Framsóknarblaðið - 24.06.1946, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 24.06.1946, Blaðsíða 2
9 FRA MSÓKNA RBLAtílÐ Þ. Þ. V. Þankar líðandi stundar' varpið. Það er allt gott og bless- FRAMSÖKNARBLAÐIÐ Ú tgejandi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón Sigurbjörnsson. Prentsmiðjan Eyrún h.f. Kosningarnar Þrátt iyrir það, að fyrir liggja yfirlýsingar allra (lokka varð- andi herstöðvamálið svokallaða, þar sem yfir er lýst þeim al- menna vilja, að á íslandi verði ekki hafðar stöðvar erlends hers eða herja, þá reyna kommúnist- ar nú, að leiða athygli fólks frá vanefndum sínum í innanlands- málum með því að telja sig þá einu varnarmenn gegn erlendri ásadni, og jafnvel skreyta áróð- ursrit sín með myndum af jóni Sigurðssyni. En staðreyndirnar eru stundum dálítið óþægilegar. F.ftir að Þjóðverjar og Rússar fiöfðu gert með sér griðasáttmál- ann, Jrá fengu Moskvalínukomm arnir nýja línu, og samkvæmt þeim fyrirmælum gerðu þeir allt sem hægt var til jress að lorvelda hervarnir Breta. Iiftir að Þjóðverjar réðust svo á Rússa |);i ^snéru Jieir við blaðinu. En Adam var ekki lengi í Paradís, |i\ í þegar Rússar létu setja sem skilyrði fyrir þátttöku í ráð- stéfnunni í San Francisco 1945 að þátttakendurnir segðu Jap- önum og Þjóðverjum stríð á hendur, )>á stóð ekki á Komm- únistaílokknum íslenzka, [íótt Framsóknarflokknum tækist að koma í yeg fyrir það. Þetta eru nú öll heifindin. En hver trúir lijali þessara manna? En í innanlandsmálunum er Jjannig ástatt, að ríkið hefur orð- ið að taka á sig ábyrgð á rekstri hraðfrystihúsanna, ábyrgjast salt fiskverð og l'lytja út bátalisk með tapi. Uppbætur I iskverðsins, sem Brvnjólfur gumar al á fyrra ári, verður á kostnað ríkissjóðs, [)ví stórkostlegt tap, sem skiptir milljónnm varð á færeysku leigu skipunum í fyrra fyrir vanstjórn og ráðdeildarl.eysi. En fiskhækkunin í ár var gerð samkvæmt tillögu sem við Einnbogi Guðmundsson feng- um samþykkta á Fiskiþingi í vetur. Stuðningurinn við síldarút- veginn mun ekki sízt hafa verið vegna skips Áka Jónssonar, Sigl tiness. SJ Ó M AN N ADAGU RIN N Síðan sjómenn viildu sér séi- stakan dag árlega til hátíðahalda, mun að öllum líkindum aldrei hafa verið jafn almenn þáttaka í hátíðahöldunum hér eins og síðasta sjómannadag, 2. þ. m. Veður var gott og fólk yfirleitt í hátíðarskapi. Margt fagurt orð var sungið og talað til lofs og heiðurs sjómönnunum okkar bæði hér og þó öllu meira í út- Það sem kosið verður um í Vestmannaeyjum 30. júní er fyrst og fremst: Fullkomin landshöfn í Vest- mannaeyjum sem fullbyggist á næstu tveimur árum og hafnar- gjaldalækkun til stmræmis við aðra staði. Raforka frá fallvötnunum sunnanlands með fullkominni véldrifinni varastöð, sem tekin verði upp í rafveitur ríkisins. Raforkugjaldalækkun til sam- ræniis við Reykjavíkurverð. Lagasetning um útsvör, sem tryggja að ekki verði áfram- haldandi níðst á fólki, sem býr utan Reykjavíkur. Heimilis ralmagnstæki og vél- ar á hvert heimili. Vatnsveita. Jafnrétti Vestmannaeyja um staðsetningu hinna nýju atvinnu tækja. Vestmannaeyjabær fái eyjarn- ar kevptar, og frá kaupverðinu verði metið til frádráttar um- bætur er gerðar hafa verið hér af bæjarfélagi eða einstakling- um. Eullkomnum aflabrests- og hlutatryggingum komið á. Öll skip, sem til cða frá land- inu sigla með viðkomu í Rvík komi við í Vestmannaeyjum, strandferðaskipin verði látin koma inn að bryggju, og réttir aðilar studdir til að eignast full- kominn fólksflutningabát til Stokkseyrar eða Þorlákshalnar- ferða. Að gömlu, góðu Eyjabátarnir verði ekki gerðir verðlausir. í nýsköpunarmálum hef ég látið verkin tala og sýnt Jrar hug minn. Loks ber að stelna að því, að þingmennirnir verði búsettir í kjördæmunum og eðlilegur hluti stjórnarvaldsins verði flutt- ur heim í héruðin og landsfjórð- ungana. Fyrir þessum málum mun ég berjast,*ef mér verður þingsetu auðið. Helgi Benediktsson. að og fátt af |)ví ofmælt. En hvernig er þetta annars? lir virðingin fyrir sjómönnunum okkar og starfi þeirra meiri en í orði kveðnu og.þá kannske helzt á sjómannadaginn? Ber að- búð Jreirra margra hér á vertíð vott um virðingu fyrir þeim og starfi þeirra? Búa nokkrir hér í Eyjum við lakari aðbúð og ó- virðulegri umbúnað á allan hátt? Er það einskær hleypidóm- ur minn, að flest virðist þeim samboðið? Sjómaður, sem hér var í vetur og borðaði í Matstofunni tjáði mér, að stofan hefði stundum verið lánuð fyrir almenna dans- leiki um helgar, og ekki hefðu „kostgangararnir“ getað séð þess merki, að hún hefði verið Jweg- in á eftir, áður en matfanga var neytt í henni, enda hefði mátt skrifa „svín“ í allar gluggakist- ur, borð og bekki, svo mikið hafði rykið verið í þeim sala- kynnum næstu daga á eftir. Annar sjómaður tjáði mér, að ekki væri hirt um að halda heitum rtxat handa þeim, þar sem hann borðaði, ef þeir kæmu ekki til kvöldverðar á venjuleg- um tíma, sem oft vill verða, eins og "kunnugt er. Þessi illa aðbúð sjómanna okkar ber ekki vott um mikla virðingu fyrir stéttinni og starfi hennar, Jró að við gumum af þeim og afrekum þeirra á sjó- mannadaginn. ‘Þetta skeytingar- Jeysi og hirðuleysi um.aðkomu- sjétmennina hér, kemur okkur sjálfum í koll. Sjómenn fast ekki hingað ,ef Jreir eiga annars kost. Bátaflotinn mannlaús og fram- leiðslan dregst saman. Þetta skilja ýmsir mætir útgerðar- menn hér og hafa vakið máls á þessu á opinberum vettvangi, en þeir virðast litla áheyrn hafa fengið enn. BY GGÐARSAFN Eitt af Jrví, sem lyfti undir Eyverja til þess að taka þátt í hátíðahöldum sjómannadagsins var kappróðurinn á nýju bátun- um. Nýlunda var það merkileg, að sjómannadagsráðið hér hafði lát- ið smíða þrjá kappróðrarbáta, sérstaklega fallegar fleytur, sem vöktu bæði athygli og ánægju Eyverja. Þökk sé ráðinu fyrir Jrað. Hreyknir megum við vera af öðrum eins bátavölundi og Ólafi Ástgeirssyni. Mætti ég ráða fengi ég hann til Jresss að smíða róðrarskip með gömlu lagi, Gidi- on annan, og búa ]>að öllum reiða og tækjum. Vildi ég mynda með því vísi að byggðarsalni hér í Eyjum. Fyrir nokkrum árum vakti ég máls á því í þessu blaði hversu nauðsynlegt Jrað væri að stofna hér til byggðarsafns og safna þangað öllu Jrví, sem minnti á gamla tímann og forn- ar kynslóðir. Auðvitað fékk það enga áheyrn. Bæjarfógetinn okkar hefur einnig sett fram sömu hugmynd í þjóðhátíðarræðu fyrir fáum ár- um. Síðan vakið var máls á Jressu, hefur verið myndaður vís- ir að byggðasafni á Vestur- Norður- og Austurlandi. All- staðar virðist okkur Eyverjuin fyrirmunað að ganga á undan unt menningarframkvæmdir. SKOTLEYFI Eg sé í blöðum, að bæjarfóget- inn í Ilafnarfirði afturkallar öll skotleyfi í kuapstaðnum til Jress að geta úthlutað þeim aftur eft- ir föstum reglum og koma í veg fyrir, að „óvitar“ og strákapeyj- ar fari með byssu. Væri ekki full þörf á Jrví, að bæjarfógetinn okkar hefðist hið sama að. Hér ganga unglingar með riffla og skjóta fugla að gantni sínu. Stundum ráðast þeir að ýmsu öðru, sem á vegi þeirra verður, sjálfum þeim til skamin- ar og öðrum til skaða. Jafnvel börn leika sér að hlöðnum skot- hylkjum. Þetta er staðreynd þó að hún sé ólíðandi. Ef til vill hefur ástandið í Hafnarlirði í þessum efnunt verið líkt því sem hér er, og bæjarfógetinn þar séð sig til neyddan að láta til skarar skríða. Myndi ekki bæjarfógetinn okkar vilja taka Jretta til vinsamíegrar athugun- ar? Hann er vís til Jiess. EgJtygg- að Jjað myndi spara lögreglunnt hér mikið umstang síðar rneir og Eyverjum aukið öryggi. Færrt fuglar’ rnyndu líka týna lífi at völdum „byssuóvitanna“. DÝRTÍÐIN VEX Vísitalan hækkar. Hún er m1 292 stig og hækkaði um 5 stig 1 þessum mánuði. Eins og kunn- ugt er, vildi Framsóknarflokkur- inn ekki á sínum tíma taka þátt í stjórnarmyndun nema tryggý væri, að öruggir hemlar yrðu settir á dýrtíðina. Margir hah1 legið flokknum á hálsi fyrl1 þetta og talið Jtessi skilyrði bera vott um afturhald. Þessu trúa sumir. Allt er hægt að segja Jreim, sem gleypa hverja flugu’ er vissum leiðtogum þóknast að bera að vitum þeirra. Dýrtíði11 er að gleypa hinn svokallaða stríðsgróða okkar. Atvinnuveg irnir eru að kornast í öngþveú1 Framhald á 3- slðu 4

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.