Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 10

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 10
460 FREYR 60'J saltpéturssýra eru látin mynda amm- oníumnitrat eftir efnajöfnunni: NH3 + HNO, —) NH4N03 þ. e. a. s. efnabreyting 2 í öfuga átt. Munurinn á aðferðum er aðallega fólg- inn í ólíkum aðstæðum við efnabreytinguna og mismunandi aðstæðum við kornamynd- un og fjarlægingu vatnsins, sem fylgir salt- péturssýrunni. Sú aðferð, sem notuð hefur verið í Áburðarverksmiðjunni h.f., er nefnd krist- öllunaraðferðin. Hún er í því fólgin, að loft- kennt ammoníak er leyst upp í um 40° C heitri og um 70% sterkri ammoníumnitrat- upplausn, við það hækkar hitastig upp- lausnarinnar upp í um 75° C. Þessi upplausn blandast síðan 60% saltpéturssýru í loft- tæmikeri, sem rúmar um 7 rúmmetra og vinnur við 50 mm kvikasilfursþrýsting. Vegna þess varma, er losnar við sameiningu á ammoníaki og saltpéturssýru og vegna lofttæmisins, eimast vatnið, sem með sýr- unni kemur inn, úr upplausninni og lækkar þá hitastigið aftur niður í um 50° C. Jafn- framt styrkist upplausnin upp um í 75% og er nú leidd í kristallarann, hann rúmar um 30 rúmmetra af upplausn og vinnur við 25 mm kvikasilfursþrýstings. Vegna aukins lofttæmis í kristallara, lækkar hitastig upp- lausnarinnar enn niður í um 35° C, en við það yfirmettast upplausnin og fellur amm- oníumnitratið þá út sem fastir kristallar. Þeir eru síðan skildir frá upplausninni í skilvindu. Upplausnin fer nú til baka til að taka í sig ammoníak á ný, en kristallarnir fara til þurrkara, sem þurrkar þá við um 60° C, unz vatnsmagn er tæp 0.1%. Loks eru ammoníumnitrat kristallarnir blandað- ir um 4% af kísilgúr, til þess að varna því, að áburðurinn dragi í sig raka, og sekkjað í rakahelda sekki. Kristöllunaraðferðin, sem hér hefur ver- ið lýst í stórum dráttum, hefur einkum þann kost fram yfir aðrar aðferðir, að hún er þeirra öruggust frá sprengisjónarmiði. Hitastig, þrýstingur og styrkleiki upplausn- ar, er lægra en við aðrar tilsvarandi aðferð- ir. Hæsta hitastig upplausnar er 75° C, en styrkleiki þá 70%. Mesti styrkleiki upp- lausnar er um 75%, en hitastig þá aðeins um 50° C. Hæsta hitastig ammoníumnitrat- kristalla er um 60° C, þ. e. í þurrkaranum. Þrýstingur er hvergi yfir venjulegum loft- þrýstingi og aðeins 50 mm kvikasilfurs við hæsta hitastigið. Með tilliti til þess, að íslendingar höfðu mjög litla reynslu af efnaiðnaði og enga reynslu af áburðarframleiðslu, þegar verk- smiðjan var byggð, var ekki óeðlilegt, að fyrir valinu yrði sú aðferð, sem bauð upp á mest öryggi gagnvart sprengihættu. Frá öryggissjónarmiði hefur valið tekizt vel á framleiðsluaðferð. 3. b. Flutningar og geymsla Flutningar á ammoníumnitratáburði fara ýmist fram með skipum eða flutningavögn- um. Geymsla á sér stað bæði í verksmiðju, afgreiðslustöðum og hjá notendum. Strangar reglur hafa verið settar um meðferð efnisins, vegna sprengihættu, og eru hér á landi í gildi reglugerðir frá sam- göngumálaráðuneytinu frá árinu 1954. 1. Reglugerð um flutning á landi og geymslu á ammoníumnitrati. (Fylgirit 1). 2. Reglur um flutning á ammoníumnitrat- áburði í skipum. (Fylgirit 2). Hafnarstjórinn í Reykjavík gaf út 1964 viðbótarreglur, viðvíkjandi flutningi frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, á amm- oníumnitratáburði. (Fylgirit 3). Áburðarverksmiðjan h.f. hefur ennfrem- ur ávallt séð svo um, að leiðbeiningar um meðferð á kjarna væru skráðar á kjarna- sekkina. (Fylgirit 4). Allar eru þessar reglur góðra gjalda verð- ar og til eftirbreytni, en eru þó nokkuð komnar til ára sinna. Mun ég hér leitast við að skýra til samanburðar frá þeim leiðbein- ingum, sem nýlega hafa verið teknar í notk- un í U. S. A.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.