5.000 kr. stykk- ið en þá kostaði ný plata út úr búð 1.500 kr. Júlíus segir að Svíinn hafi meðhöndlað plöturnar eins og gullmola enda voru þær enn í upphaflega plast- inu og í fullkomnu ásig- komulagi. Júlíus frétti síð ar að Svíinn hefði selt hvert eintak frá sér á 30.000 kr. Dr. Gunni komst einnig í þessa gullnámu hjá Júlíusi því hann fékk hjá honum 30 eintök í kringum 1990 sem hann seldi einnig með góðum hagnaði. Hins vegar vita fáir að upphafiegi lagerinn sem sú þýska sat uppi með komst að lok- um í hendur Júlíus- ar á ný. Situr hann nú á þessum auð- æfum og er jafn- vel að pæla í að setja eins og eitt eintak til sölu á eBay til að tékka á því hvaða verð fæst fyr- ir Woops í dag. MEST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.