Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 40

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 40
490 FREYR sérstaklega tekið fram í athugasemdum við rannsóknir þessar, að þetta þurfi húsmæð- ur að læra því að þar sé mikill vinningur vís. Frystir var alltaf notaður til þess að geyma gerbakað brauð. Umbúðirnar Álblöð eru nú talin lang beztu umbúðirnar til þess að geyma vörur í frysti, en þarna notuðu aðeins 3% húsmæðra þau, 23% not- uðu plastblöð, (plasthúðaðan pappír) 1% notaði áldósir, 2% notuðu plastdósir og svo var notað sitthvað annað til þess að pakka vörurnar í. 1 sambandi við þetta er gerð sú athugasemd, að ekki muni allar húsmæður gera sér ljóst hvernig hægt er að láta fryst- inn hjálpa sér til að spara tíma og svo er þess getið, að ef þær frystu meira af græn- meti og ávöxtum þá efldu þær gæði fæð- unnar um leið. Geymsla heilsulinda Hvort sem kaupa skal grænmeti eða rækta það sjálfur er um að gera að varðveita líf- efni þeirra sem bezt, og þetta er hægt með því að geyma það, og svo ávexti, í frysti, þannig varðveitast vitamín bezt, en viðeig- andi og semþéttastarumbúðir erunauðsyn- legar, segir í athugasemdum við niðurstöð- urnar. Húsmæðurnar þurfa að læra að nota frystiskápa sína og kistur mun betur, og einkum er mikill vinningur við að frysta ber í stað þess að kaupa þau niðursoðin, segir þar. Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að gera sér far um að meta gildi frystisins, ekki bara stinga þar einhverju inn af tilviljun heldur af hagsýni. Það er t. d. um að gera að baka ofurlítið í einu, meira en þarf í hvert skipti, og eiga brauð í frysti getur ver- ið mjög gott á annastund. Og svo er mikilsvert að læra hvaða vörur þola geymslu í frysti og hve lengi, en það er önnur saga og ný fræðigrein. er fljótlegasta og bezta geymsluaðferðin, og það mó djúp- frysta hvað sem er: kjöt, fisk, fugla, grœnmeti, ber, mjólkur- afurðir, brauð, kökur, tilbúna rétti o.fl., og gœðin haldast óskert mónuðum saman. Við bjóðum yður 3 stœrðir af ATLAS frystikistum og 2 stœrðir af ATLAS frystiskópum. Munið einnig ATLAS kœliskápana, sem fást í 6 stœrðum, m.a. með allt að 150 lítra djúpfrystihólfi. Bókin FRYSTING MATVÆLA fylgir ATLAS tœkjunum. 5 ára ábyrgð á kerfi. Traust þjónusta. Komið, hringið eða skrifið og fáið allar upplýsingar um stœrðir, verð og skilmála. FYRSTA FLOKKS FRÁ Sími 24420 - Suðurgata 10 - Reykjavík

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.