Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 8

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 8
458 FREYR í birgðaskemmu og á flutningabíl er varla mögulegt, að svo hár þrýstingur geti myndazt, og talið útilokað, ef rétt er farið að við stöflun efnisins. Loftræsting húsa, dyr og gluggar gera það að verkum, að loftþrýstingur nær ekki að byggjast upp, og hætta á því, að hitastig- ið nái sprengimörkunum er talin hverfandi. 1. c. íblöndunarefni Ammoníumnitratið, sem sprakk í Texas City, var húðað með vaxi til að minnka rakasækni og sambökun þess. Það er nú al- mennt viðurkennt, að vaxið hafi aukið sprengihæfnina og það hafi auk þess aukið á varmamagnið, að vaxið tók að brenna. Af þessum sökum hefur verið tekið fyrir notk- un á vaxi, sem húðunarefni fyrir ammon- íumnítraáburð. Farið er að nota húðunar- efni sem ekki geta brunnið, í staðinn t.d. kísilgúr. Það þykir einnig sýnt, að önnur lífræn efni og sum ólífræn efni geta aukið sprengi- hæfni ammoníumnítrats. Hins vegar draga kísilgúr og fleiri ólífræn húðarefni úr sprengihæfninni. Þar sem ekki eru enn full- rannsökuð áhrif ýmissa íblöndunarefna og óhreininda, er ástæða til varúðar við alla slíka íblöndun við önnur efni bæði af ásetn- ingi og óviljandi. Ráðlegast er að geyma ammoníumnítrat út af fyrir sig, þar sem lítil hætta er á samblöndun þess við önnur efni, einnig þótt eldsvoða bæri að höndum. 1. d. Eldnœrandi ahrif Ammoníumnitrat er eldnærandi efni og getur, líkt og hreint súrefni, aukið mjög á bruna og sprengingu annarra efna. Á þess- um eiginleika byggist notkun þess í sprengi- efnablöndur. Vegna eldnærandi áhrifa efnisins verður eldsvoði, þar sem það er fyr- ir hendi, ekki kæfður með því að koma í veg fyrir aðstreymi súrefnis. Það er því mikil- vægt að koma í veg fyrir, að nitratryk nái að blandast eldfimum efnum eða leggjast á timburstoðir, gólf eða veggi 1 geymsluhús- um. 1. e. Niöurstaða Engin ofhitun og þrýstiaukning mun eiga sér stað, ef lofttegundir þær, sem myndast við klofnun ammoníumnitrats, geta komizt á brott eða með öðrum orðum lokast ekki inni og skapa þannig þrýstihækkun yfir nítratinu. Séu hins vegar efnin innilokuð, munu þrýstingur og hitastig hækka ört, og sprenging geta hlotizt af. 2. Eitrunarhætta Kjarni eða ammoníumnítrat getur varla talizt mjög óhollt eða eitrað efni, hvorki við innöndun eða inntöku. Þó er talið, að efni skylt kjarna, Chile-saltpétur, geti verið banvænt séu tekin inn 15 grömm. Hinsveg- ar getur kjarninn klofnað við upphitun svo sem áður er getið, og myndast þá bæði ammoníak og ýmis köfnunarefnisoxið, sem eru eitraðar lofttegundir. Við slökkvistarf ber því að hafa í huga eitrunarhættu af þessum lofttegundum og skal þeim hættum nú lýst að nokkru. 2. a. Ammoníak Ammoníak, bæði fljótandi og loftkennt, verkar brennandi á húð, slímhúðir og augu. Fljótandi ammoníak getur einnig orsakað kal. Þeffærin gefa mjög greinilega til kynna hættu af þessu efni, því að lykt finnst greinilega af mun lægri prósentu, en hættu- leg getur talizt. Eitrunarhættan er því fyrst og fremst fyrir hendi, ef sprenging eða elds- voði orsakar streymi ammoníaks í ríkum mæli út í andrúmsloftið. Talið er að 2 til 3% ammoníak í andrúmsloftinu geti verið ban- vænt á skömmum tíma. Við slökkvi- eða björgunarstörf, þar sem ammoníakstreymi getur verið fyrir hendi, er því sjálfsagt að setja upp súrefnis- eða þrýstiloftsgrímur, þar sem síugrímur geta mjög fljótt orðið ó- virkar vegna mettunar. Hafi menn orðið

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.