Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 9

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 9
fyrir eitrun vegna innöndunar er frískt loft, hvíld og aðhlynning bezta lækningin, en jafnframt súrefnisgjöf. 2. b. Köfnunarejnisoxíð Köfnunarefnisoxíð þau, sem myndast við upphitun á ammoníumnitrati, eru mismun- andi að samsetningu, þó mun aðallega myndast það oxíð, er hláturgas nefnist og er ekki teljandi eitrað. Hinar tegundir köfn- unarefnisoxíða myndast þó ávallt í nokkr- um mæli og eru þær mjög eitraðar og var- hugaverðar. Þessar gulbrúnu lofttegundir, sem þekktar eru frá reyk þeim, er liggur frá saltpéturssýruverksmiðjum, eru taldar svo hættulegar heilsu manna, að ekki sé óhætt að dveljast nema takmarkaðan tíma, 6—8 stundir í lofti, sem inniheldur 5—10 milljónustu hluta, og stutt dvöl í lofti með 0,01—0,02 prósent er talin geta verið ban- væn. Lykt finnst af þessum efnum við 5—10 milljónustu hluta, en talið er, að þeffærin deyfist af lyktinni, svo að lyktin geti horfið manni þótt magn efnanna haldist eða fari vaxandi. Engin teljandi sjúkdómseinkenni koma fram strax, en 4—20 stundum eftir innöndun hættulegs magns byrjar hósti, öndunarteppa, hjartsláttur, blágrár hör- undslitur í andliti, yfirlið og jafnvel bani. Ekki er ráðlegt að treysta á síugrímur, held- ur nota súrefnis- eða þrýstiloftsgrímur við björgunarstörf. Hjálp í viðlögum: Frískt loft, skjótur flutningur, liggjandi, til lækn- is og skal skýra honum frá því, sem komið hefir fyrir, svo að hann geti fylgzt rækilega með ástandi sjúklingins hinn varhugaverða tíma. Munnaðferðin við lífgun getur verið hættuleg björgunarmanni . 2. c. Kolsýringur Kolsýringur getur að sjálfsögðu komið fram í eldsvoða í sekkjuðum áburði, en þar sem það eiturloft er ekki sérstaklega af völdum ammoníumnitratsins skal ekki fjöl- yrt um það hér, í Áburðarverksmiðjunni er eld- og sprengihœtta mest. 2. d. Niðurstaða Við slökkvi- eða bförgunarstörf við elds- voða í ammoníumnitrati geta eitraðar og háskalegar lofttegundir myndazt. Sé nauð- synlegt að standa í reyknum eða fara inn í hús, er brýn þörf að nota grímur, sem hindra það, að eiturloftið geti náð til önd- unarfæranna. 3. Hættustaðir Helztu staðir, þar sem eldsvoða og spreng- inga í ammoníumnitrati getur verið von, eru áburðarverksmiðjan, þar sem fram- leiðslan fer fram, flutningatækin, bæði skip og flutningavagnar, sem flytja vöruna, og loks geymslustaðir framleiðenda, sölufyrir- tækja og notenda. 3. a. Framleiðslan Þegar framleiða á ammoníumnitrat koma ýmsar aðferðir til greina og hafa þær flest- ar bæði kosti og galla. Sameiginlegt flestum þessum aðferðum er það, að ammoníak og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.