Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 25.10.1950, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 25.10.1950, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNA RBLAÐIÐ Bæjarfréttir Páll Jónasson kom til Eyja 11. þ. m. á vélbátnum Heima- kletti sem hann hefur tekið á leigu og ætlar að gera út fró Eyj um. Torfi Jóhannsson bæjarfógeti hefur látið skrá bifreið sína í Vestmannaeyjum og ber bíllínn númerið V. 1. Fyrrverandi bæj- arfógeti Gunnar Þorsteinsson hafði sinn bíl alltaf með Reykja- víkurnúmerinu. Pólstjarnan tók hér saltfisk til útflutnings 14. þ. m. ,,Þorsteinn" kom með vörur frá Reykjavík 16. þ. m. Pýpkunarskipið Grettir lauk verkefnum sínum í Vestmanna- eyjahöfn að þessu sinni 12. þ. m. Skipið fór héðan 15. þ. m. í fylgd með vitaskÍRÍnu Hermóði. ur. Öskar Gíslason kvikmynda- tökumaður sýndi hér í Eyjum kvikmyndina ,,Síðasti bærinn í dalnum" 14, 15. og 16. þ. m. við mikla aðsókn. Sýningar fóru fram í samkomusalnum í skrif stofubyggingu Helga Benedikts- sonar við Strandveg. Vatnajökull tók hér hraðfryst- an fisk til útflutnings 17. þ. m. Endurskoðendur bæjarreikn- inganna hafa með bréfi dagsettu 16. þ. rh. skuldbundið sig til þess að Ijúka endurskoðun og upp- gjöri reikninga bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir 15. marz ár- lega. Katla kom með salt til Vinnslustöðvarinnar 18. þ. m. ,,Þorsteinn" kom með vörur frá Reykjavík 19. þ. m. Esja kom hingað að austan og norðan 22. þ. m. Skipið kom inn í innrihöfn og lagðist þar að bryggju um hófjöru. Félagssamtök útgerðarmanna hafa stöðvað afskipun á fiski þar til lagfæring fest á greiðslu og verðlagi. Munu ýmsirtelja slíkar ráðsrafanir vonum seinna. Baldur Pálmason hefir dvalið hér undanfarna daga til þess að annast upptöku fyrir fyrirhugað Vestmannaeyjakvöld útvarpsins. Vélbórurinn Von kom hingað frá Danmörku 24. þ. m., en þar var ný vél sett í bátinn. Bóturinn flutti hingað ýmsan varning. Hallur Röksemdafærsla þeirra sólu- félaganna Guðlaugs og Páls er nokkuð sérkennileg, en bóðir eiga þeir sem kunnugt er sæti í hafnarnefnd. Annan daginn telja þeir að bæjarstjórnin, sem er óumdeilanlega húsbóndi hafn arnefndar, taki af sér öll ráð, en hinn daginn telja þeir sig aftur á móti stjórna bæjarstjórninni með hafnarnefndarsamþykktum. Þess um frásögnum svipar til frá- sagnar þeirra félaga um að flug- vélin Geysir sé lítið skemmd á Vatnajökli. Gunnar gamli Ólafsson er nú aftur orðinn helzti rithöfundur Sjálfstæðisflokksins, eftir að hafa verið saltaður í ritbanni Ársæls um alllangt órabil, sann- ast þar vísuorðin: „svo var mikill Satans kraftur, að saltaðir þorskar gengu aftur." Bæjarbúum er nokkur forvitni ó því að vita um það eftir hvaða reglum Stefán Árnason yfirlög- regluþjónn fær frí, þar sem frí hans á yfirstandandi óri skipta orðið mánuðum. Margir reknetabátar hafa nú hætt veiðum vegna aflatregðu, en mjög lítil reknetasíld hefir veiðst það sem af er þessum mónuði. Elliheimilið Skólholt er nú full búið. Starfræksla mun fyrirhug- uð um næstu mánaðamót. Búið er að sló upp steypumót- um fyrir efstu hæð Gagnfræða- skólabyggingarinnar og er verið að steypa hæðina. „Þorsteinn" er væntanlegur með vörur f rá Reykjavík 6 morg- un. Tónlistarfélag Vestmannaevja er í undirbúningi með að koma hér upp kennslu í hljóðfæraleik. Framsóknarfélögin í Vest- mannaeyjum héldu fundi á Hótel H. B. 23. þ. m., þar voru kosnir fulltrúar á flokksþing Framsóknarflokksins sem hefst í Reykjavík 17. nóvember n.k. Vélsmiðjan Magni hélt örs- fagnað fyrir starfslið sitt ó Hótel H. B. 21. þ. m. Rangæingafélagið heldur skemmtifund ó Hótel H. B. í kvold. Framsóknarvist verður spiluð n.k. föstudag kl. 8V2 síðdegis að Hótel H. B. ur Morgunblaðið birti nýlega langt samtal við þingmann Vest- mannaeyja, Jóhann Þ. Jósefsso.n Kemur þar glöggt fram, hve Jó- hann er ókunnugur málum Eyj- anna. Meðal annars er þarna haft eftir Jóhanni að dýpkunar- skip Vestmannaeyja heiti Heima ey. Skipið heitir og hefir fró upp- hafi heitið Vestmannaey. Þá tel- ur Jóhann að í ór sé síld söltuð í Eyjum fyrsta sinni. Síld var söltuð í Eyjum í all stórum stíl 1935 auk þess sem Helgi heit- inn Jónatansson, Þorvaldur Guð- jónsson og fleiri hafa saltað hér síld af og til. Ingimundur hefir óskað þeirri leiðréttingu komið á framfæri að Jóhann hafi ekki drukkið öl hjá honum, heldur ó móti honum, því þeir hafi staðið sinn hvorum megin við borðið. Pólsbraut hefir marg talið eft ir að innheimtulögfræðingur bæjarsjóðs skuli búa á hótel H. B. þegar hann dvelst í Eyjum. Almennt er talið, að hér sé um yfirdrepsskap Póls Þorbjörns- sonar að ræða, en vilji menn láta Pál njóta sannmælis, þá má ekki gleyma því að komið mun hafa fyrir að hann hafi fengið ókeypis kjallaragistingu ó ferð- um sínum í Reykjavík á útgerð- arstjórnarórunum. Blaðalesendur fýsir að sjá á prenti lýsingar þeirra fóstbræðr- anna Stefáns Árnasonar og Páls Þorbjörnssonar á mannkostum manna þeirra, sem sóttu hér um bæjarfógetaembættis á s.l. sumri, ekki færi illa á því að Stefán kæmi þessu að sem sér- stöku númeri á málevrkasýning- unni fyrirhuguðu. ISLAND ísland, yndislega eyjan gób'a mín, ég ann þér alla vega, oft vil minnast þín, og þig blessi öll þín þjóð, fram þig leiði föður hönd, fóstra og móðir góð. Flestum fegri í heimi, fjalla drottning kær, eld og ís þú geymir, allmörg vötnin tær, fagurt er þitt fossaskraut blessi drottinn landsins lýð, lækni hverja þraut. Una Jónsdóttir G ETRAU N: Á hverju lifir Páll Þorbjörnsson? Ðónamenni Einn af kunnustu blaðamönn- um landsins skrifar í blað sitt 11. þ. m. um skrif Gunnars Ól- afssonar kaupmanns á Tangan- um og segir þar: ,, . . . Bar hann (þ. e. Gunn- ar Ólafsson) þeim á brýn hvers- konar mannskemmdir og hafði í grein þessari þó tegund af orð- bragði, sem menntalítil dóna- menni beita, þegar þeir eru viti sínu fjær af reiði. . " ,, . . . Hinn aldurhnigni lög- leysingi í Vestmannaeyjum virð ist hafa talið rétt að hefja til viðbótar upplognum hrakyrðum í blöðum um saklausa menn, beina sókn á hendur gæzlu- manna landhelginnar," . . . . . . „Þessi kaupmaður hefir lengi verið starfsfélagi Jóhanns Jósefssonar þingmanns Vest- mannaeyinga ..." í þessum dúr skrifar blaða- maðurinn um hið „mannskemm- andi dónamenni" á Tanganum, sem jafnpn hefir reynt eftir getu að spilla skólastarfi í þess- um bæ, þó að áhrifa hans gæti nú ekki orðið að neinu, sem bet- ur fer. Það markaði tímamót í skóla og menningarsögu Eyjanna, þegar óhrifa þessa ,,dóna- mennis" og starfsfélaga hans hætti að gæta hér í bæ. Þ. Þ. V. Gúmmísfimplar Tek á móti pöntunum næstu daga frá kl. 12—1 og 6—7. Ragnar Magnússon Lágafelli Sími 159 Útvatnaður saltfiskur og skata. ÍSHÚSIÐ Hvítkál, Gulrætur og guirófur pr. 3,00 kg. ÍSHÚSIÐ

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.