Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 45

Freyr - 01.11.1966, Blaðsíða 45
FREYR 495 búnaðarháskólanám stuðlar allt að þvl að treysta undirstöður þess tæknibúskapar, sem nú er einráður á öllum búum, meira að segja líka þar, sem iðnaðar- eða verzlunarmaður rekur smábýlibúskap á lítilli jörð, sem konan og börnin hirða um að mestu, en bóndinn sjálfur ekur til borgarinnar — ef til vill 50—70 km — á hverjum degi til þess að stunda at- vinnu þar. Auk skólanna eru svo námsskeið haldin, svo að bændur geti fylgzt með öllu nýju, er gerist, og ekki má gleyma blöðum og tímaritum, sem flytja boðskap um gamalt og nýtt á sviði búnaðar og viðskiptaatriða búskaparins, en viðskiptabúskapur er þar mikill eins og við er að búast þar sem hann er mjög sérhæfður orðinn. I upphafi voru vinnubrögð frumstæð þar vestra eins og annarsstaðar. Korni var sáð með höndunum, plægt var með arði, uppskorið með sigð og þreskjað með þúst eða skepnur látnar trampa kornið úr axinu. En saga tækniþróunainnar var þar ör og varð fyrir- mynd Evrópuþjóða að ýmsu leyti síðar. 75—100 manns afkastaði fyrr því, sem 12 manns gegna í dag við hveitiræktun, í stað milljóna hrossa, sem áður þurfti að hafa í þjónustu landbúnaðarins, eru nú 4,5 milljónir draga í notkun, og 75 milljónir ekra, sem áður gáfu korn og annað fóður handa hestunum, eru nú hveitiakrar, er gefa manneldisvöru. Hestöflin fást nú úr olíum í stað fóðurvöru. Og svo er það raforkan, en 98% bænda hafa hana og nota í miklum mæli. Vélaorkan starfar dag og nótt og þreytist ekki. Fjölbreyttur jarðargróður er ávöxtur bóndans af starfi hans. Maísræktun er stórfelld, en einnig baðm- ull, ávextir og svo margt og margt, en af korntegund- um er hveitið næst maíznum og vissar aðrar tegund- ir á síðari árum. Frá því að sáð er, til uppskerutíma kornsins, eru 90—120 dagar. Hagkvæm nýting vél- anna verður þá fyrst, er nægileg verkefni eru fyrir þar. Þessvegna hefur sérhæfing búskapar bóndans aukizt til þessa, enda eru vélar ríkjandi og ráðandi hvar sem þeim verður að komið í starfi. Afl þekkingarinnar hefur ef til vill orkað eins miklu og afl vélanna. Með kynbótastarfi tegunda jarðargróðurs augizt að miklum mun jafnframt og á landið er borið á viðeigandi hátt, en 70.000 tegundir jarðvegs hafa verið skrásettar í hinu víðlenda ríki — eða ríkjum. A sama hátt hefur búféð verið bætt og undirstrikað er hve geysilega þýðingu í því sambandi hafi verið um að ræða eftir að gervifrjógvun kúnna var komið á, að danskri fyrirmynd frá 1938. Erfða- fræðin, efnafræðin, eðlisfræðin, áburðarfræðin, já hver veit hve margar fræðigreinar hafa verið teknar í þjónustu búskaparins og bóndans til þess að auka afköstin og auðvelda hlutverkin og störfin. Þannig er allsstaðar beitt þekkingu til samvinnu við náttúru- öflin. Enn eru þó til bændur, sem búa með „gamla lag- inu“ og hagnýta ekki nútima gögn né nútíma þekk- ingu. Búskapur þeirra er eftir því, langt á eftir tím- anum í háttum og hagnýtum árangri. Vísindi og þskking þróast og nýjar staðreyndir eru stöðugt færðar til vegs og verks i starfi bóndans í USA. AU langur kafli bókarinnar fjallar um bændur og búskap þeirra í hinum ýmsu hlutum hins víðlenda ríkis og skal ekki hér greint frá þeim mismun á búskaparaðstöðu og árangri, en fjarlægðir eru miklar og náttúruleg skilyrði mjög misjöfn á hinum ýmsu svæðum, og búskapurinn auðvitað eftir því. Einn kaflinn fjallar um samtök bændanna, liags- munasamtök og viðskiptasamtök, en þar er víða unnið á samvinnugrundvelli en nokkuð einnig á öðr- um félagssviðum, einkum í sölumálum. Það gefur að skilja, að svo fjölþætt framleiðsla, sem um er að ræða, í svo geysivíðlendu ríki, hefur ótal dyr opnar í félagslegu framtaki, enda aðstaðan margbreytileg eftir því hvort bændur eiga heima í Alaska, á austur- strönd USA, í Kalíforníu eða úti á Havaii-eyjum, lengst úti í Kyrrahafi. Það segir sig sjálft, að aðstaðan er ólík og framleiðslan einnig, á rakri sjávarströnd þar sem vatn er nóg, svo að hvers kyns grænmeti vex nærri sjálfkrafa, eða á jöðrum eyðimarka þar sem sauðfé og engar aðrar skepnur geta bjargað sér. Svo eru það kornræktarsvæðin, baðmullarsvæðin, ananasræktin á Havaii og allt annað: eðlileg sölusam- tök er mynduð um hverja framleiðslu á hverju lands- svæði og þarf ekki að vera um eiginlega samkeppni að ræða þar sem fjarlægðir eru svo geypilegar. Elzta bændafélag þar í ríki er talið vera Bústjórn- arfélagið (Patrons of Husbandry) sem telur 8000.000 meðlimi, en Stéttarsamband bænda (National Farm- ers Union) er næst elzt, stofnað 1902, hið fyrrnefnda stofnað 1867. Um nútímabóndann í USA er þar sagt, að hann hafi um áraraðir framleitt matvöru handa þjóð sinni og einnig til sölu og gjafa í 73 öðrum löndum. í heim- sóknir til hans koma bændur og ferðamenn frá ótal þjóðum til þess að sjá og skoða athafnir, og ríkis- valdið styður að því, að aðrir kynnist aðferðum bænda í USA. Matvæli, handa 40 milljónum svelt- andi barna, hafi verið gefin til meira en 90 landa. Það er framlag bænda í USA til þess að varðveita frið í heiminum. Um 100 sendimenn, fagmenn í land- búnaði, eru við sendiráð starfandi í öðrum löndum, til þess að kynna heimaland sitt og nema annarra aðferðir. Bóndinn í USA er reiðubúinn að vinna fyrir velferð heimsins og leggur sitt framlag til hennar með því að miðla af auðlegð sinni, en hana skapar hann með elju og af þekkingu, með aðstoð vísind- anna. Auðvitað á hann við vandamál að etja eins og aðrir, en hann yfirstígur þau. Með skýringum og orðalista er bókin 120 síður — mjög læsilegt rit. G.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.