Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 11

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 11
1. Sekkjum með ammoníumnitratáburði ætti ekki að stafla nær en 0.75 metra frá vegg, í stæður ekki stærri en 3.65 metrar á hlið, með 0,75 metra bili á milli stæðanna. Sekkjum ætti ekki að stafla nær en 0.9 metra frá þaki, þaksperrum eða lofti. 2. Þak og gólf ættu ekki að vera úr steini, ef veggir eru steinsteyptir, Timbur er leyfi- legt byggingarefni. 3. Ammoníumnitrat ætti ekki að geyma eða flytja með sprengiefnum. 4. Skemmur eða geymslustaðir, sem nota á fyrir ammoníumnitrat, ættu að vera hreinir og vel um gengnir. 5. Ammoníumnitrat ætti ekki að geyma yfir eða undir lífrænum efnum, eldfimum vökvum, tærandi sýrum, klórötum, per- manganötum, málmdufti, brennisteini eða öðrum eldfimum efnum. Stæður ættu að vera í minnst 10 metra fjarlægð frá slíkum efnum. 6. Áburði þessum ætti ekki að hlaða nær, en einn metra frá gufulögn eða hitalögn:, miðstöðvarofni, rafkerfi eða rofum. 7. Áburðarsekkirnir mega standa á hreinu steingólfi, timburpöllum eða hvaða hreinu gólfi sem vera skal. Forðast ber nið- urföll, sem áburður getur runnið niður um t. d. við eldsvoða. 8. Efni, sem farið hefur niður, ætti að hreinsa upp þegar í stað og losa sig við. Rifna sekki þarf að endursekkja í nýja sekki og loka þeim vandlega. 9. Ammoníumnitratáburð ætti eingöngu að geyma og flytja sekkjaðan. 10. Reykingar og umferð með opinn eld ætti að banna í áburðargeymslum og næsta nágrenni við þær. 11. Brunahanar ættu að vera nærtækir og möguleikar á miklu vatnsmagni fyrir hendi til slökkvistarfa, Skip tekur áburð og flytur áleiðis til bœnda. 4. Slökkvistarf við ammoniumnitrateldsvoða Eftirfarandi atriði varðandi slökkvistarf í eldsvoða, þar sem ammoníumnitrat-áburð- ur er, hafa þótt eftirbreytni verð: 1. Dreifið þegar í stað eins miklu vatni og mögulegt er á eldinn. Tveggja og hálfs þumlungs slanga með V/s þumlungs stút, hæf til að dreifa um 1000 lítrum á mínútu með bærilegum þrýstingi, telst æskileg. Aukin kæliáhrif frá vatnsúða, eins og víðast hvar þykir til bóta, eru ekki talin vera það ammoníumnitrat, þar sem í slíkum elds- voða þarf fyrst og fremst eins mikið vatn og auðið er að fá úr brunahönunum. 2. Látlaus vatnsaustur beint á ílát, svo sem síló eða ker með ammoníumnitrati, er mikilvægur, þar sem kæling slíkra tækja er grundvallaratriði í slökkvistarfinu og kem- ur í veg fyrir sprengingar. 3. Þótt venjulega sé talið, að aukin loft- ræsting æsi upp eld, gegnir hér Öðru máli.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.