Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 12

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 12
462 FREYR Ammoníumnitrat hefur í sér, eins og áður er getið, nægilegt súrefni og aukið súrefnis- aðstreymi vegna loftræstingar skiptir ekki máli. Æskilegt er því talið, að opnaðir séu gluggar og dyr, svo að loftræsting verði sem bezt og lofttegundir þær, sem myndast við klornun áburðarinsí komist út, því að ann- ars getur þrýstingur byggzt upp og aukið hitann allt upp í sprengingu. Hátt hitastig og hár þrýstingur auka á sprengihættuna og þarf því að halda hvoru tveggja í skefj- um, ef auðið er. 4. Gæta þarf þess, að bráðið ammoníum- nitrat renni ekki niður í niðurföll eða ræsi. Hugsanlegt er, að þrýstingsaukning verði þar svo mikil, að sprenging hljótist af. 5. Gufur frá ammoníumnitratbruna eru ákaflega eitraðar. Lofttegundir, sem mynd- ast við klofnun ammoníumnitrats, eru háskalegar, eins og lofttegundir frá saltpét- urssýru og söltum hennar almennt. Öndun- argrímur með geymi þarf því að nota við slökkvistarfið, einkum ef leitað er að eldin- um eða verið er að nota loftræsta húsnæði, sem er fullt af þessum eiturlofttegundum. Helztu lofttegundirnar, sem myndast við eldsvoðann, eru oxíð köfnunarefnis og einn- ig kolsýringur. 6. Sé nægilegur hiti fyrir hendi getur átt sér stað, að við vatnsdreifinguna myndist gufuinnilokun í áburðarstæðunum, sem orsaki smágos, með krafti á við smáspreng- ingu. Það er því ekki ráðlegt að fara of nærri eldinum, en ekki þarf þó að óttast um of slík gos. Réttast er að skýla sér með vegg eða einhverju því um líku er vatnsbununni er beint að eldinum. Ekki er mikil hætta á slíkum gufugosum í upphafi eldsvoða, með- an hitastigið er ennþá lágt, einnig er þá minni hætta á eiturlofti. Það ríður því á hér sem ævinlega að reyna að vinni bug á eld- inum sem fyrst. 5. Lokaorð Loks vildi ég taka fram eftirfarandi: Það er mikilvægt, að leggja sig í líma að fræðast sem bezt fyrirfram um eldsvoða og slökkvistarf, þar sem efni eins háskaleg og ammoníumnitrat eru til staðar. Það er til ómetanlegt gagns og getur forðað stórslys- um, ef réttum aðferðum er beitt. HEIMILDASKRÁ 1. Ammonium Nitrate Behavior in Fires by Chester I. Babcock. N F P A Quarterly, Boston Jan. 1960. 2. Explosion Hazards of Ammonium Nitrate undir Fire Exposure by R. W. Van Dolah o. fl. R. 1. bureau of mines report of investigation 6773, Washington 1966. 3. Kemisk Skyddshandbok Svenska Arbetsgivareföreningen, Stockholm. 4. Industrial Hygiene and Toxicologi Vol 1. by F. A. Patty Intersciens Publishers, Inc. New York 1958. Sá sem les bókmenntir allra alda hlýtur að veita því eftirtekt, að mannkynið hefur alla tíð þráð að lifa án þess að erfiða. Eden hefur um allar aldir verið sá staður, sem horft hefur verið til sem langþráðs unaðsstaðar, er lifa mætti án þess að vinna. Búddatrúarmenn þrá Nirvana, þar er þeirra óska- og draumaland. Utópía er langþráð undraland, þar sem nóg er af öllu og allt fæst án svita. Þrá mannkynsins virðist á öllum tímum hafa að því stefnt að lifa við hamingju í leik án erfiðis. (American Agriculturist) Er mjólkin of dýr fæða? Danmörk er fyrir ýmissa sjónum það land, sem allt flýtur í „mjólk og hunangi", en þar kostar hver lítri mjólkur nú í útsölu 121 danskan eyrir. Er þá mjólkin dýr hjá okkur miðað við þetta verð gózen- landsins ? Nýlega gafst oss tækifæri til að athuga hvað þýzk mjólkurbú höfðu að bjóða neytendum af mjólk og mjólkurvörum. Þar var úrval svo mikið að, vér urð- um sannfærðir um, að hér er sitthvað fleira hægt að gera. (Landbrukstidende)

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.