Framsóknarblaðið - 06.03.1946, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 06.03.1946, Blaðsíða 2
PRAMSÓKNA RBLAÐIÐ Byggjum sjómannaheimili! FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Útgefandi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón Sigurbjörnsson. Prentsmiðjan Eyrún h.f. 'VnrV f v f VnrV V ^ 1 i Eftir kosningarnar Eftir rúmlega aldarfjórðungs meirihlutaaðstöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur Sjálfstæðis- flokkurinn (íhaldið) verið felld- ur frá völdum, og það svo rösk- lega, að lítil líkindi eru til þess að hann nái aftur fyrri aðstöðu í stjórn bæjarmálanna. — Árið 1942 höfðu vinstri flokkarnir samanlagt 73 atkv. fleira en Sjálf stæðisflokkurinn, en við þessar kosningar hafa sömu flokkar 378 atkv. meira en Sjálfstæðisflokkur inn. Framsóknarblaðið fagnar þessum úrslitum og vonar, að þeim, sem nú fara með stjórn bæjarmálanna, takist betur en fyrirrennurum þeirra. Þótt Framsóknarflokknum tæk ist ekki að fá fulltrúa í þessa bæj arstjórn — listann vantaði 25 at- kvæði til þess að fella 4. mann Sjálfstæðislistans — þá mun hann af áhuga fylgjast með gangi mál- anna, og styðja hvert gott og þarft verkefni, sem bæjarstjórn- in tekur sér fyrir hendur, jafn- framt því að gagnrýna það sem gengur í öfuga átt. Um kosningaúrslitin í heild er það að segja, að Framsóknarflokk urinn jók fylgi sitt um 25,5% frá síðustu kosningum, þegar miðað er við heildarúrslit kosn- inganna í kaupstöðum og kaup- túnum. í Reykjavík var íylgis- aukningin langmest, yfir 70%. Er þetta mjög eftirtektarvert, því að í Reykjavík hefur á undan- förnum árum verið beitt harð- hefur samstjórn hinna flokk- anna aðsetur, og hefur á allan hátt reynt að gjöra hlut Frain- sóknarflokksins sem minnstan. Mun þó óhætt að fullyrða, að Framsóknarflokkurinn mun enn stórlega auka fylgi sitt við Alþing iskosningarnar í vor, því að þá mun ennþá betur vera koinið í ljós, hve óheppilega hefur til tek- izt um ýmsar framkvæmdir nú- verandi ríkisstjórnar. Enginn flokkur mun hafa orð ið fyrir eins miklum vonbrigð- um í nýafstöðnum bæjarstjórn- arkosningum og Sameiningar- Þegar samkomuhúsið hér var byggt, lögðu góðtemplarar fram nokkurt fé í fasteignum i bygg- inguna og hugðust að geta haft þar viðunandi húsakynni fyrir menningarstarfsemi sína. Ekki dró það úr vonum þeirra, að að- alráðamaður Samkomuhússins var og telur sig vera „stúkubróð- ur“, — góðtemplara. Þessi þátttaka okkar góðtempl- ara hér um byggingu samkomu- húss hefur orðið okkur til lít- illar ánægju. Stúkusalur hússins er þannig notaður, að til háð; ungar er okkur góðtemplurum og öllum, sem unna bindindi og öðru slíku menningarstarfi. Það er sannfæring mín, að Samkomuhúsið hér, eins og sú stofnun hefur verið rekin und- anfarin ár, hafi haft skaðvæn- legri áhrif á siðferðis- og menn- ingarlegan þroska æskmanna hér en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Ekkert verður um það vit- að né sagt, hve mörg mæða for- eldra hér, erfiðleikar og tár vegna ungmenna á refilstigum á rætur að rekja í þá stofnun. — Þetta þyrfti ekki svo að vera. Samkomuhús þurfa ekki að vera niðurrifsstofnanir um menn- ingu og heilbrigðan andlegan þroska æskumanna, — og allra. Síður en svo. Enda mun það hafa vakað fyrir sumum hér, er beittu sér fyrir byggingu þessa húss, að það yrði Eyjunum frem- ur til menningarauka en hitt. — Vonandi stendur þetta nú allt til bóta. Ég skal fúslega viður- kenna, að með byggingu Sam- komuhússins hér sköpuðust mik- urinn, og þó allra mest í Reykja- vík. Hafði flokkurinn þar hafið kosningabaráttu sína miklu fyrr en venja er til, eða í nóvember í haust, og ekkert sparað, hvorki stóryrði né fögur loforð, gerði flokkur þessi ráð fyrir, að bæta við sig 2 fulltrúum í bæjarstjórn halda þeim fulltrúum sem þeir áttu, og miðað við aukningu bæjarins raunverulega, staðið í stað með atkvæðamagn. I Vestmannaeyjum vantaði Só- síalistaflokkinn 1942 41 atkvæði til þess að fá 3 fulltrúa, en við þessar kosningar gera þeir lítið betur en koma að þremur, svo að um raunverulega stórsókn er ekki að ræða. Hér í Vestmannaeyjum er það Alþýðuflokkurinn einn, sem get- ur fagnað stórauknu fylgi, þó að það verði tæplega skýrt, af hverju það stafar. Sagt er, að þegar farfuglarnir ið betri skilyrði fyrir ýmiskonar menningarstarfsemi, svo sem leiklist og gagnlegt félagslíf. Það er því geysi mikilvægt atriði fyr- ir menningu bæjarfélagsins, að vel sé á þessari stofnun haldið, og mammonssjónarmiðið ráði þar ekki öllum rekstri, heldur menningarhugsjónir og hlýhug- ur til alls menningarstarfs í bænum. Nú er það almennur vilji okk- ar góðtemplara hér í Eyjum, að eignast eigið fundarhús. Bygg- ingarnefnd hefur þegar verið kosin. 9 Sjómannaheimilið á Siglufirði er þekkt um land allt fyrir hið mikla og góða starf, sem það innar af hendi fyrir sjómanna- stéttina. Það Ieikur ekki á tveim tung- um, að sjómannaheimili, rekið með svipuðu sniði og í Siglu- firði, er mikil nauðsyn í þessum bæ. Það er býsna mikilvægt at- riði fyrir atvinnulífið í bænum og alla menningu, að vel sé hlynnt að öllum aðkomusjómönn um. Við þurfum að bæta dval- arskilyrði þeirra að miklum mun. Góður aðbúnaður þeim til handa er trygging þess, að ekki skorti sjómenn á bátaflotann okkar á vertíðum. Páll Odd- geirsson og fleiri framsæknir út- gerðarmenn hér í Eyjum skilja þetta vel og leggja þessu máli Iið í orði og verki. Sjómannaheimili góðtemplara myndi geta orðið gildur þáttur í auknu menningarstarfi og bættri aðbúð til handa sjómönn- um, sem hingað leita á vertíðum, fljúgi milli landa, komi það oft fyrir, að þeir setjist á siglutoppa skipa, sem verða á leið þeirra, og hvíli sig þar litla stund. Svo mun einnig verða hér, að hinir pólitísku farfuglar úr Sjálfstæð- isflokknum munu ekki sitja lengi á siglutoppum kratanna. Um hæfni Alþýðuflokksleið- toganna til þess að stjórna fjár- málum hefur reynslan hér í Vest- mannaeyjum verið sú, að flest, er þeir hafa til stofnað, hefur siglt hraðbyri til gjaldþrots og upplausnar. Sýnir það því nokkra léttúð hjá kjósendum þessa bæj- ar, að ætla nú að láta þessa menn vera framámenn í fjármálastjórn bæjarfélagsins. Og þótt Pál Þor- björnssyni sé margt vel gefið, og hann sómi sér vel á stjórnpalli og í ræðustól, þá er annað að halda fallegar skálaræður cn að stjórn^ fjármálum fyrirtækis eins og bæjarins, og það er, að troða sívalning í kantað gat, að fela Páli forsjá þeirra hluta. svo og öðrum aðkomumönnum. Það er því ekki lítlð menn- ingar- og fjárhagsatriði fyrir bæj- arfélagið, að góðtemplurum megi takast að byggja hér rúmgott og hlýlegt góðtemplarahús, þar sem við getum starfrækt gott sjó- mannaheimili og rækt þar ann* að menningar- og björgunarstarf í samræmi við hugsjónir Regl- unnar. Það er trú mín, að margir Ey* verjar muni fúsir að leggja hönd á plóginn með okkur um fram- kvæmdir þessa verks, hvort sem þeir eru góðtemplarar eða ekki. Þ. Þ. V. Bæjarmál Ný bæjarstjórn hefur verið kosin, og hafa nú verkalýðsflokk- arnir náð meirihluta, og er gott eitt við því að segja, en vandi fylgir vegsemd, og valdinu fylg- ir ábyrgðin á bæjarrekstri næstu ára. Hitt er svo, því miður, annað mál, að stjórn bæjarmálanna und anfarið, áratugalangt stjórnar- tímabil Sjálfstæðisflokksins. hef- ur verið slík, að hún getur vart orðið verri. Vitanlega ætlast menn til, að úrbætur komi, og margir jafnvel tmynda sér, að með kosningaúr- slitunum hafi allt breytzt og batn að, og eru þessum sömu mönn- um það svo vonbrigði, að dag- inn eftr kosningarnar vöknuðu þeir til venjulegs mánudags, og allt sat við sama og við var skil- ið laugardaginn næstan fyrir kosningarnar. Ýmsir telja kosningaúrslitin ágæt, en líkar bara ekki menn- irnir, sem kosnir voru, en menn þessir hafá verið kosnir samkv. réttum lýðræðsreglum, og um val þeirra hafa þeir dæmt, sem kusu þá, aðrir hafa allt á hornum sér. Framsóknarmenn hafa einkis í að sakna við valdafráför Sjálf- stæðisflokksins, og þeir una því vel, að flokkar þeir, sem nú mynda meirihluu bæjarstjórnar, fái að reyna sig. Hitt verður fólk ið að gera sér ljóst, að það er ekki sízt undir því sjálfu komið, hvern ig um framkvæmdirnar tekst. — Bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur að sjálfsögðu yfirráðin og for- stöðuna, en fólkið sjálft verður að vinna störfin hér eftir scni hingað til. Um málefnasamning flokkanna er lítið að segja, það' sem af honum er birt í Braut- inni, eru lítið og óbreyttar upp- prentanir úr gömlum og nýjum Framsóknarblöðum, og gott það sem það nær, en rneð upptöku og samþykktum stefnuskrá þtSS flokks og framkvæmdum þeim, Frh. á 3. síðu. ari áróðri gegn Framsóknar- Reykjavíkur, en tókst aðeins að flokknum en dæmi eru til. Þar flokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.