Framsóknarblaðið - 06.03.1946, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 06.03.1946, Blaðsíða 1
RAMtOKNARBIAOID fjttfofandl: Framsóknarflokknriiiii f \eatmmsmmmyimm 9- árgangur- Vestmannaeyjum, (5. marz 194O tölublað Heildsalamálin Nýlega hafa fjórir heildsalar verið dæmdir fyrir brot ó gjaldeyris- og verðlagslögunum. Þeir verða að greiða 235 þúsund króna sekt, og endurgreiða 420 þúsund króna ólöglegan gróða. Meginhluti allrar innílutnings verzlunar íslendinga er í hönd- um fjöhnennrar heildsalastéttaiv Á fyrstu árum stríðsins hljóp mik ill ofvöxtur í heildsalastéttina. Enda var ekki til lítils að vinna, því að á fáum mánuðum eða jafnvel vikum, gat heildsali á lítilli vörusendingu af glysvör- um og gagnslausu drasli — sem leyfður var útflutningur á úr ó- friðarlöndunum — grætt tugi cjg hundruð þúsunda. Voru þá fjöl- margir, sem aldrei hafði dreymt um að verða heildsalar „löggilt- ir" af því opinbera til þess að annast þessi trúnaðarstörf, sem öll þjóðin á mikið undir, að séu rækt af samvizkusemi og fullum heiðarleik. Ýmsir, eins og t. d. Jóhann Jósefsson, urðu meðeig- endur í fleiri en einu heildsölu- fyrirtæki. Var það í sjálfu sér eðli legt með Jóhann, því að hann hefur um fjölda ára stundað kaupsýslu með forsjálni. En þeg- air landlæknirinn, Vilmundur Jórisson, fór að stofna slíkt fyrir- tæki, urðu margir dálítið undr- andi, sérstaklega af því að þetta fyrirtæki var ekki miðað við inn- kaup til spítala eða lækna. Og meira að segja ekki svo fáir kom- múnistar, sem háfa ofsalega p- beit á allri fjársöfnun og háum tekjum, féllu fyrir freistingunni, sérstaklega þeir, setn voru komn- ir uppá það, að ná sér í auka- tekjur með því að hafa svolitlar pvósentur af vinnulaunum þeirra manna, scm seldu vinnu sína setu Hði því, sem í landinu dvaldi. Þó voru þeir ekki fleiri en það, að kommúnistaflokkurinn talcli sig berjast á móti „heildsalaklík- unni", og léti það verða siti fyrsta yérk, ef hann kæmist til valda, að „skera" þessa heild.saUt uiðnr. Þrátt fyrir þessar yl'irlýs- ingar, gai Þjóðviljinn skýrt frá því nýverið, að gróði heildsal- anna árið 1945 af innflutningi þess árs, væri. yfir 50 milljónir. Nú hefðu flestir haldið, að svona mikill gróði væri nægilegt lifi- brauð fyrir þessa stétt manna. En svo er nú ekki, heldur hafa. þeir notað þessa trúnaðarað- stöðu sína til þess að ná sér í laglegan aukaskilding á kostnað borgara landsins, sem vörurnar kaupa. Og það í gjaldeyri, sem er líklegur til þess að verða í fullu gildi, þó að íslenzka krón- an verði með aðgerðum — eða aðgerðarleysi — ríkisstjórnarinn- ar gerð verðlaus; sem sagt í doll- urum. Aðferðin er ósköp ein- föld: Þaö, sem þessir herrar þótt- ust kaupa fyrir 100 dollara greiddu þeir ekki nema 75 eða 50 dollara fyrir, og lögðu svo mis- muninn inn á sinn reiknihg í Bandaríkjunum. Þar er þessi fúlga á fríum sjó, og ekki nein ástæða til að óttast, að skattayf- irvöld landsins séu að plokka af þessu í hinn síveltandi ríkissjóð. Fyrir utan þessa fínu aðstöðu með dollaraiia varð gróðinn allt að því tvöialdur fyrir hina leyfðu álagningu, sem var því meiri, sem varan var dýrari í innkaupi. Þessi verzlunarmáti gekk nú eins og í sögu þar til s. 1. vor, að jtollgæzlan í Reykjavík tók eftir úrum og skrautvörum, sem kaup menn Reykjavíkur skreyttu með glugga sína. Við rannsókn kom t ljós, að vörur þessar höfðu ver- ið fluttar inn án lögboðinna pappíra ,af einu fyrirtæki Jó- hanns Jósefssonar, sem heitir S. Árnason & Co„ því aldrei er mað urinn l'yrir það, að vera Aö flagga nafni sínu að óþörfu. . Hafði dótið verið flutt inn tneð skipi, seiri Tóhahn pg fleiri höf'ðu látið stnt'ða í Halifax ú vegum Nýbyggingarráðs, og hét Haukur, meðan það flaut, sem var ekki rnjög lengi, því að það sökk í sumarblíðunni i fyrstu för sinni til Englands. Ýmislegt fleira koma í ljós í sambandi við vörur til þessa fyrirtækis, meðal annars fundust í tunnu einni, sem hafði vörur að geyma, fakt- úrur með frumverði varanna, sem eins og áður er lýst, voru allmikið ódýrari í innkaupi en á reikningum þeim, sem sýndir voru tollyfirvöldunum. — Út af þessu kærði verðlagsstjóri S. Árnason & Co„ og um sama leyti annað þekkt fyrirtæki, Ó. John- son Sc Kaaber. Þó hafði aðaleig- andi þess fyrirtækis nýlega sýnt af sér þá rausn, áð gefa setustofu húsgögn í nýja Stúdentaheimil- ið í Reykjavík, og fengið maklegt lof í Mogganum. Búazt hefði mátt við, að hin röggsama nýsköpunarstjórn hefði brugðið fljótt við undir kjörorð- inu „upprætum hneykslið hvar sem það finnst", en svo var ekki. S. Árnason & Co. fekk faktúrur sínar sem óvart lentu hjá toll- inum, lánaðar, og svo voru þær í misgáningi sendar til Ameríku í flugvél. Annar aðaleigandi, Ó. Johnson & Kaaber, Arent Claes- sen, var um þetta leyti valinn af ríkisstjórriinni sem sendimaður herinar í viðskiptaerindum til þess að semja við Svía um vöru- kaup. — Reyndist þetta mesta happaferð fyrir þessa fjölskyldu, því að mannirium tókst að fá einkáumboð handa syni sínum á raftækjum frá einu bezta raf- magnsfirma í Svíþjóð, enda stofn aði sonurinn strax eftir heim- . komu föðurins, nýja heildsölu með slíkar vörur. Leið nú langur tími, sem ekk- ert gerðist, í sambandi við kærur verðlagsstjóra, en kærurnar til- kynntar í blöðum og útvarpi, svo að aðilar beggja megin hafs gætu vitað á hverju væri von, og lát- ið reikninga, nýja eða gamla, fljúga milli sín. Öðruvísi mér áð- ur brá, þegar Jón fvarsson var kærður fyrir að útvega Hornfirð- ingum kol á Norðfirði, þegar kolalaust var í Hornafirði, og selja þau undir kostnaðarverði, og selja kaffibætir frá Johnson Siglufjarðarmálið Hæsfiréltur stoðfestir úrskurð fógeraréttar Siglufjarðar í Kaupfé- lagsmálinu. Þóroddur og félogar dæmdir til greiðslu mólskostnaóar í bóSum réttum. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði fengu umboðsmenn kom- múnista málinu irestað, er það átti að koma fyrir í hæstarétti um miðjan janúar, þar til dag- inn eftir kosningarnar 28. jan. Hefur hæstiréttur nýlega kveð ið upp dóm í málinu, og er hann á þá leið, að úrskurður fógeta- réttar Siglufjarðar er staðfestur að öllu leyti, og Þóroddur og félagar hans dæmdir til greiðslu 2 þúsund króna málskostnaðar fyrir hæstarétti. Áður en þessi dómur hæsta- réttar gekk, létu kommúnistar skína í það, að hæstiréttur myndi ógilda fógetaúrskurðinn, enda hefði hann verið kveðinn upp af nazista. Nú hefur orðið ann- að upp á teningnum. Hefur öll uppivöðslusemi og lögleysur kommúnista í sambandi við stjórnarkosninguna í kaupfélag- inu í vor verið ógild dæmd af hæstarétti. En þar með er ekki sagan öll, því að þessi úrslit skapa grundvöll undir frekari málsókn- ir í sambandi við störf hinnar ólöglegu stjórnar um margra vikna skeið. Lítur út fyi-ir, að þær ráðleggingar Áka, að reka trúnaðarmennina úr félaginu, ætli að verða þeim kumpánum dýr áður en líkur. Og lítill sómi er það Vestmannaeyingum, að sá maður, sem mest hefur verið til skaða og skammar íslenzkum samvinnufélagsskap, Þóroddur Guðmundsson, hefur setið árum saman á Alþingi fyrir atkvæði Vestmannaeyinga. 8c Kaaber nokkrum aurum hærra en lög, sem þá ekki voru korain til framkvæmda, leyfðu. Þá var nú fljótlega tilkynnt, hvað kæmi Frh. á 3. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.