Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 25.10.1950, Síða 1

Framsóknarblaðið - 25.10.1950, Síða 1
13. árgangur. Vestmannaeyjum, 25. okt. 1950. 23. tölublað. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn í Vesfmannaeyjum T í 11 ö g u r samþ. é bæjarstjórn 20.-10. Bæjarstjórn Vestmannaeyja í- trekar áskorun sína til þing- manns kjördæmisins, að hann vinni að því, að Stórhöfðavegur niður í bæ verði viðurkenndur þjóðvegur. Bæjarstjórn Vestmannaeyja beinir þeim tilmælum til Fjár- hagsráðs að úthlutað verði nokkru cementsmagni til lagfær- ingar húslóða í Vestmannaeyj- um á svipaðan hátt og gert hef- ur verið með lóðina tilheyrandi embættisbústað bæjarfógeta. Þar sem afkoma bæjarbúa sem og bæjarfélagsins er svo mjög háð afkomu sjávarútvegs- ins, og vegna hins alvarléga á- stands sem nú ríkir í afurðasölu- og gjaldeyrismálum þjóðarinn- ar, samþykkir bæjarstjóm Vest- mannaeyja að beita sér fyrir al- mennum borgarafundi þar sem bæjarbúum verði gefinn kost- ur að láta álit sitt í Ijós á þess- um málum og gera tillögur og kröfur til úrbóta til þeirra aðilja sem um þessi mál fjalla. Telur fundurinn þetta einkum tíma- bært nú, þar sem fram hafa kom ið háværar raddir um að þessum málum verði komið í viðunandi horf. Bæjarstjórn Vestmannaeyja beinir þeirri áskorun til síma- málastjómarinnar að skípum verði, eins og áður hefir verið gert, látnar í té upplýsingar um veður og annað sem varðar ör- yggi sjómanna án sérstakrar greiðslu. Af öryggisástæðum var á sínum tíma komið á nætur- vörzlu á símstöðinni í Vest- mannaeyjum vegna afgreiðslu við skip, og kostar Bátaábirgða- félagið vörslu þessa að veruleg- um hluta.á móti landssímanum, og réði vali manns þess sem þjónustu þessa annast, og er al- menn ánægja með hversu vel tókst til um það, og hefir þessi nýbreytni orðið að ómetanlegu gagni. Á næstliðnu sumri tók Lands- síminn upp þá nýbreytni, að banna allar upplýsingar og við- skipti við skip í sambandi við þessa öryggisþjónustu nema fyr- ir þorgun. Þingmanni kjördæmisins er falið að fylgja fram þessari á- skorun við rétta hlutaðeigendur. Bæjarstjórn Vestmannaeyjá skorar á þingmann kjördæmis- ins að vinna að því, að Vest- mannaeyingar verði sömu rétt- inda aðnjótandi og Reykvikingar og íbúar annarra bæja með nið- urgreiðslu á mjólk úr rikissjóði, en upphæð þessi mundi nema um kr. 200.000,00 á mjólkur- framleiðslu Eyjabúa. Einnig að hann vinni að því, að laun dýra- læknis hér verði greidd úr ríkis- sjóði. Bæjarstjórn mælist til þess við Fjárhagsráð að nú í þessum mánúði 'verði veitt fjárfestingar- leyfi fyrir 20—30 nýjum íbúð- arhúsum í Eyjum. Efnisúthlut- un mætti haga þann veg að Verkalýðsandslað- an hlaut ekki bænheyrslu Svo sem kunnugt er, skipa 5 menn hafnarnefndina hér í bæ, þrír sjálfsæðismenn, Páll ritstjóri og Þorbjörn Guðjóns- son bóndi að Kirkjubæ. Síðan hafnarnefndin var kosin, hefur Páll, þessi fulltrúi Alþýðuflokks ins, ávallt „legið upp að hlið“ sjálfstæðismannanna, svo að ekk ert hnífsblað hefur þar gengið á milli. Brátt tóku fjórmenningar þessir að ýfast við Þorbjörn og bæjarstjórnarmeirihlutann og reyna að hefta gjörðir og sam- þykktir. Bæði Ársæll og Páll hafa mörg undanfarin ár starfað í hafnarnefnd og ættu því að þekkja reglugjörð hafnarnefnd- ar og bæjarstjórnar. Um hafnar málin kont brátt í ljós, að þeir vildu gera bæjarstjórnina ó- mynduga og svipta hana álykt- unarrétti. Meiri hluti bæjar- stjórnar lagði hinsvegar og legg ur lítið upp úr ábyrgðarskrafi manna eins og Páls ritstjóra, fyrrv. forstjóra bæjarútgerðar- innar, þó að Sjálfstæðismenn nú nýti forustu háns í óþurft- armálum og 1 málæðisandróðri. Þegar fjórmenningar þessir höfðu gengið úr skugga um, að meiri hluti bæjarstjórnar er staðráðinn í að ráða því, sem hann á að bera ábyrgð á, skutu þeir máli sínu til Ólafs Thors Framb. á 2. síðu. miða framkvæmdirnar við að bygging hvers húss taki 3 til 4 ár, en haustmánuðurnir fram að vertíð er sá tími sem sjómönn- um er hagkvæmastur til bygg- ingaframkvæmda þannig að þeir geti sjálfir og í vinnuskipt- um byggt. Þingmanni kjördæm- isins er falið að koma þessari málaleitun fram.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.