Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 38

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 38
488 FREYR ÁBURÐUR N þýðir köfnunarefni. P þýðir fosfór. K þýðir kalí. Þetta vita allir bændur auðvitað, að minnsta kosti þeir, sem lært hafa ögn í efnafræði, þ.e. stundað nám í bændaskóla. Það hefur skeð, að áburðarblanda af þessu tagi hefur fengizt hér á landi, stund- um sem tvö þessara efna, stundum öll í sama í sama poka en oftast þó hvert um sig. Allmörg ár eru síðan bændur erlendis gerðu kröfur til að fá efnin blönduð, en margir fræðimenn stóðu gegn framleiðslu og sölu áburðar á þann hátt, þeir töldu að þannig væri torveldara að bera „rétt“ á landið. En í þessu tafli hafi bændur sigrað, þeim er miklu meira virði að auðvelt sé að koma áburðinum á sinn stað á akurinn en þótt nokkur korn fari öðruvísi en full- komnast má verða. Lengi stóðu Danir öndverðir gegn sölu blandaðs áburðar en einnig þar er sá múr brotinn, sem hlaðinn var gegn þeirri ósk bænda að fá sem mest í blöndum. Og stíflan brast þar með miklu skriði sem ráða má af því, að árið 1963— 64 seldust þar í landi 6.300 lestir 1964— 65 seldust þar í landi 95.500 lestir 1965— 66 seldust þar í landi 260.000 lestir Síðasta tala er ekki nákvæm því að taln- ingu var ekki lokið þegar heimildin var fengin. Til viðbótar NPK-áburðarefnum í blandaða áburðinn er bætt snefilefnum svo sem kopar, magníum og bór, en þetta eru efni, sem einatt vantar í jarð- veginn og stundum valda kvillum eða rýrri uppskeru þegar þau skortir að ráði. Umræddum óskum danskra bænda gengur betur en fyrr að fullnægja þegar af fullum krafti verður starfandi innlend verk- smiðja, sem nú þegar er verið að prófa. Hún hefur verið reist í Frederica, kostar um 60 milljónir danskra króna og getur framleitt 225 þúsund lestir af NPK áburði á ári. Saltpéturssýrudeildin framleiðir 225 tonn 100% saltpéturssýru á sólarhring. Allt er vélrænt þarna og vel kerfað enda að eins tveir menn starfandi við saltpéturs verksmiðjuna. Mannafli við verksmiðjuna alla þarf fyrst og fremst til að afgreiða áburðinn, en þar starfa samtals 160 manns. NPK áburðurinn er ekki aflfræðileg blanda heldur eru umrædd jurtanæringar- efni öll í hverju korni áburðarins, en 10 tegundir blöndu kvað vera framleitt þar. * * ❖ Með viðhorfi því er mótast hefur hin síð- ustu ár, þegar Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi getur engan veginn fullnægt innlendri eftirspurn eftir N-áburði, mun verða flutt til landsins í vor nokkuð af blönduðum áburði, þ.e.a.s. NPK-áburði, svo að fleiri munu nú kynnazt honum af eigin raun en gerzt hefur til þessa.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.