Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2006, Blaðsíða 58
78 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 Síðasten ekkisíst DV A DÓMSTÓLL götunnor Eigaíslendingarað stunda hvalveiðar? T í x „Já, þaö er kominn tlmi til. Efþað verður settur skynsamlegur kvótierþettallagi." Ása Baldursdóttir, listfræðinemi „Já, hiklaust. Það á ekkieftirað skemma fyrir ferðamennsku." Halldór Egill Kristjánsson, verktaki „Ég er mjög efins um það. Kannski þettasé baraalltí lagi. Ég borða mikiðafsúru rengi." Óöinn Þórarinsson, ellilffeyrisþegi „Nei, við eigum ekki aðstunda hvalveiðar. Það er mjög varasamt út afumtali annarra þjóða og gxti skemmt viðskipti." Daði Halldórsson, málari „Nei, mér finnstþað vera algert brjálæði að stunda þær. Það skemmir fyrir okkur ferðamennskuna." Guðrún Kristinsdóttir, prófessorI Kennaraháskól- „Já, ég er fylgjandi hvalveiðum. Mérer alveg sama hvað er veitt mikið.Þeir mega veiða eins mikið og þeir vilja." Tómas Jóhanns- son, nemi „Nei, við eigum ekki að veiða stórhveli. Það má veiða hrefnur en ekki stærri tegundir." Ragnar Pálsson, sölumaður „Já, mérfinnst flottaðveiða hvali. Það er svo rosalega mikið af þessu aðþaðerl lagi að veiða þá.“ Jón Gunnar Stefánsson, nemi m X „Já, við eigum hiklaust að stunda þessar veiðar. Öfgar eru ekki afhinu góða og við eigum aö nýta þetta eins og aðra fiskistofna." Veigur Sveinsson, sjúkraþjálfari Fóstbræður syngja Björk á afmælisvöku Karlakórinn Fóstbræður hét upp- haflega Karlakór KFUM og spratt upp úr tónlistarstarfi í félaginu sem stað- ið hafði allt frá 1911. Árið 1916 var Jón Halldórsson ráðinn söngstjóri og og telst það formlegt stofnár kórs- ins. Árið 1936 var nafn- / inubreyttíkjölfarþess að kórinn varð sjálfstæð stofhun og tengslin við KFUM rofnuðu. Sinfóníuhlj ómsveit fslands, Stuðmenn og Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari munu taka þátt í afmælistónfeikun- um sem fara fram á laug- ardaginn eftir viku. Bjami, sem starfar í Berlín alia jafna gerir það gott í Óperunni um þessar mundir í Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart. „Við Stuðmenn lítum á okk- ur sem fóstbræður Fóstbræðra og þykir ákaflega vænt um þau góðu samskipti sem við höfum átt við kórinn, ekki síst í ljósi sameiginlegrar metsöluplötu okkar sem seldist í 25.000 eintökum. Það eru þama reyndar fjölskyldutengsl sumra okkar sem líka skipta máli en mest er þó djúp virðing okkar gagnvart stjóm- anda kórsins Árna Harðarsyni. Það :r vafalaust stærsta gæfuspor kórsins að fá hann til liðs við sig því undir hans stjóm hefúr kórinn náð nýj- um hæðum og vídd- um,“ segir Jakob Frí- mann Magnússon inntur eftir þátttöku Stuðmanna í tónleik- unum. „Það er gaman að geta þess að auk þess sem kórinn syngur með Stuðmönnum flytj- um við lag Bjarkar Guð- mundsdóttur Army of Me. Hún gaf fyrir nokkrum ámm út leyfi fyrir hvem sem vildi útsetjaþað á sinn hátt og senda sér. Eitthvað af Björk Guðmunds- dóttir Fóstbræður munu syngja lag hennarArmy ofMe á tónleikunum. þessum útsetningum gaf hún síðan út til styrktar góðum málefnum og þannig kvikn- aði hugmynd hjá okkur að glíma við þetta lag. Harald- ur Vignir Sveinbjörnsson hefur útsett lag Bjark- ar og Stuðmanna- lögin Islensk- ir karlmenn og Slá í gegn fyi- ir Sinfómuna. Svo frumflytjum við líka nýtt verk Árni Harðarson Kórmn hefur náð nýjum viddum og hæðum undir hans stjórn. Jakob Frimann Magnús- son Stuðmenn líta á Fóstbræður sem fóstbræður. eftir Áskel Másson sem er sérstaklega samið af þessu tflefni og hér á íslandi í fýrsta sinn kórverk eftir Gustav Holst," segir Ámi Harðarson kór- stjóri. Bjarni Ragnar og nefndin Sex ára deilum við barnaverndi nefnd lýkur meöpvlað nefndin skipar öndvegi á málverkasýn- ingu listamannsins sem opnuð verður um næstu helgi. Málar kvalara sína í bamavemdamemd Aralangrí baráttu lýkur með sígrí Listmálarinn Bjami Ragnar hefur átt í harðvítugum deilum við bama- vemdarnefnd vegna dætra sinna tveggja. Hann hefur gripið tfl þess ráðs að mála konumar sem hafa kval- ið hann í mörg ár og sýnir afrakstur- inn á myndlistarsýningu í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg. „Eg hef staðið í þessu máli meira eða minna í sex ár og sennilega er það vegna þess að ég hef alltaf svarað fýrir mig sem nefndin hefur komið svona fram við mig. Kannski er það líka vegna þess að ég er karlmaður sem þetta hefur farið svona fýrir brjóst- ið á þessum elskum. Nú hefur geng- ið dómur í málinu og ég hef unnið fullnaðarsigur og fæ dæturnar aftur í afmælisgjöf 23. nóvember. Engu að síður hefur þetta lagst á sálina í mér og ég hef reynt að vinna mig frá þessu með því að mála. Mér sýnist augljóst að það sé ekki litið á einstæða feður og böm sem fjölskyldu." Þrátt fýrir óskir dætranna um að fá að vera hjá pabba sínum hefur bamavemdamefnd með öllum ráð- um reynt að meina honum um um- gengni við dæturnar. „Ég er auðvitað reiður yfir þess- ari meðferð því það hefur aldrei ver- ið einn einasti fótur fyrir því sem mér hefur verið borið á brýn. Starfs- menn nefndarinnar hafa vegið svo að mannorði mínu að mér finnst ég í raun ekki geta um frjálst höfuð strok- ið. Fyrir utan endalausar adögur að æru minni hafa þeir svipt mig vinnu- gleðinni. Óendanlegar andvökunæt- ur hef ég reynt að skflja hvers vegna ég þarf að búa við slíka meðferð en ef menn lenda í þessari kvöm bama- vemdamefndar virðist engin leið tfl baka." Bjarni segir að vinir hans og fjöl- skylda hafa staðið þétt að bakið á honum í þessu máli en völd bama- vemdamefndar séu með ólíkindum. „Það er í raun stórmerkflegt að þrátt fyrir að fjöldi fólks hafl borið vitni um hæfrú mína og ástríki gagn- vart dætrunum hefur nefhdinni ít- rekað tekist að sverta mannorð mitt innan kerfisins og reynt að brjóta mig niður í þessu máli. Ég stend samt sterkari eftir en áður og vinir og fjöl- skylda, lögffæðingur minn og óskyld- ir aðilar hafa stappað í mig stálinu. Ég reikna hins vegar fastíega með því að næstu sex ár ævinnar verði notuð til að mála mig frá þessari reynslu." Bjami kallar sýninguna Séð fyr- ir horn, sem er orðaleikur og tengist vinnubrögðum barnaverndamefnd- ar. „Þessi sýningnúna er fýrsti listræni afrakstur þessa máls. Annar afrakstur þess er niðurbrot barna og fjölskyldu minnar sem erfitt er að fýrirgefa þó að maður sé allur af vilja gerður. Þetta eru myndir af nefrid sem hefur allt á homum sér og býr ttí aðdróttanir og „Það erí raun stórmerki- legt að þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi borið vitni um hæfni mína og ástríki gagnvart dætrunum hef- ur nefndinni ítrekað tek- ist að sverta mannorð mitt innan kerfisinsog reynt að brjóta mig niður íþessumáli." sögusagnir eða ýjar að einhverjum gersamlega ósönnuðum hlutum um mig og mína tflvem. Þetta mál hefur bæði komið í veg fýrir að ég hafi get- að unnið langtímum saman og er nú innblásturinn að þessari sýningu." Bjarni vill meina að niðurstaða þessa máls sé ekki síður sigur fýrir dómskerfið en hann sjálfan en engu að síður finnur hann nú knýjandi þörf fyrir að fá útrás fýrir tilfinningar sínar eftir allar hremmingamar en vill hins vegar beina þeim í skapandi farveg. Samtímis er sýningin afmælissýn- ing því Bjarni verður sextugur í haust. Fjörutíu og fimm ára málaraferill hófst með fýrstu málverkasýningunni þegar hann var fimmtán ára. „Ég bjó lengi í Portúgal og gekk vel þar með mitt málverk en þetta hefur gengið misjafrflega síðustu árin hér heima, einkum vegna þessarar enda- lausu deilu. Síðasta sýning sem ég hélt var í Bandaríkjunum 2003 þar sem ég fékk mjög góða dóma og mér var reyndar boðið að sýna þar aftur núna. Það gat ekki orðið, einkum vegna þess að ég vildi ljúka þessu máh og koma lífi mínu og dætranna í ró. Ég á ynd- islega unnustu sem dætur mína elska og sem er þeim eins og besta móð- ir þannig að ég kvíði ekki ffamtíðinni lengur. Hins vegar er aldrei að vita hvetju þessi nefnd tekur upp á enda jafiiast hugamyndaflug þeirra á við snilligáfu helstu listamanna veraldar." Það hefur löngum verið sagt um list Bjarna að hann máli landslag hugans en ekki þetta týpíska íslenska landslag sem við erum svo föst við ís- lendingar. Þó segist Bjami hér vera að fást við nýja sýn á aðra þætti mann- legs eðlis og hugsunar en hann hafi áður gert. Þætti mannlegs eðlis sem hann hafi uppgötvað þessi síðustu ár. „En ég er auðvitað að gera pínu- lítið grín að þessu líka. Ég hefði aldrei getað komist heill á geði út úr þessu nema hafa húmor fyrir því hvem- ig þetta fólk hugsar. Vonandi mæt- ir nefndin á opnunina 21. október því þær eru svo innilega velkomnar, þessar elskur." kormakur@dv.is C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.