Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 6

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 6
456 FREYR RÚNAR BJARNASON: SPRENGI- OG EITURHÆTTA SlökkviliSssljóri Inngangur Nokkuð hefur verið um það fjallað í blöð- um og tímaritum á undanförnum árum, hversu mikil sprengi- og eiturhætta væri af ammoníumnitratáburði þeim, sem fram- leiddur er í Áburðarverksmiðjunni h.f. og nefndur er Kjarni. í erindi því, sem hér fer á eftir, skal að nokkru leitazt við að varpa ljósi á þetta mál, ef vera mætti, að frekari vitneskja um eðli málsins gæti orðið til þess, að forðast mætti slys eða hættuástand af völdum Kjarna. Slíkt hættuástand er ávallt hugsanlegt, þar sem nokkurt magn af Kjarna er fyrir hendi, til dæmis ef eldur kemur upp í geymslum, skipum eða öðrum flutningatækjum fyrir áburðinn. í aprílmánuði 1947 átti sér stað í Texas City í Bandaríkjunum sprenging í ammon- íumnitraáburði, þar sem fórust að minnsta við slökkvistörf i ammoníumnitratbruna Höfundur eftirfarandi greinar hefur starfaS sem verkfrœðingur viS ÁburSarverksmiSjuna í Gufunesi í nokkur undanfarin ór en hefur nú nýlega veriS róSinn slökkviliSsstjóri í Reykjavík. Ritstjóri. kosti 468 manns og tjón á verðmætum var áætlað 3000 milljón ísl. krónur. Þessi sprenging skeði við eldsvoða, sem kom upp í flutningaskipi, sem var hlaðið ammon- íumnitratáburði. Eldur læsti sig síðan um nærliggjandi hverfi og olíustöðvar. Önnur sprenging átti sér stað í Uleáborg í Finnlandi í janúarmánuði 1963. Þessi sprenging skeði í ammoníumnitratverk- smiðju á framleiðslustiginu. Fórust þar níu starfsmenn, verksmiðjan gjöreyðilagðist og rúður brotnuðu í nærliggjandi húsum. Miklar rannsóknir hafa farið fram til að reyna að fá úr því skorið, við hvaða aðstæð- ur hætta á sprengingu er fyrir hendi. Sér- stök áherzla hefur verið lögð á hegðun efnisins í eldsvoða, og hættur í sambandi við slökkvistörf. Árangur þessara rann- sókna er sá, að nú er talið mögulegt að gefa greinargóða lýsingu á sprengieiginleikum efnisins og hegðun þess í eldi. Einnig er tal- ið fært að gefa viðhlítandi leiðbeiningar um geymslu efnisins, eldvarnir og slökkvi- starf á þeim stöðum, þar sem efnið er til staðar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.