Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 30

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 30
480 FREYR GUNNAR GUÐBJARTSSON: GREINARGERÐ um verðlagsgrundvöll landbúnaðarins órið 1966-1967 Samningar um nýtt verð á landbúnaðar- vörum hófust um miðjan ágústmánuð s.l. Áður höfðu verið haldnir nokkrir fundir í sexmannanefnd um hvernig skyldi unnið ið að málinu í þetta sinn. Nú áttu að koma til framkvæmda ný ákvæði framleiðslu- ráðslaganna m.a. um breytt fyrirkomulag á útreikningi kaups bóndans og skylduliðs hans, en í lögunum eru ekki reglur um hvernig að því skyldi unnið, eða á hvaða upplýsingum byggt varðandi vinnumagn og kauptaxta. Nefndin ákvað í sumar að láta fram- kvæma mælingar á nokkrum verkþáttum við landbúnaðarstörf. Aðallega var það hirðing nautgripa og mjaltir, svo og hey- skapur. Gáfu þessar mælingar vissar bend- ingar um vinnumagn við viss skilyrði, þó ekki sé hægt að fullyrða, að þær séu full- nægjandi undirstaða um ákvörðun vinnu- magns við þessi verk og því síður að á þeim sé hægt að byggja ákvarðanir vinnu- magns annarra bústarfa. Auk þess er t.d. nautgripahirðing að sumarlagi minni en vetrarhirðing þeirra gripa, þannig, að eigi að nota tímamælingar sem undirstöðu í þessu efni, þá þarf að gera þær á mismun- andi árstímum og endurtaka þær við breytileg- starfs- og veðurskilyrði og láta þær ná til allra verkþátta í almennum bú- skap. Á undanförnum árum hafa nokkrir (20 —30) bændur haldið sundurliðaða bú- reikninga og þar á meðal mjög sundur- liðaða vinnuskýrslu. Þessar vinnuskýrslur eru í rauninni einu gögnin, sem viðhlít- andi mega teljast, sem grundvöllur til á- kvörðunar vinnumagns við búskap. Þó eru á þessum skýrslum nokkrir annmarkar og sá stærstur, að vinna við fjárfestingu er ekki sundurliðuð eftir því, hvort unnið er að gerð nýrra mannvirkja eða að viðhaldi eldri mannvirkja og því er ekki í þessu efni gerður greinarmunur á stofnkostnaði og reksturskostnaði. Vinna við gerð nýrra mannvirkja hlýtur að teljast til stofnkosn- aðar, en vinna við viðhald jarðar og úti- húsa teljast til rekstrarkostnaðar. Þrátt fyrir þessa annmarka töldum við, fulltrúar bænda í sex-manna-nefnd, rétt að byggja tillögur okkar um vinnumagn á þessum skýrslum þótt ófullkomnar væru. Hagstofa íslands lét í sumar vinna nið- urstöður um kostnað við framleiðslu bú- vara fyrir árið 1965 úr skattaframtölum bænda. Tekið var stórt úrtak, eða frá um 700 bændum, en síðan valið úr þeim hópi úrtak þeirra bænda, sem höfðu bústærð sem næst grundvallarbúi með 10% fráviki á báða vegu. Á sam hátt gerði búreikningastofa rík- isins upp einfalda búreikninga frá 172 bændum fyrir árið 1965 og Stéttasamband bænda hafði úrtak skattskýrslna frá um 100 bændum. Niðurstöður allra þessara skýrslna fóru

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.