Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 20

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 20
470 FREYR bændur eina. Bændur gætu þó lagt sitt af mörkum til verksins, með því að kaupa kort af afréttum sínum. Þetta er raunar sjálf- sagt, því kortin eru mjög gagnleg fyrir bændur, og myndu vekja skilning þeirra á gróðurfari landsins og beitargæðum afrétta þeirra. — Hvernig eru skiptin milli Rannsóknar- stofunnar landbúnaðarins og Landgrœðslu ríkisins? Verkefni Rannsóknarstofnunarinnar er að rannsaka afréttina, en á vegum Land- græðslunnar er leiðbeint um nýtingu lands- ins. í vetur er gert ráð fyrir að gefa út skýringarrit, þar sem gróðri afréttanna er lýst og jafnframt hvert er beitarþol þeira, og í vetur má gera ráð fyrir að liggi fyrir niðurstöður um beitarþol þeirra afrétta, sem kortin ná yfir. Nýtingu afrétta á að sjálfsögðu ekki að miða við fjárfjölda, heldur fyrst og fremst fjölda beitardaga. Það er ekkert vit í því að láta almanakið ráða hvenær rekið er á fjall eða smalað á hausti. Ég tel nauðsynlegt, að hvert upprektsrar- svæði hafi sína trúnaðarmenn. Þeirra verk- efni verður að fylgjast með gróðrinum á af- réttinum. Þeir eiga að ákveða hvenær reka skal á fjall á vorin og hvenær skuli smala afréttina á haustin. Það verður að breyta stefnu í nýtingu afréttanna, ekki eingöngu vegna hættu á gróðureyðingu, heldur einn- ig vegna þess, að ofbeit veldur rýrnum af- urða. Bændur fóðra flestir orðið vel og góð vetrarfóðrun krefst góðra sumarhaga. Út- hagarnir eru víðast hvar ekki lengur ein- færir um að sjá sauðfénu fyrir góðri sumar- beit. — Að síðustu Ingvi, hafa þessi kort ekki víðtækara gildi, en aðeins að ákveða beitar- þol landsins? Jú, vissulega. Þau eru merk fræðileg heimild um gróðufar landsins. Þau eru nauðsynleg til að fylgjast með gróðurbreyt- ingum, sem eiga sér stað á lengri tíma. Kortin leiða ennfremur í ljós, hvar upp- blástur og gróðurskemmdir eiga sér stað og hvar þess er helzt að vænta. Þau sýna hvar hagkvæmast er að auka og bæta gróður og græða upp land að nýju. * * ❖ Rétt er að geta þess, að kortin eru seld hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Hverfisgötu 21 og Landmælingum íslands, Lauga- vegi 178. A. G. Veturinn er framundan, með hála vegi og hœttulega. Okumaður bifreiðarinnar, sem dansað hefur á veginum, er alveg gáttaður yfir hve hinn ekur öruggur og stöðugur. En sá hefur vel mynstraða hjól- barða á bílnum sínum — snjódekk —- þau veita honum öryggi og svo hefur hann nagla í þeim til frekara öryggis.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.