Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 31

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 31
FREYR 481 saman um flest meginatriði. Þær sýndu, að framleiðslumagn mjólkur er að meðal- tali nokkru meira á hvern meðalbónda en er í grundvellinum, en magn annarra fram- leiðsluvara er mjög svipað og þar er. En niðurstöðurnar sýndu jafnframt, að nær allir kostnaðarliðir við búrekstur eru hærri en í grundvellinum, hvort sem mið- að er við meðalbóndann eða við fjölda framleiddra vörueininga. í frum tillögum okkar, fulltrúa framleið- enda í sex-manna-nefnd, í sumar, gerðum ráð fyrir að taka tillit til þessara stað- reynda. Við lögðum því til að stækka grundvall- arbúið og auka mjólkurmagn þess til sam- ræmis við niðurstöður úrtakanna og jafn- fram yrði rekstrarvörumagn og annar reksturkostnaður færður upp til samraémis við raunveruleikann í þessu efni, en vinnu- magn yrði tekið eftir vinnuskýrslum bú- reikninga og vinnu bóndans 1 skiptum í dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu í sam- ræmi við þær reglur, sem gilda í launa- samningum verkamanna og atvinnurek- enda, en laun á hverja vinnustund yrðu miðuð við vélamannataxta Dagsbrúnar- manna. Þessar tillögur fólu í sér verulega hækkun á vöruverði frá því, sem gilt hafði. Það kom strax í Ijós í viðræðum í nefnd- inni, að ekki gat orðið af samningum á þessum grundvelli. Fulltrúar neytenda- samtakanna töldu sig ekki geta viðurkennt vinnuskýrslum búreikninga sem undir- stöðu um ákvörðun vinnumagns við bú- vöruframleiðslu, né heldur að verðreikna vinnuna á bann hátt, sem við lögðum til. Það var því fljótlega ljóst, að ef hugsan- legt yrði að ná samningum í þetta sinn, yrði það að gerast í svipuðu formi og not- að hefur verið undanfarin ár. Stéttarsam- bandsfundurinn í sumar samþykkti heim- ild til að semja á þeim grundvelli. Okkur var Ijóst, að nokkur óvissa gat verið um niðurstöður um verðlagið, ef því væri vís- að til yfirnefndar til úrskurðar, þax sem engin reynsla var kómin á hvernig unnið yrði þar eftir hinum nýju lagáákvæðum. Það varð því að ráði að kanna mögu- leika á að fá sérstaka fyrirgreiðslu af hálfu stjórnarvalda um nokkur þýðingar- mikil atriði fyrir landbúnaðinn og bænda- stéttina, ef það gæti greitt fyrir því, að samið yrði ujn verðlagið sjálft áður en tekin yrði ákvörðun um að láta málið gar.ga til úrskurðar.. Upp úr þeim viðræð- um komú samningar um verðlagsgrund- völl, sem birtur er hér í blaðinu. Hann fel- ur í sér 10,84%.,hækkun frá verðlagsgrund- velli í september 1965, þ.e. gamli grund- völlurinn með óbreyttri bústærð, óbreyttu afurðamagni' og óbreýttu magni rekstrar- vara, en framreiknaður með þeim verð- iagsbreytingum, sem orðið hafa slðan í fyrra og kaupgjaldsliðurinn- framreiknað- ur með breytingum kaupgjalds bæði varð- andi grunnkaupshækkanir og hækkanir á kaupgj aldsvísitölu. Framreikningur á verði rekstrarvara er gerður af Hagstofu íslands samkv. útreikn- ingsreglum, sem samþykktar voru í sex- manna-nefnd 1959. Þær eru í sumum at- riðum orðnar í ósamræmi við verðlagsá- standið eins og það nú er . Sumir'gjaldaliðir taka ekki breytingum skv. útréíkningsreglúm t.d. annar rekstrar- kostnaður. Sá gjaldaliður er samansettur af ýmsum- koStnaði og ékki auðvelt að mæla breytingar á honum. Þessi liður var því hSekkaður sérstaklega í samningunum. Um leið og- þessi samningur var gerður, gaf landbúnaðarráðherra yfirlýsingu í bréfi til fulltrúa bænda í sex-manna-nefnd um fyrirgreiðslu við landbúnaðinn í fjór- um liðum svohljóðandi. Reykjavík, 19. september 1966. GEB/H Róðuneytið skírskotar til viðtala við fulltrúa í Sexmanna- nefnd um verðlagningu búvöru 1966 og vill staðfesta eftir- farandi:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.