Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 13

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 13
FREYR 463 um flutning á landi og geymslu á ammoníumnítrat áburði. 1. gr. Ammoníumnitratáburður kallast ■ reglugerð þessari smásallað ammoníumnitrat (NH' NO:i) sem er korn- að og kornin húðuð með kísiljörð eða öðrum viðeig- andi ólífrænum efnum. 2. gr. Ammoníumnitratáburð má einungis geyma og flytja í viðurkenndum umbúðum, sem eru það vel lokaðar, að ekki sé hætta á, að úr þeim sáldrist við flutning- inn. Viðurkenndar umbúðir eru: a. Vel lokuð gler- að leirílát. b. Vel lokaðar dósir eða stáldunkar. c. Vel lokaðar nýjar málmumbúðir, t. d. stáltunn- ur. d. Margfaldir kraftpappírspokar, með einu eða fleiri rakavarnarlögum. Pokarnir skulu ver vel Iok- aðir, svo öruggt sé að ekki sáldrist vir þeim. 3. gr. Umbúðir þær, sem nefndar eru undir stafliðum a. b. og c. í 2. gr. skulu ekki vera stærri en svo að þær rúmi meðfærilegt magn af áburði, en umbúðir þær, sem nefndar eru undir d-Iið sömu gr., mega ekki vera stærri en svo að þær rúmi mcst 50 kg. 4. gr. Umbúðir þær, sem nefndar eru undir a. og b-lið 2. gr. skulu bvinar hlífðar eða ytri umbúðum, svo sem kössum úr timbri eða öðru viðeigandi efni, eða traustriðnum körfum úr tágum eða járngjörðum. Milli ytri og innri umbúða skal vera tróð úr við- eigandi ólífrænu efni, svo öruggt sé að ytri umbúðir snerti ekki þær innri. Ef innri umbúðirnar eru úr gleri eða leir og á þeim háls eða stiitur, ekal viðeig- andi hlífðarumbúnaður einnig vera um hálsinn, t. d. hetta eða hálmvaf. 5. gr. Umbiiðir þær, sem ammaníumnitratáburður er flutt- ur í skulu merktar með merkiseðli „F“ sbr. reglur um flutning á hættulegum varningi, nr. 61, 28. marz 1953.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.