Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 21

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 21
FREYR 471 ÓLAFUR E. STEFÁNSSON: Nythœstu kýr nautgriparœktarfélaganna 1964 Af 17690 kúm, sem skráðar voru á vegum nautgriparæktarfélaganna árið 1964,mjólk- uðu 445 kýr yfir 20 þúsund fitueiningar (fe) á því ári, miðað við 408 árið 1963 og 280 árið 1962. Innbyrðis flokkast 20 þús. fe kýrnar þannig eftir afurðum árið 1964: Yfir 23000 fe 89 kýr 22000 til 23000 fe 53 — 21000 til 22000 fe 111 — 20000 til 21000 fe 192 — Eftir nautgriparæktarsamböndum skipt- ast kýrnar þannig: Samb. nautgriparækt- arfélaga Eyjafjarðar 150, Árnessýsla 125, Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýsla 65, S.- Þingeyjarsýsla 51, Borgarfjörður 20, Kjal- arnesþing 11, N.-ísafjarðarsýsla 11 (allar í Skutulsfirði) og 12 annars staðar á land- inu. Þar sem fitumælingar féllu niður í Skagafirði, koma engar kýr í því héraði til greina í þessu sambandi að þessu sinni. Að öðru leyti er hlutfallið milli héraða svipað og árið áður. Eins og undanfarin ár er faðerni kúnna í þessum afurðahæsta flokki eðlilega dreift, en flestar dætur eiga þessi naut: Sjóli N19 21, Bolli S46 19, Ægir N63 14, Fylkir N88 12, Funi N48 10, Kolur N1 9, Skjöldur Reykdal N3, Sómi S119, Tígull S42 og Þeli N86 8 hver, Kolur S228 7, Randi N52 og Rauður N46 6 hvor og Bjarmi S227 og Klaki N30; 5 hvor. Hqfðu flest þessara nauta hlotið I. verðlauna viðurkenningu á sínum tíma. Að sjálfsögðu eru systrahóp- arnir á mismunandi aldursskeiði. Er því ekki nægilegt að dæma kynbótagildi naut- anna innbyrðis eftir fjölda dætra þeirra, sem eitthvert ár ná þessu afurðamagni. T.d. eru nú aðeins 9 dætur Kols N1 í þessum hópi, þar sem dætrum hans fækkar nú óðum, en þær báru af varðandi mjólkur- lagni á sínum tíma. Þá skiptir það einnig miklu máli, hve mikið nautin hafa verið notuð til undaneldis. Af þeim, sem talin eru hér að framan, eru það aðeins Randi N52 í Fnjóskadal og Rauður N46 í Reykja- dal, sem aldrei hafa verið notuð á sæðing- arstöðvum. Sum hinna, svo sem Bolli S46 og Tígull S42, voru mestan hluta ævinnar notuð á bæjum, áður en þau voru tekin á sæðingarstöð, og eru því flestar dætur þeirra einnig á takmörkuðu svæði. Önn- ur naut, bæði í Eyjafirði og á Suður- landi, hafa lengi verið staðsett á sæðingar- stöðvunum á þessum svæðum og verið mik- ið notuð. Þannig höfðu 5787 kýr á Suður- landi fest fang við Sóma S119 frá því, að hann kom á kynbótastöðina í Laugardæl- um til ársloka 1965. Þegar á heildina er litið og faðerni kúnna í þessum hæsta afurðaflokki athugað nokk- ur ár í röð, kemur 1 ljós, að þar standa fremst í flokki þau naut, sem þóttu álit- legustu kynbótagripirnir, þegar þau voru dæmd, meðan tiltölulega lítil reynsla var komin á þau. Styður þetta þá skoðun, að afurðahæfni kvígnanna komi skýrt í ljós á fyrsta og öðru mjólkurskeiði. Þau naut önnur, sem dætrahóp eiga í þessum af- urðaflokki, hafa yfirleitt ekki hlotið I. verðlauna viðurkenningu af einhverjum öðrum orsökum eða göllum en þeim, að eig- inleika til afurðahæfni skorti. Afurðahæsta kýrin árið 1964 var Hjálma

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.