Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 32

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 32
482 FREYR 1. Á árinu 1967 verði Veðdeild BúnaSarbankans útveg- aðar að láni 20 milljónir króna. Stefnt verSi aS því aS veita lán allt aS 200 þúsund krónur á býli vegna jarSakaupa í staS 100 þúsunda eins og nú er gert. 2. StuSlað verði að því að Stofnlánadeild landbúnaðarins láni haustið 1966 til vinnslustöðva og sláturhúsa ekki lœgri upphœð en 30 milljónir króna. Hafi deildin ekki nœgilegt fjármagn til þess aS svo megi verSa geri ríkisstjórnin ráSstafanir til aS þaS fó verSi fengiS að láni. 3. StofnaSur verSi meS lögum frá nœsta Alþingi JarSa- kaupasjóSur meS 6 millj. kr. stofnframlagi. 4. RíkissjóSur leggi fram hagraeSingarfó, aS upphœS 30 millj. króna, sem nota maetti sem stofnfó HagrœSingar- sjóðs, en VerksviS hans verSi ákveSiS meS lögum. Af þessari upphœS greiSist 20 milljónir króna fyrir 31. desember 1966, sem framlag til vinnslustöSva land- búnaSarins vegna endurbóta á þeim. í þessu sambandi vill ráSuneytiS taka fram, aS áriS 1966 var VeSdeild BúnaSarbankans lánaSar 8 millj. kr. og Stofn- lánadeild landbúnaSarins voru lánaSar 12 millj. kr. til end- urlána til vinnslustöSva landbúnaSarins. Ingólfur Jónsson Gunnl. E. Briem Til FramleiSsluráSs landbúnaSarins. í þessari yfirlýsingu ráðherra er gert ráð fyrir, að vinnslustöðvar landbúnaðar- ins fái á þessu ári kr. 20 millj. óafturkræft framlag vegna umbóta í þeim. Gert er ráð fyrir, að Framleiðsluráð landbúnaðarins skipti þessu fé milli mjólkursamlaganna í landinu. Þetta ætti að geta auðveldað þeim að greiða út grundvallarverð mjólkur til bænda. Þá er gert ráð fyrir 10 millj. króna framlagi á næsta ári til hagræðingarsjóðs landbúnaðarins. Um sjóðinn verði sett sérstök löggjöf á Alþingi í vetur. Hlutverk hans á að vera að greiða fyrir aukinni bagkvæmni við þjóðarþarfir og markaðsskilyrði heima og erlendis. í þriðja lagi er gert ráð fyrir stofnun annars sjóðs, jarðeignasjóðs ríkisins, er hafi það hlutverk að kaupa jarðir, er ekki seljast á frjálsum markaði til búrekstrar. Stofnfé hans verði á næsta ári kr. 6 millj. í fjórða lagi er veðdeild Búnaðarbanka íslands tryggt aukið lánsfé á næsta ári eða 20 millj. króna. Og skal hækka jarða- kaupalán í allt að 200 þús. kr. til hvers lán- takanda. Þetta ætti að geta greitt fyrir kynslóðaskiptum í sveitum á næstu árum og orðið til styrktar ungum mönnum, sem vilja hefja búrekstur. í fimmta lagi er gert ráð fyrir, að Stofn- lánadeild landbúnaðarins fái í haust aukið fé til umráða, til að lána vinnslustöðvum landbúnaðarins, eða kr. 30 millj. í stað 12 millj. Þetta ætti að geta styrkt aðstöðu þeirra aðila er reka vinnslustöðvar og jafn- framt orðið til að auðvelda þeim útborgun afurðaverðs til bænda, því að öðrum kosti hefðu þeir orðið að binda tilsvarandi hluta afurðaverðsins í stofnkostnaði þessara fyr- irtækja. Allt þetta hlýtur að verða til umbóta fyr- ir landbúnaðinn í heild. Eins og verðlagsgrundvöllurinn ber með sér, hækka afurðir einstakra búgreina um mjög svipaða hundraðshluta eða flestar 10,68%. Afurðir hrossa hækka þó örlítið meira eða 11,7%. Kjöt hækkar þó allmiklu meira en þessu nemur. Kindakjöt hækkar um 15% og nautgripakjöt í flokkunum Ak I, AK II og N I um 12,1—12,2%. Það sem veldur því, að kindakjöt hækk- ar svona miklu meira, er sú staðreynd, að ull og gærur hafa lækkað verulega mikið á erlendum markaði á s.l. ári. Gæruverð er nú ákveðið kr. 5,30 lægra í Verðlags- grundvelli, en í fyrra og ullin kr. 0,12 lægri. En sá mismunur og sú hækkun, sem þessar vörur hefðu átt að taka, færast yfir á kjötið. Nokkur óvissa er um það, hvort verðið á þessum vöruflokkum fáist í sölu þeirra vara erlendis. Engin verðtilfærsla var gerð á milli búgreina að þessu sinni.. En til- færsla var samþ. á milli nýmjólkur annars- vegar og vinnslumjólkur hinsvegar og hækkar nýmjólk um 20 aura pr. Itr. í út-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.