Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 44

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 44
494 FREYR Bóndinn (The Farmer) Frey hefur borizt bók með þessu nafni, eftir Wheeler Mechillen, en hún fjallar um bóndann í USA. Þjóð- félag Bandarfkjanna er miklu yngra en þjóðir Evr- ópu, því að þótt Ameríka væri fyrst fundinn af Leifi Heppna og þótt þar væri fólk fyrir, var nútíma þjóð- félag ekki stofnað fyrr en 1789. Það voru Evrópu- þjóðir, sem þangað fluttu og mynda upphaf þeirra 165 milljóna íbúa, sem taldir voru í ríkjunum árið 1965. Af þessari miklu mergð voru aðeins 13 milljónir, eða 7%, við landbúnáðarstörf, en tilsvarandi tölur voru 30 milljónir, eða 25%, á árunum 1920—1940. Nú eru bújarðir þar taldar vera 3.475.000 Þótt fólk við bústörf sé ekki helmingur þess, er var fyrir 25 árum, fer framleiðslan þó stöðugt vaxandi og hver maður við bústörf framleiðir nú nægar vistir handa 30 manns. Vélbúnaður landbúnaðarins er stórfengilegur og meiri en nokkurrar iðnaðargreinar þar í landi. Að sjálfsögðu var búskapur frumstæður á fyrstu árum þjóðfélagssamsteypunnar. Árið 1862 var fyrsti búnaðarskólinn stofnaður og síðan hefur gerzt ör og stórbrotin þróunarsaga. Það var þar, eins og víðar, að bændurnir höfðu I fyrstu ekki mikla trú á setu á skólabckkjum til undirbúnings fyrir búskapinn. Þeir viðhöfðu staðhæfingu eins og hér þekktist, „að bók- vitið væri ekki látið í askana" en þegar svo fór, að búfræðingarnir fengu stundum þrefalt meiri eftir- tekju en feður þeirra þá breyttist viðhorfið. Kerfis- bundin menntun, allt frá byrjun 4-H starfseminnar á unglingsárum, um búnaðarskólamenntaskóla- og heima hjá sér. Þeir stofnuðu félag fyrir sveitaæsku. Á tíu ára ferli er þetta félag nú orðið að landssam- tökum með deildum í sveitaþorpunum og eigin skóla. Þessa dagana var verið að opna fimmta og stærsta skóla þessara samtaka. Hann er við borgina Visak- hapatnam og er miðaður við kennslu í hænsnarækt og garðyrkju. Þótt mikil iðnaðaruppbygging eigi sér stað á þessu borgarsvæði og íbúatalan muni tvö- faldast og verða 1 milljón árið 1970, hefur ekki ver- ið komið á fót stærri hænsnabúum eða garðyrkju- stöðvum. Félag sveitaæskunnar telur 10.000 félagsmenn í héraðinu umhverfis Visakhapatnam. Þeir hafa þeg- ar sýnt viljann í verki við að koma upp nýjum rækt- unaraðferðum. Sumir þeirra hafa aukið árstekjur sínar úr 300 í 3000 rúpíur. í nýja skólanum geta 200 félagsmenn notið mennt- unar á ári. í þessum skóla og hinum f jórum skólun- um munu leiðtogar ungu bændanna safnast saman til að framkvæma framtíðaráætlanirnar. Þær ganga út á að leiðbeina meira en 100 deildum við að gera áætlanir um landbúnað og hagræðingu, á sama hátt og nú er verið að gera í Visakhapatnam. Líbería Annað dæmi um, hvernig unga fólkið brýzt undan áhrifavaldi hinna fullorðnu, og er reiðubúið að reyna nýjar leiðir, kemur frá Líberíu. Þar taka nú um það bil 30 æskumannafélög í sveitunum þátt í umfangs- mikilli hrísgrjónaræktaráætlun. Við hrísgrjónarækt í Líberíu er venjan að svíða skógarsvæði og sá síðan hrísgrjónum á sviðna svæð- inu. Slík aðferð borgar sig ekki. Skógurinn er eyði- lagður, jarðvegurinn er þurrmjólkaður og uppsker- an er aðeins 500 kg af hrísgrjónum á hektara lands. Með hjálp danskra sérfræðinga hafa æskumenn- irnir nú reynt að rækta hrísgrjónin á nýjan hátt, — í fenjum, sem nóg er til af í Iandinu. Sérhver félags- maður skuldbindur sig til að hreinsa hálfan hektara af fenjum. Nú starfa um 2000 manns að þessu verk- efni. Þeir fjarlægja gras og illgresi og sá hrísgrjón- unum. Þegar hrísgrjón eru ræktuð á þennan hátt, er uppskeran 4000 kg á hektara í stað 500 kg, því þetta er upplögð fenjajurt. Svæðin undir fenjahrísgrjón- um hafa aukizt úr 200 hekturum árið 1961 í 20.000 hektara árið 1964. Ef til vill rennur upp sá dagur, að Líbería þarf ekki lengur að flytja inn fimmta hluta af mikilvægustu matartegund sinni, hrísgrjón- um. Alþjóðlegt átak Kraftar og hugsjónir æskunnar geta flutt fjöU. Á þeirri forsendu hefur verið efnt til herferðar á veg- um FAO. Markmið hennar er að komast að á tveim- ur árum, hvað hindrar sveitaæsku þróunarlandanna í að taka upp nútíma vinnuaðferðir. Námskeið verða haldin í Asiu, Afríku og Suðxu--Ameríku. Ennfrem- ur verður reynt að veita þekkingu æskunnar í iðn- aðarlöndunum til hagnýtingar í þróunarlöndunum. Að lokum verður svo haldið alþjóðaþing um verk- efnið í Toronto í Kanada.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.