Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 33

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 33
FREYR 483 þess vegna en vinnsluvörur eru verðlagðar lægra, sem því nemur. Þessi verðtilfærsla er í svipuðu formi og á fyrra ári. Mjólk hækkaði um 4 aura pr. 1. vegna dráttar á verðlagningu um 23 daga frá 1. sept, að telja. Æskilegt hefði verið að fá meiri tilfærslu á milli smjörs annarsvegar og nýmjólkur hinsvegar. En þar sem vitað var, að ríkis- stjórnin hafði í hyggju að auka niður- greiðslur á landbúnaðarvörum og það var betra að fá hækkanir verðsins greiddar niður en láta þær koma fram í útsöluverð- inu til neytendanna, þótti ekki ástæða til að láta ágreining um þetta atriði fara til yfirnefndar í úrskurð. Hækkanir þær, sem áttu að koma á út- söluverð landbúnaðarvara frá verðinu 1.6. s.l., samkv. samningi um verðlagsgrund- völlinn, voru að ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar greiddar niður í öllum þeim vöruflokk- um, sem áður hafa verið greiddar niður. Þannig hækkuðu niðurgreiðslur á 1. fl. dilkakjöt um kr. 5,88 og eru nú 23,18 pr. kg. og tilsvarandi niðurgreiðslur eru á öðrum flokkum kindakjöts. Niðurgreiðsla mjólkur hækkaði um 63 aura pr. 1. og er nú 5,35 pr. 1. Niðurgreiðsla smjörs var aukin um 18,90 pr. kg. og var ákveðin kr. 98,86, en var síðan aukin aftur 1. okt s.l. um kr. 23,00 pr. kg. vegna hækk- unar á heildsöluverði smjörs, sem Fram- leiðsluráð hafði ákveðið að kæmi til fram- kvæmda þá. Auk þessara niðurgreiðslna var tekin upp niðurgreiðsla á osti, er ekki hefur áður verið, kr. 25,00 pr. kg. á 45% osti og kr. 19,00 pr. kg. á 30 % osti. Slátur- og heildsölukostnaður hækkaði við samningana í haust úr kr. 11,40 pr. kg. kjöts í 12,55, en þar við bætist stofnlána- sjóðsgjald, sem nú er 47 aurar pr. kg. Vinnslu og dreifingarkostnaður mjólkur hækkaði í 3,44 pr. 1., en var í fyrrahaust kr. 3,16 pr. 1. Miklar launahækkanir á árinu valda að mestu þessum hækkunum. Kostnaður í smásölu er óbreyttur á stærstu vöruflokkunum. Nokkrar minni- háttar breytingar voru gerðar á hundraðs- hluta álagningar skv. eindregnum óskum smásalanna, sem telja, að kostnaður við dreifingu landbúnaðarvara hafi vaxið mjög mikið síðustu ár og hafi ekki fengizt upp- borinn í heimilaðri verzlunarálagningu. Nokkrar vonir standa nú til þess, að grundvallarverð náist fyrir mjólk og kjöt af framleiðslu síðasta verðlagsárs, en vafa- samt er að ull og gærur skili fullu verði, því sala þeirra hefur gengið treglega og er tæpast lokið ennþá. Eins og áður segir er lækkandi verð á þessum vörum á heimsmarkaði. Ekki er hægt að gera sér fulla grein fyrir, á þessu stigi, hvort útflutningsbætur muni duga á yfirstandandi verðlagsári. Þó eru líkur, sem benda til þess, að svo muni verða. Mjólkurframleiðsla hefur heldur minnkað í sumar og haust og aukning sauðfjárfram- leiðslunnar er minni en búast mátti við. Þar kemur til rýrð sláturfjársins, er veg- ur á móti fjölguninni að verulegu leyti. Smjörbirgðir hafa minnkað, og vegna lækkunar verðsins s.l. vor hefur sala orðið miklum mun meiri í sumar og haust en áður var og líkur eru á að sala landbún- aðarvara almennt muni aukast innanlands frá því sem verið hefur. Útflutningur ætti því fremur að minnka en vaxa. Allt þetta, ásamt þeirri nýju fyrir- greiðslu, sem vinnslustöðvarnar fengu, gef- ur vonir um, að bændur fái verðið greitt á þessu og næsta almanaksári. Eitt mesta vandamál í verðlags- og markaðsmálum landbúnaðarins er mis- ræmið á verðlaginu hér innanlands og verðlaginu í helztu viðskiptalöndum okk- ar. Það hlýtur því að verða eitt helzta við- ,fangsefnið á næstu árum, hvernig það verði leyst. Vaxtarmöguleikar og þróun ís- lenzks landbúnaðar í framtíðinni veltur á því, hvernig við þessu verði snúist og hvort viðunandi lausn fæst á þessum vanda.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.