Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 14

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 14
464 FREYR 6. gr. Sá sem afgreiðir ammoníumnitratáburð til flutnings á landi ber ábyrgð á að umbúðir séu samkvæmt því, sem krafizt er í 2. gr. reglugerðar þessarar og ekki má hann afhenda áburðinn fyrr en hann hefur full- vissað sig um, að flutningatæki það, sem áburðinn að flytja sé til þess hæft samkv. 7. gr. reglugerðar þessarar. 7. gr. Til flutnings á ammoníumnitratáburði á Iandi má nota vörubifreið og opna vagna og skal jafnan hafa vatnsheida yfirbreiðslu yfir farminum. Þess skal vandlega gætt, að flutningspallur bifreiðar eða vagns sé heill og sléttur og út úr honum standi ekkert það, sem valdið gæti skemmdum á umbúðum áburðarins. Aður en áburðurinn er Iátinn á bifreið eða flutn- ingavagn, skal vörupallurinn vandlega sópaður og ef nauðsyn kann að þykja að dómi þess, sem áburð- inn afhendir til flutnings skal hann þveginn með vatni, svo öruggt sé að hann sé hreinn og engar leif- ar fyrri flutnings á honum. 8. gr. Við fermingu og affermingu ammoníumnitratáburðar skal þess vandlega gætt, að umbúðir skemmist ekki. Skemmdir eða rifnir pokar skulu þegar settir til hlið- ar og innihald þeirra sett í nýja poka, sem skulu vera það stórir, að þeir rúmi allt innihald hinna skemmdu poka og að þeim verði síðan örugglega lokað. Öllum ááburði, sem fer niður skal þegar sópað upp og hann grafinn í jörðu, eða kastaði í vatn. 9. gr. Til geymslu á ammoníumnitratáburði má einungis nota hús með góðri loftræstingu og skulu þau þannig gerð, að auðveldlega megi auka súg í gegnum þau, ef eldur kemur upp. í nánd við geymsluhús skal vera greiður aðgangur að nægu vatni til slökkvi- starfa. 10. gr. Áður en ammoíumnitratáburður er látinn í hús, skal sá hluti hússins, sem til geymslunnar er ætlaður vandlega ræstur, svo þar séu engin óhreinindi eða óviðkomandi efni. Ekki má geyma ammoníumnitratáburð í sama húsi og sprengiefni eða sprengifim efni og ekki í nánd við lífræn brennanleg eða tærandi efni. Ekki má heldur geyma áburðinn nálægt rafleiðslum, eimpíp- um eða öðrum heitum hlutum. 11. gr. Áður en ammoníumnitratáburður er látinn í hús skulu hreinar timburfjalir lagðar á gólfið þar sem hlaða á áburðinum. STÆRÐ HVERS POKAHLAÐA í HÚSI MÁ EKKI VERA MEIRI EN 3.8 M Á HLIÐ, EF EKKI ER HLAÐ- IÐ MEÐ LOFTRÚMI MILLI POKA. Ef loftrúm er milli poka í hlaða má hlaðinn stækka, sem loftrúm- inu nemur, þó má stærð hlaða aldrei vera meiri en 5 m. á hlið: Mesta hæð pokahlaða má vera 4.35 m. og skulu þá í hæðinni vera að minnsta kosti tvö 10 cm. loftbil, þannig að hæðin skiptist í þrjú jöfn hæðabil. Fjarlægð pokahlaða frá vegg (og næsta pokahlaða má ekki vera minni en 0.75 metrar, en bil milli pokahlaða skal ekki vera minna en 0.50 metrar. 12. gr. Fari ammoníumnitratáburður niður á gólf í geymslu- húsi skal honum þegar sópað upp og hann strax graf- inn í jörð eða kastað í vatn. Innihald rifinna eða skemmdra poka skal láta í nýja poka, sem séu það stórir að þeir rúmi allt innihald og verði síðan ör- ugglega Iokað. Timburgólf, sem áburður hefur til muna spillst niður á, skulu vandlega þvegin með vatni. 13. gr. Þar, sem ammoníumnitratáburður er geymdur skulu reykingar stranglega bannaðar, svo og umferð með opinn eld eða óbirgt ljós. 14. gr. Á notkunarstað má ekki geyma ammoníumnitra- áburð í sama húsi og lífræn brennanleg eða tærandi efni. Æskilegast er að áburðurinn sé geymdur í sér- stæðum húsum fjarri hlöðum eða gripahúsum. 15. gr. Við notkun skal gæta þess, að nota þegar allt inni- hald poka, sem opnaður hefur verið og brenna síð- an tómu pokunum fáum í einu. 16. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða sektum frá 50— 5000.00 krónum, nema þyngri refsing liggi við sam- kvæmt lögum. Sektirnar renna í ríkissjóð. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi er hér með sett samkvæmt lögum nr. 23, 1. febrúar 1952 um öryggisráðstafanir á vinnustöðum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. SAMGÖNGUMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.