Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 43

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 43
FREYR 493 MINNKANDl HAGVÖXTUR ÞRÓUNARLANDANNA Hagvöxtur þróunarlandanna í heild hetur minnkað fyrri hluta þessa árs, segir í skýrslu UNCTAD, ráðs, sem fjallar á vegum Sameinuðu þjóðanna um utan- ríkisverzlun og þróunarmál. Ástæðurnar fyrir því, að efnahagslegar framfarir þessara landa hafa verið minni en vonir stóðu til, eru höfuðefni þessarar skýrslu, sem fjallar um áhrif þau, er tillögurnar frá verzlunar- og þróunarráð- stefnunni 1964 hafa haft. í skýrslunni eru könnuð nokkur hinna ytri afla, sem geta hafa átt þátt í að hægja á hagþróuninni í þróunarlöndunum: — Alþjóðlegt fjármagn er af skornum skammti og innflutningur þróuarlandanna heldur smám saman áfram að vaxa. í skýrslunni segir einnig, að leggja þurfi mikla áherzlu á að nýta auðlindir þessara landa. Áhyggjurnar, sem koma fram í skýrslunni, stafa af því, að verg þjóðarframleiðsla þróunarlandanna jókst um rúmlcga 4% á ári fyrstu fjögur ár þessa áratugs, og er sá vöxtur miklu minni en lágmarks- krafan um 5% vöxt á ári. Af hinum 47 löndum, sem tölur eru til frá, höfðu 30 minna en 5% aukningu þjóðarframleiðslu, og að- eins 17 lönd náðu eða komust yfir 5% markið. Enn betur kemur í ljós, hve hörmulega lágar þessar tölur eru, ef vöxtur þjóðarframleiðslunnar er miðaður við hvern íbúa. Á þessum fjórum árum jókst þjóðarframleiðslan þannig reiknuð aðeins um 1,5% hjá þróunarlöndunum en um 4% hjá iðnaðar- löndunum. Viðskiptajöfnuðurinn varð neikvæður Árið 1960 fluttu þróunarlöndin inn fyrir 2,7 millj- arða dollara meira en þau fluttu út fyrir. Hinn ár- legi vöxtur influtningsins hefur samt minnkað úr 5,1% fyrra helming sjötta tugs aldarinnar í 4,1% síðari helming hans og áfram niður í 4% fyrra helm- ing sjötta tugsins. Síðan 1961 hefur fjármagnsflutningur frá iðnað- arlöndunum til þróunarlandanna ekki aukizt og það hefur haft áhrif á fjármagnsstöðu þróunarlandanna út á við. Síðari hluta sjötta áratugsins jókst fjár- mangsstraumurinn um 300 milljónir dollara á ári, en síðan 1961 hefur hann staðið kyrr í 8 milljörðum dollara á ári, þrátt fyrir vaxandi þjóðarframleiðslu iðnaðarlandanna. Mörg iðnaðarlönd eru en langt frá því takmarki Sameinuðu þjóðanna að leggja 1% þjóðarframleiðslu sinnar til þróunarhjálpar, og lánaskilyrðin fara jafnframt stöðugt harðandi. Skuldabyrðin Onnur þungvæg ástæða fyrir vaxandi skuldasöfnun þróunarlandannaa eru hin stöðugt hækkandi vaxta- gjöld. Alþjóðabankinn hefur reiknað út, að ríkis- lán eða ríkistryggð Ián til langs tíma, sem þróunar- löndin hafa tekið, hafi numið 9 milljörðum dollara 1955, 28 milljörðum dollara 1963 og ekki minna en 33 milljörðum dollara árið 1964. Ef ýmsar aðrar skuldir eru taldar með, nam skuldabyrðin 38 millj- örðum dollara árið 1964. Kostnaður þróunarlandanna við þessi lán nam 4 milljörðum króna árið 1964 og er það ekki minna en 12% af útflutningstekjum landanna, en var að- eins 4% árið 1950. Er nú reiknað með, að yfir helm- ingur fjármagnsstraumsins til þróunarlandanna hverfi í greiðslur skulda, vaxta og arðs. UPPREISN GEGN HUNGRINU í HEIMINUM Alls staðar á jörðinni gera hinir ungu uppreisn gegn hugmyndaheimi hinna fullorðnu. En þessar upp- reisnir koma ekki alltaf fram í eyðileggjandi orku eins og við heyrum svo oft talað um. í kyrrþey er oft um að ræða uppbyggjandi uppreisn gegn ríkj- andi óréttlæti, eins og til dæmis gegn því ástandi, að helmingi mannkynsins sé stöðugt ógnað af sulti og hungursneyð. Misræmið er mest í þróunarlöndunum. En þar býr líka mesti hluti unga fólksins. í mörgum þessara landa eru um það bil 60% íbúanna innan við 20 ára aldur. Ef hægt væri að virkja kraft æskunnar, væri ef til vill hægt að leysa hið ógurlega vandamál, sem mann- kynið stendur augliti til auglitis við: Matvælafram- leiðslan verður að ferfaldast í þróunarlöndunum á næstu 35 árum, ef komast á hjá algeru öngþveiti. Herferð gegn hungri Eitt nýlegt dæmi sýnir, hve möguleikarnir eru miklir. Fyrir tíu árum heimsóttu nokkrir ungir indverskir bændur Bandaríkin og fengu mikinn áhuga á HGH- hreyfingunni, — Herferð gegn hungri. Þegar þeir komu heim, ákváðu þeir að reyna hliðstætt starf

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.