Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 16

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 16
466 FREYR Reglur um flufning á ammoníumnitratáburSi í skipum. Samkvæmt 40. gr. Iaga nr. 68 5. júní 1947, um eftir- Iit með skipum, eru hér með settar eftirfarandi regl- ur um flutning á ammoniumnitaááburði með skipum. 1. gr. Ammoniumnitraáburður kallast i reglum þessum smákristallað ammoníumnitrat (NH,NO,), sem er kornað og kornin húðuð með kísiljörð eða öðrum viðeigandi ólífrænum efnum. 2. gr. Ammoniumnitraáburð má einungis flytja í viður- kenndum umbúðum, sem eru það vel lokaðar, að ekki er hætta á, að úr umbúðunum sáldrist við flutninginn. Viðurkenndar umbúðir eru: a. Vel lokuð gler- eða leirílát. b. Vel lokaðar dósir eða stáldunkar. c. Vel lokaðar, nýjar málmumbúðir, t. d. stáltunnur. d. Margfaldir kraftpappírspokar, með einu eða fleiri rakaeinangrunarlögum. Pokarnir verða að vera vel lokaðir, svo öruggt sé að ekki sáldrist úr þeim. 3. gr. Umbúðir þær, sem nefndar eru undir staflið a, b og c í 2. gr. skulu ekki vera stærri en svo, að þær rúmi meðfærilegt magn af áburði, en umbúðir þær, sem nefndar eru undir d-lið sömu greinar, mega ekki vera stærri en svo, að þær rúmi mest 50 kg. 4. gr. Umbúðir þær, sem nefndar eru undir a- og b-lið 2. gr. skulu búnar hlífðar- eða ytri umbúðum, svo sem kössum úr timbri eða öðru viðeigandi efni eða sterk- um riðnum körfum úr tágum eða járngjörðum. Milli ytri og innri umbúða skal vera tróð úr viðeigandi ólífrænu efni, svo öruggt sé að ytri umbúðirnar snerti ekki þær innri. Ef innri umbúðirnar eru úr gleri eða Ieir og á þeim háls eða stútur, skal við- eigandi hlífðarbúnaður einnig vera um hálsinn, t. d. hetta eða hálmvaf. 5. gr. Áður en ammoniumnitratáburður er tekinn til flutn- ings í skip, ber skipstjóra að fullvissa sig um, að hlutaðeigandi yfirvöld hafi viðurkennt efnið hæft til flutnings í skipi. 6. gr. í skipum má flytja ammoniumnitratáburð á þilfari og undir því, en ekki nálægt brennanlegum varningi eða sterkum sýrum. Sprengiefni má ekki flytja í sama farmrúmi og áburðin og heldur ekki í næsta farmrúmi við hann. Verði ammoniumnitrat flutt í skipum til annarra landa, skal um þann flutning fara eftir reglum þess lands, sem varan er flutt til. 7. gr. Farmrúm, sem áður hefur verið notað til flutnings á lífrænum efnum, t. d. fiski, fiskmjöli o. þ. h. skal vandlega hreinsað áður en ammoniumnitratáburð- ur er látinn i það. 8. gr. Merkja skal ílát það, sem ammoniumnitrat eða am- moniumnitratáburður er fluttur í, með merkiseðli „F“, sjá reglur um flutning á hættulegum varningi nr. 61 28. marz 1953. 9. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða refsingu sam- kvæmt XI. kafla laga nr. 68 5. júní 1947, um eftirlit með skipum. 10. gr. Reglur þessar öðlast þegar gildi og birtast til eftir- breytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. S AMGÖN GUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Viðvíkjandi flutningi frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi á ammoniumnitratáburði, húðuðum ólífrænu efni. 1. Flutningi á þessum áburði skal haga svo, að fermt sé i Gufunesi og skip með áburð í Iest komi ekki inn í innri höfnina í Reykjavík eftir að áburður- inn er kominn um borð. 2. Komi það hins vegar fyrir, að skip með þennan áburð um borð þurfi að koma við í Reykjavíkur- höfn, ber að tilkynna það hafnarstjóra og yfir- hafnsögumanni svo að þær ráðstafanir verði gerð- ar, er þurfa þykir. 3. Þegar um er að ræða áburðarmagn allt að 25 t. er heimilt að láta það um borð í skip í innri höfn- inni, enda sé þá fermingu lokið og skipið liggi ekki í innri höfninni yfir nótt eftir að áburður er kominn um borð. Ávallt skal tilkynna hafnarstjóra og yfirhafnsögu- manni, ef ferma skal áburð í innri höfn. 4. Smáskipum, svo sem Akraborg, er heimilt, að koma með allt að 50 t. af áburði, er þau kynnu að hafa tekið um borð í Gufunesi inn í innri höfn- ina, ef þau hafa ekki lengri dvöl þar en til þess að taka farþega um borð. Reykjavík, 28. apríl 1964. Valgeir Björnsson, hafnarstjóri.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.