Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 5

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 5
FREYK 455 FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 21 - 22 — nóvember 1966 62. órgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: AGNAR GUÐNASON GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) Heimilisfang: PÓSTHÓLF 390, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK Prentsmiðja Jóns Helgasonar Reykjavík - Sími 38740 Ritstjórn, innheimta, afgreiSsla og auglýsingar: Bœndahollinni, Reykjavík — Sími 19200 EFNI: Vetur er gangin í garð Sprengi- og eiturhœtta Reglugerð um flutning og geymslu á ammóníumnítratáburði Beitarþol afrétta Nythœstu kýr HvaS er að vélinni? Þjóðsögur, œvintýri og list Verðlagsgrundvollur landbúnaðarins 1966-1967 Greinagerð um verðlagsgrundvöllinn Skrá yfir búvöruverðið NPK — áburður Húsmœðraþáttur Búfrœðingar 1966 Útlönd Bœkur Molar Vetur er genginn í garð Sumri fylgir vetur að vanda. Við lok umliðins sum- ars má um það segja, að hvergi varð það gjöfult til sveita, sumstaðar naumgjöfult svo að vandi er á hönd- um að ýsmu leyti af því að eftirtekjan varð af svo skorn- um skammti. TJppskera kartaflna hrást að langmestu leyti. Þar sem hún varð hezt er talið að hún hafi orðið í hæsta lagi 6—8 föld, annarsstaðar aðeins 3—4 föld og svo voru til þeir staðir, sem alls ekki var haft fyrir því að taka þær úr moldu. Eftirtekja annarra garðjurta, utan gróðurhúsa, varð einnig næsta takmörkuð. Og svo er fóðurfengur hænd- anna, en hann mun varla vera yfir meðallag í nokkurri sveit, nema ef það skyldi vera til á Austurlandi. Gras- spretta var sæmileg til fyrri sláttar en síðari sláttur varð víðast alls enginn. Köl voru nokkur hér og þar og einkum á túnum, er yrkt hafa verið sem sáðlönd en í ýmsum sveitum var grasleysi mjög tilfinnanlegt á viss- um hæjum svo að eftirtekja varð eftir því. Klaki í jörðu langt á sumar fram, jafnvel þangað til í septemher, og kuldar, einkum framan af sumri, hafa valdið takmark- aðri eftirtekju. En gera má ráð fyrir að heyin séu góð í vetur, þau verkuðust yfirleitt vel. Vegna takmarkaðs fóðurfengs má húast við að færra verði á fóðrum en í fyrra og einkum er áherandi kapp hænda að losna við kýrnar. Forðagæzla er framundan svo að of snemmt er að segja nokkuð ákveðið um fóður- magn og fjölda búfjár, sem á vetur er settur, en hitt má hrýna fyrir bœndum, nú eins og œvinlega, að skyn- samlegur ásetningur er langmesta hagsýnin sem hónd- inn getur heitt. Kraftfóðurgjöf er eðlileg og sjálfsögð til þess að fá sem mestar afurðir af hverri skepnu. Skepnan kostar það sama hvort sem hún gefur mikið eða lítið, rúm hennar í fjósi eða fjárhúsi kostar jafnmikið hvort sem hún er afburðaskepna eða afstyrmi. Og af heyfóðri einu getur afurðasæl skepna ekki framleitt nema takmark- aðar afurðir. Þessvegna þarf kraftfóður til, en það er vandi að nota það rétt. Á hustnóttum þarf hver hóndi að athuga gang sinn í þessu efni og um nýár þarf hver einasti bóndi að eiga fóður heima, er nœgi þangað til í júní. Þetta er rétt að hugfesta nú, þegar vetur er kom- inn. G.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.